Rán

 

Þrír menn vopnaði kylfu og exi frömdu rán í söluturni í Reykjavík skömmu fyrir hádegi í dag, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Þeir komu inn í Sunnubúðina við Mávahlíð og réðust að starfsmanni, rændu peningum og tóbaki og hlupu síðan á brott.

Dæmigert fyrir dópliðið, sem er löngu orðið kolruglað og getur ekki endað öðruvísi en að því kemur að einhver verður drepinn í öllum þessum ránum. 


mbl.is Vopnað rán í söluturni í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Dæmigert fyrir dópliðið"

Ef að sígarettur yrðu bannaðar á morgun og pakkinn myndi kosta 10 þúsund krónur þá get ég lofað þér að sumir nikótínfíklar myndu festast í undirheimunum og ræna til þess að fjármagna neysluna eða borga skuldir.

Þetta er dæmigert fyrir núverandi fíkniefnastríð yfirvalda.

"getur ekki endað öðruvísi en að því kemur að einhver verður drepinn í öllum þessum ránum."

Ef við tökum þetta skrefinu lengra eða "zero tolerence" eins og hjá kananum þá aukast líkurnar á því. Það er algengt vestanhafs að einhver sé skotinn við svona rán vegna þess að afbrotamaðurinn hefur engu að tapa.

Vonandi hættum við að herma eftir kananum í náinni framtíð og lýtum á fíkniefnaneyslu sem heilbrigðismál en ekki glæpamál. 

Geiri 18.11.2007 kl. 16:13

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Fíkniefni eru bönnuð með lögum og þar með er ekki hægt að líta fram hjá því að þetta eru glæpamál.  Þegar að því kemur að einhver vill losna úr þessum vítahring og leitar sér aðstoðar er hægt að líta á slíkt sem heilbrigðismál.  En vopnuð rán verða aldrei flokkuð sem heilbrigðismál, nema viðkomandi sé hreinlega geðveikur og það er sennilega rétt hjá þér að fíkniefnaneytendur verða geðveikir af sinni neyslu.

Jakob Falur Kristinsson, 18.11.2007 kl. 16:34

3 identicon

Ég var aldrei að segja að vopnað rán eigi að flokkast sem heilbrigðismál... Ég var einfaldlega að benda á þá staðreynd að núverandi einstefna yfirvalda ber ábyrgð á þessari þróun. 

Af hverju eru nikótínfíklar ekki að ræna til þess að borga reykingaskuldir eða fjármagna neysluna? 

Geiri 18.11.2007 kl. 17:13

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ef ég skil þig rétt þá telur þú að það sé einhver einstefna hjá stjórvöldum að leyfa ekki fíkniefni sem er ólögleg í dag, ef það yrði gert færi þetta loks endanlega úr böndunum.

Þú spyrð af hverju eru nikótínfíklar ekki að ræna til þess að borga reykingaskuldir og fjármagna neyslu?  Ég get aðeins svarað fyrir mig sem er reykingarmaður.  Að í fyrsta lagi er ekki nokkur leið að safna upp skuldum vegna reykinga vegna þess að í öllum verslunum er bannað að lána fólki tóbak.  Reykingarmenn þurfa ekki að ræna til að borga sína neyslu, flestir greiða það með sínum launum og ég sem lifi á örorkubótum og fyrir kemur að ég á ekki fyrir tóbaki, þá verður bara að hafa það og ég er þá án þess um tíma.  En aldrei dytti mér í hug að fara að ræna einhvern til að ná mér í tóbak.  Sá munur er nefnilega á þeim sem reykja og þeim sem nota dóp, að reykingarmaðurinn er alltaf með sína heibrigðu hugsun í lagi en hjá dópistanum brenglast hugsunin og ekki er auðvelt hjá honum að greina á milli þess sem er rétt eða rangt.

Jakob Falur Kristinsson, 18.11.2007 kl. 17:54

5 identicon

Þetta er mjög einfalt, þú hittir á nokkra punkta mér í hag og örugglega án þess að átta þig á því.

"Reykingarmenn þurfa ekki að ræna til að borga sína neyslu, flestir greiða það með sínum launum og ég sem lifi á örorkubótum"

"bannað að lána"

 "reykingarmaðurinn er alltaf með sína heibrigðu hugsun í lagi en hjá dópistanum brenglast hugsunin og ekki er auðvelt hjá honum að greina á milli þess sem er rétt eða rangt."

Rannsóknir benda til þess að flestir sem verða háðir ólöglegum efnum geta unnið hefðbundin störf svo lengi sem það er komið til móts við þá. Það eru margar ástæður fyrir því að fíklar eiga erfitt með að halda störfum... T.d. einangrun frá samfélaginu, lenda í slæmum sveiflum vegna fráhvarfseinkenna eða eiga ekki efni á neyslunni með löglegum hætti. Því lægri sem tekjurnar eru því meiri eru líkurnar á að fíkillinn gefist upp á starfinu, það er algengt að efnameira fólk haldi vinnunni þrátt fyrir alvarlega fíkn í fjölda ára. T.d. lögfræðingar, eigendur fyrirtækja eða frægt fólk. Hugsun fíkla brenglast mest þegar þeir eru í fráhvörfum, sem betur fer sleppa flestir sem reykja við þetta. Mamma mín var ein af þeim óheppnu, var nikótínfíkill og einstæð móðir. Fjármálin voru slæm en alltaf reddaði hún pakka á dag, meira að segja rétt fyrir mánaðarmót þegar hún gat ekki keypt í matinn. Og já svo er það pabbi minn sem valdi áfengið frekar en fjölskylduna þegar ég var 8 ára, gat ekki einu sinni sagt A orðið hvað þá að fara í meðferð. Nei veistu ég hef mikla reynslu af því þegar löglegir fíklar hafa brenglaða hugsun, hún er bara ekki jafn áberandi vegna þess að þetta fólk blandast samfélaginu betur og hefur alltaf aðgang að fíkniefninu.

Annars er mikilvægt að fara rétta að ef það á að lögleiða fíkniefni, passa upp á nokkur lykilatriði...

* Launaöryggi: Komið til móts við fíkla sem ætla sér að vera á vinnumarkaðnum, með sambærilegum hætti og er gert við alka. Í flestum tilfellum getur alki sagt vinnuveitandanum frá fíkninni án þess að missa vinnuna, einnig fengið hann til móts við sig þannig að hann geti haldið áfram þrátt fyrir heilsuástandið. Þeir sem treysta sér ekki til þess að vinna, eru reknir eða fá ekki ráðningu eiga að vera á bótum (sama hvort það sé örorka eða eitthvað sambærilegt).

* Verðlag: Ríkið má ekki missa sig í skattlaningu enda er mikilvægt að fíklar eigi efni á neyslunni, æskilegast er að leyfa frjálsa sölu einkaaðila og hafa eingöngu virðisaukaskatt á efnunum. Hækkun á verði hefur aldrei læknað fíkn þó að sumir stjórnmálamenn (sem vilja stóran ríkissjóð) hafi tröllatrú á því. Auðvitað á sama að gilda um tóbak og áfengi, munar örugglega miklu fyrir öryrkja að fá sígarettupakkann á 300 kr. Lágtekjufólk er líklegast til þess að reykja og því ekki sniðugt að hafa ofurskatt á því.

* Upplýsingar og efnasamsetning: Röng notkun eða röng efnasamsetning á efnunum eru algengustu ástæðurnar fyrir dauðsföllum. T.d. er E-pilla margfalt hættuminni heldur en áfengi en það slæma við hana er að stundum kemur faraldur af slæmum pillum. Að vita hvað maður er að gera og nákvæmlega hvað/hversu mikið maður er að taka inn minnkar margfalt líkurnar á dauðsfalli. Þetta gildir um öll efni, sama hvort þau eru seld í ÁTVR, apótekum eða á götunni. Slæmur landi getur orðið margfalt skaðmeiri heldur en lögleg vodkaflaska. Svo er bara málið að bjóða upp á bæklinga eða jafnvel "lyfseðla" á þeim stöðum sem selja efnin.

* Aldurstakmark: Æskilegt er að hafa (sama) aldurstakmark á öllum fíkniefnum, raunin er sú að það takmarkar neyslu ungmenna frekar heldur en algjört bann. Götusalar eru flestir ekki að biðja um skilríki og því eiga unglingar auðveldara með að kaupa ólögleg efni heldur en áfengi. Markaður fyrir landasölu er ekki stór miðað við ólöglegu efnin, ímyndaðu þér hversu lítill hann væri ef við værum ekki með svona hátt áfengisverð. Þannig að ég hef fulla trú á því að ef farið er rétt að að þá mun aðgengi unglinga að fíkniefnum minnka almennt, sama hvort við erum að tala um áfengi eða kókaín.

Þó að fíkn geti verið slæm að þá finnst mér margt verra heldur en það þegar manneskja ákveður að leggja eigin heilsu í hættu. Starfsemi undirheimanna er margfalt verri heldur en neyslan sjálf. Að taka harðar á fíkniefnabrotum hefur bein áhrif á undirheimana... vopnum fjölgar, handrukkarar verða grófari en áður og alþjóðleg glæpasamtök festa rætur í landinu. Áfengisbannið í Bna er skólabókadæmi um viss lögmál sem breytast ekki með tímanum, það eru til "mafíur" um allan heim sem nærast á fíkniefnabanninu. Trúðu mér fíkniefnasalar vilja ekki lögleiðingu og því fleiri sem eru sammála þeim því betri verður reksturinn hjá þeim. 

Svo má ekki gleyma öllum þeim sem eru í hóflegri neyslu. Veikleiki annarra er ekki réttlæting fyrir því að skerða persónu- og neyslufrelsi allra. Þó að þú hafir lent í vandræðum með áfengi þá er það ekki réttlæting fyrir því að banna öðrum að drekka. Eiga svona eðlileg og sanngjörn lögmál að breytast eftir því hvort við séum að tala um vökva eða duft? En jæja ég fer ekki mikið lengra með þetta, ég átta mig alveg á því hvernig menning mannfólksins virkar. Það er ekki nóg að komast að sannleikanum því ef það er ofarlega í rétthugsun og siðferði samfélagsins að þá tekur einhverja áratugi að koma á breytingum. Fíkniefni eru hluti af menningu og lífsstíl fólks og því eðlilegt baráttumál sem ég býst við að skili árangri áður en mín kynslóð fellur frá. Frelsi hefur verið að aukast og það mun ekkert enda á samkynhneigðum. 

Geiri 19.11.2007 kl. 02:24

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þegar fíklar eiga í hlut er ekkert til sem, heitir hófleg neysla og á það við bæði um lögleg og ólögleg efni.   Varðandi atvinnu þá missa áfengisfíklar oft vinnuna en eftir að hafa farið meðferð til að ná stjórn á fíkn sinni taka flest fyrirtæki við þeim aftur og sífellt þeim fjölgandi vinnu stöðunum sem eru reyklausir þ.e. að bannað er að reykja þar.  Ég held að það sama gildi um fíkla hvort um er að ræða áfengi eða eiturlyf að þar gildi sama lögmálið, sem er að á meðan viðkomandi er í neyslu er erfitt að halda sinni vinnu.  Þessi rannsókn sem þú talar um og sýndi að skaðsemi E-taflna væri minni en áfengis er nú ansi umdeild svo ekki sé meira sagt.

Þú segir að fíkniefni séu hluti að menningu og lífsstíl fólks,  ég get alveg fallist á þá skýringu að þetta er hluti af lífstíl ákveðins fólks en hvernig þú getur tengt þetta við menningu get ég ekki skilið.

Ég held að lögleiðing fíkniefna verði aldrei samþykkt hér á landi a.m.k. ekki meðan ég of þú lifum en hvað á eftir að ske í framtíðinni treysti ég mér ekki til að spá um en vona að það verði aldrei.  Það var reynt í Hollandi að fíklar gátu fengið lyfseðla til að nálgast efnin og þá spruttu upp fjöldi staða til að selja þessi efni og við rannsókn kom í ljós að peningagræðgin varð svo mikil að flestir þessir staðir voru hættir að fara eftir lyfseðlunum, heldur seldu bara öllum sem höfðu áhuga á að nálgast þessi efni.  Þannig að sú tilraun mistókst algerlega og ætli það yrði nokkuð betra hér.

Þú talar einnig um að veikleiki annarra eigi ekki að bitna á öðru fólki en það er einmitt það sem er stórt vandamál hér á landi .  Hver eiturlyfjaneitandi skaðar ekki eingöngu sjálfan sig heldur er líf hjá heilu fjölskyldunum í rúst.

Jakob Falur Kristinsson, 19.11.2007 kl. 09:17

7 identicon

Þannig að þú mælir með því að við sendum lögguna á alka landsins?

Geiri 19.11.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband