Skrýtið orð

 

Hallur PállHallur Páll Jónsson hefur verið ráðinn mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar til eins árs frá 1. nóvember að telja. Fráfarandi mannauðsstjóri Birgi Björn Sigurjónsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Reykjavíkurborgar til eins árs frá sama tíma. Ékki vantar titilinn og ég spyr nú bara í minni heimsku, hvað gerir "Mannauðsstjóri"?  Ekki hef ég minnstu hugmynd hvað þessi flotti titill þýðir og er einhver munur á mannauðsstjóra og starfsmannastjóra?  Og ef svo er hver er hann?


mbl.is Ráðinn mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Mannauðsstjóri er starfsmannastjóri sem brosir þegar hann rekur þig

Í alvöru er það eftirfarandi held ég :

Stefnumótun í mannauðsstjórnun
  • Gerð starfsmannastefnu með áherslu á tengsl við heildarstefnu fyrirtækis.
  • Starfsmannahandbækur.
Frammistöðustjórnun
  • Vinnustaðagreining.
  • Frammistöðumat.
  • Launakannanir og uppbygging launakerfa.
Starfsþróun og þjálfun
  • Starfsmannasamtöl.
  • Stjórnendaþjálfun.
  • Uppbygging liðsheildar.
  • Sérhæfð námskeið.

Kári Harðarson, 14.11.2007 kl. 17:17

2 identicon

Það er munur á mannuaðsstjóra og starfsmannastjóra. Starfsmannastjóri ræður og rekur fólk í samráði við viðkomandi yfirmenn. Auk þess sér starfsmannastjóri til þess að fyrirækið fari að settum reglum gagnvart starfsmönnum og öfugt.

Mannauðsstjóri hins vegar er oft næsti maður fyrir neðan Forstjóra í skipuritinu og vinnur gjarnan náið með honum og stjórninni. Í stuttu máli má segja að hlutverk mannauðsstjóra sé að ná eins miklu út úr starfsmanninum og gerlegt er. Það er gert í formi viðtala, markmiðastningu og eftirfylgni.  Ennfremur vinnur mannauðsstjóri að stefnumörkun starfsmannamála osfrv. Þetta er í stórum dráttum munurinn.

Björn R 14.11.2007 kl. 17:22

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég þakka fyrir góðar upplýsingar

Jakob Falur Kristinsson, 14.11.2007 kl. 18:01

4 identicon

...segi það sama "skrýtið orð".......erum við alveg að tapa okkur í sænska kerfinu. Mannauðsstjóri?????? Velgjan, slepjan og kjánahrollurinn lekur af hverjum bókstaf....

pétur gautur 14.11.2007 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband