Hlutabréf

Waal Street

 Hlutabréf lækkuðu í verði á Wall Street þegar viðskipti hófust í dag. Skýrist það meðal annars af áhyggjum fjárfesta af því að einkaneysla fari minnkandi vestanhafs en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3% í október. Er þetta í takt við spá greiningaraðila. Helstu skýringar á hækkun vísitölunnar er hækkun eldsneytisverðs og hækkun á verði matvöru.

Hvenær fáum við að sjá hliðstætt hér á landi í öllu frelsinu.  Þótt vísitala neysluverðs hækki stöðugt hér á landi verða aldrei nein áhrif í Kauphöll Íslands, þar verður jafnvel hækkun líkt og að hlutabréf væru vísitölutryggð.  Það er því greinilegt að hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi er ekki alvöru markaður heldur mattadorspil nokkurra manna.  Ef svo ólíklega vill til að gengi bréfa lækki einhvern tímann, þá er komið um leið hópur af sérfræðingum sem benda á að samt hafi bréfin hækka ef farið er nógu langt aftur í tímann með viðmiðunina og þannig kjafta menn verðið upp aftur. 


mbl.is Lækkun á Wall Street í kjölfar hækkunar vísitölu neysluverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við erum ennþá ofan í sandkassanum í peningamálum þjóðarinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2007 kl. 17:52

2 identicon

Ég veit ekki hvort þú hafir fylgst eitthvað með úrvalsvísitölunni, en hún hefur hikstað all hressilega frá því í ágúst.  Úrvalsvísitalan hefur lækkað um rúm 18% síðan 18 Júlí síðastliðin.  Og er hún td fyrir neðan 200 daga fljótandi meðaltal einsog stendur, seinast þegar hún var undir 200 daga flótandi meðaltali var í oktober í fyrra.  Svo vissulega hefur úrvalsvísitalan ekki bara fatast í rallinu framan af árinu heldur líka lækkað.  Það er altalað í fjölmiðlum.  Enda er hún farin að fylgja erlendum vísitölum eftir, eftir þessa alþjóðavæðingu fyrirtækja í kauphöllini.

Með vinsemd og virðingu 

gfs 15.11.2007 kl. 23:45

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki minnstu hugmynd hvað fljótandi 200 daga meðaltal er. En ég man ekki hvað ég er búinn að hlusta á marga spekinga ræða um ef gengi einhvers fyrirtækis í Kauphöllinni lækkar þá hefur þeim tekist að sannfæra fólk um hækkun með því að fara nógu langt aftur í viðmiðun.  Annars er hin íslenska úrvalsvísitala hér á landi ekkert lík því sem gerist í öðrum löndum.  Hér eru yfir 60% þeirra fyrirtækja sem mynda úrvalsvísitöluna úr fjármálageiranum en algengt er erlendis að þetta hlutfall sé um 10 til20% svo hún gefur engan veginn rétta mynd af íslenska hlutabréfamarkaðinum.

Jakob Falur Kristinsson, 16.11.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband