Alcan

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að honum væri tjáð að Alcan í Straumsvík stæði til boða, að að kaupa nokkuð magn af raforku til að gera skipulagsbreytingar á sinni starfsemi. Geir sagði hins vegar ljóst, að ákvörðun Landsvirkjunar frá því á föstudag þýddi að ekki verði reist nýtt álver í Þorlákshöfn eða annarstaðar á suðvesturhorninu.

Hverskonar bull er þetta?  Veit Geir H. Haarde ekki að Alcan er álverksmiðja sem framleiðir og flytur úr ál.  Þeim var bannað að stækka verksmiðju sína í Straumsvík og hafa verið að skoða að byggja nýja verksmiðju og nú er það bannað líka.  Hvaða skipulagsbreytingar getur Alcan gert á sinni starfsemi?  Þeir hafa enga kosti í stöðunni í dag.  Þótt Geir segi að þeir geti breytt verksmiðjunni og aukið afköst er komin neitun frá Hafnarfjarðarbæ.  Álverksmiðja er sérhannað fyrirtæki til að framleiða ál og henni verður ekki breytt fyrir aðra starfsemi svo vit verði í.  Eða á að felast í þessu stoppi á byggingu álvera einhverjar undanþágur og hægt verði að byggja nýtt álver hjá Alcan ef það eru kallaðar skipulagsbreytingar?  Eða er Geir að segja þeim hjá Alcan að loka bara verksmiðjunni og koma sér úr landi?.  Telst það kannski ekki með sem nýtt álver ef Alcan færir sig frá Hafnarfirði á Keilisnes?.  Ég held að Geir verði að útskýra þetta aðeins betur svo venjulegt fólk skilji hvað hann á við.  Ríkisstjórnin hefur haldið því fram að hún ætli sér ekki að vera að skipta sér af hvar álver verði reist og hvar ekki það réðist eingöngu af samkomulagi hvers fyrirtækis um kaup á orku og skipulagsyfirvöld á hverjum stað.  Miðað við það þá er alveg ljóst að nýtt álver mun verða reist í Helguvík því þar er öllum undirbúningi lokið og orka tryggð frá Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur og allir samningar í höfn.  Þannig að þrátt fyrir eitthvað blaður hjá Geir H. Haarde á Alþingi mun það ekki stoppa þá framkvæmd, þótt Helguvík sé á suðvesturhorni landsins.


mbl.is Alcan stendur til boða raforka til að gera skipulagsbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Kosningin í Hafnarfirði snérist um skipulag og hvort Alcan mætti bæta við starfsemi á u.þ.b 50 hektara spildu sem fyrirtækið keypti af Hafnarfjarðarbæ fyrir nokkrum árum.  Því var hafnað.  Aftur á móti getur Alcan bætt við starfssemina á núverandi athafnasvæði og nýtt til þess rafmagn sem fyrirtækinu stendur til boða hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Stefnubreyting landsvirkjunnar gengur út á nýta ekki orkulindir sem renna framhjá nefinu á okkur ónýttar,  því netþjónabú þurfa lítið rafmagn og það sama á við kísilflöguverksmiðjur.  

Tryggvi L. Skjaldarson, 12.11.2007 kl. 16:42

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Af hverju var Alcan þá að hugsa um að reisa nýtt álver ef hægt er að auka starfsemina á núverandi stað.  Ég get ekki séð hvernig þetta dæmi gengur upp.

Jakob Falur Kristinsson, 12.11.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband