Bruni

Nú liggur ljóst fyrir að 34 skepnur sluppu úr brunanum á bænum Stærra-Árskógi í Dalvíkurbyggð í gær, en alls voru rúmlega 200 gripir í húsunum sem brunnu. Megnið af bústofni kúabúsins drapst því en þeim sem lifðu var í morgun komið í hús á bænum Kálfsskinni. Aðkoman var ömurleg, húsin ónýt og dauðar skepnur á víð og dreif í rústunum.

Alltaf tekur maður nærri sér þegar svona hlutir koma fyrir og hefur samúð með fólkinu sem lendir í svona löguðu.  Megnið af bústofninum dautt og öll hús gjörónýt og aumingja fólkið á þessum bæ verður að byrja nánast alveg upp á nýtt.  Auk þess vill oft ske í svona miklu tjóni að eitt og annað er farið sem ekki er hægt að bæta.


mbl.is 34 skepnur af rúmlega 200 sluppu úr brunanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú þetta er aldeilis ömurlegur atburður. Bændurnir án efa að hugsa um skepnurnar sem þeim tókst því miður ekki að bjarga. Ætli gripirnir hafi verið bundnir í bása eða gengið lausir í lausagöngufjósi? Kannski bændur þurfi að fara að hugleiða að koma upp einhverskonar eldvarnarkerfi sem kannski opni hurðar eða eitthvað slíkt við eldsvoða? Samúðarkveðjur til heimilisfólks. Salóme

Salóme B. Guðmundsdóttir 18.11.2007 kl. 17:47

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já það þyrfti að vera eitthvað reykskynjunarkerfi sem opnaði hurðir þannig að skepnurnar gætu forðað sér út, því húsin er auðvelt að bæta.  En að vera innilokuð í brennandi húsi er skelfilegt hvort sem í hlut eiga menn eða dýr.

Jakob Falur Kristinsson, 18.11.2007 kl. 18:21

3 Smámynd: Kristján R Bjarnason

Rakst á bloggið þitt í gegnum fréttina á mbl og vill svona til að svara smá salóme, þar sem hún spyr hvort þetta hafi verið lausagöngufjós, og já þetta fjós var mjög flott, eitt að því flottasta sem ég hef séð, þetta var fjós sem var með Róbóta frá LELY og kom ég þarna til að þjónusta hann áður en ég fór út að læra hjá LELY,  þarna ganga þær kýr sem eru mjólkandi, alveg frjálsar, koma í róbótan 3 sinnum á sólahryng. er nýbyrjaður að kynnast þessum bransa og hef komið í einhver fjósin á norður og austurlandi sem hafa róbóta, og þetta er eini bærinn sem t.d var með flísalagt í kryngum róbótan sem var mjög smeklegt og þrifalegt...

en já það er leiðinlegt að heyra svona fréttir og þegar ég heyrði nafnið á bænum þá fékk ég hroll og vona ég svo sannalega að bóndinn gefist ekki upp heldur nái að standa upp aftur og reysa búið aftur...  með kveðju að austan Kristján R

Kristján R Bjarnason, 18.11.2007 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband