Byssur

Hilde Pedersen, sem býr Førresfjörð í Noregi, vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið þegar lögregla bankaði á dyr hennar og krafði hana svara um byssu sem hún átti að vita um og hugsanlega hafa skilið eftir á tilteknum tröppum.
Mér brá við að sjá þá," hefur Haugesunds Avis eftir Petersen. „Og mér brá enn meira þegar ég heyrði spurningarnar... Þetta var afar óþægilegt."

Yfirheyrslurnar stóðu yfir í 45 mínútur og var Petersen m.a. spurð hvort Leif Harry Ersland, sambýlismaður hennar, væri byssuáhugamaður eða hvort hann ætti einhverja óvini. Lögreglan fór að lokum, litlu nær. Hálftíma síðar var hringt af lögreglustöðinni og sagt að málið væri allt misskilningur. Leif Harry, sambýlismaður Pedersen, ætlaði að skila heftibyssu, sem hann hafði fengið lánaða og var í sumarhúsi parsins ekki langt frá. Hann sendi SMS til eiganda byssunnar þar sem stóð: byssan er í kofatröppunum.

Því miður sló Ersland inn rangt símanúmer og kona, sem býr í Stafangri fékk skilaboðin. Henni þótti þau grunsamleg og hafði samband við lögreglu sem brást hratt við og vildi upplýsa þessi dularfullu vopnaviðskipti.

Margot Aasbø Haugland, eigandi byssunnar, segist í samtali við blaðið vera miður sín yfir þessu hafaríi. Hún hafi bara viljað fá heftibyssuna sína aftur því hún ætlaði að búa til vetrarskýli fyrir blómin sín.

Ef þetta hefði verið í Bandaríkjunum hefði konan verið skotinn á staðnum, eins og drengurinn með hárburstann, því vissulega var verið að skiptast á byssu, þótt það væri bara heftibyssa.


mbl.is Sambýliskonan lenti í 3. gráðu yfirheyrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Sennilega hárrétt hjá þér.

Georg P Sveinbjörnsson, 14.11.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband