Mannamál

Sigmundur Ernir Rúnarsson er byrjaður með nýjan þátt á Stöð 2 í opinni dagskrá og kallast þátturinn "Mannamál"og er sýndur strax á eftir fréttum.  Þessi þáttur er kynntur þannig að þar verði hin ýmsu mál tekinn fyrir og ekkert gefið eftir og stjórnmálamenn sem kæmu fengju ekki að komast upp með neitt múður og kjafta sig frá hlutunum, hart yrði gengið eftir svörum og á því máli sem venjulegt fólk skilur og á nafnið á þættinum einmitt að höfða til þess.  Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með þennan þátt og finnst Sigmundur Ernir alltof linur í sínum spurningum og gengur ekki nægjanlega vel eftir svörum.  Þó fannst mér þátturinn í gærkvöld slá öll met, en þar var aðalgestur þáttarins Finnur Ingólfsson og var hann ótrúlega fimur í að koma sér undan að svara spurningum.  Mestur tíminn hjá Finni fór í að útskýra hvað hann hefði verið góður stjórnmálamaður og góðan tíma fékk hann til að níða niður Sverrir Hermannsson, sem ekki er nú smekklegt þegar Sverrir hafði engin tök á því að svara fyrir sig.    Ég ætla ekki að fjalla hér um allar þær sakir, sem Finnur bar á Sverrir, því hann á örugglega eftir að svara fyrir sig á öðrum vettvangi. En sú spurning vaknar ef spillingin var eins mikill í Landsbankanum í tíð Sverris sem bankastjóra og Finnur var að lýsa hvers vegna gerði núverandi viðskiptafélagi Finns, Helgi Guðmundsson, sem var þá formaður í bankaráðinu, ekkert?  Var hann kannski svo upptekinn við að fara með bænirnar sínar?.   Hinsvegar ofbauð mér þegar Finnur var að lýsa aðkomu sinni að kaupum svokallaðs S-hóps á Búnaðarbankanum sem hann fullyrti að hann hefði ekki komið nálægt.  Ekki var hann spurður mikið út í af hverju hann hefur auðgast svona mikið á undanförnum árum.  Hann fullyrti að hann hefði persónulega ekki hagnast um eina einustu krónu á kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum og væri ekki auðmaður aðeins venjulegur bóndi á Skeiðum.  Og það sem meira var að Sigmundur Ernir gerði ekki neina athugasemdir við það.  Það er sennilega rétt að persónan Finnur Ingólfsson hafi ekki hagnast neitt á þessum viðskiptum.  En hitt vita margir að Finnur á með öðrum mörg eignarhaldsfélög sem hafa grætt mörg hundruð milljónir á kaupum og sölum á hlutabréfum í því fyrirtæki sem nú heitir Kaupþing.  Það mál sem Sverrir Hermannsson hefur verið að gagnrýna Finn mest fyrir er þegar S-hópurinn með Finn innanborðs, keypti VÍS af Landsbanka Íslands áður en sá banki var einkavæddur.  Finnur og Helgi Guðmundsson, guðsmaður og fyrrverandi bankaráðsformaður í Landsbankanum, áttu saman fyrirtæki sem var í hópi þeirra sem keyptu VÍS af Landsbanka Íslands, sem þá var í eigu ríkisins.  Og var Helgi þá í hlutverki seljandans sem formaður bankaráðs Landsbankans en Finnur var hinum megin við borðið sem kaupandi.  Ég tek heilshugar undir orð Sverris Hermannssonar að þessi sala á VÍS á sínum tíma er eitt mesta hneyksli í viðskiptasögunni þegar tveir einstaklingar nánast stela heilu tryggingarfélagi frá banka í ríkiseigu og græða síðan sjálfir nokkra tugi milljarða.  Kaupverið var 14 milljarðar nokkrum árum seinna var VÍS selt til Exista fyrir 60-70 milljarða.  Mismunur um 50-60 milljarðar og með þessum peningum fóru þeir félagar inn í hóp sem keypti Icelanair Group og var Finnur þar stjórnarformaður og ekki er langt síðan Finnur seldi bréf sín í þessu félagi og hagnaðist um nokkra milljarða.  Ég er hræddur um að Sigmundur Ernir verði að taka sig verulega á í undirbúningi þessara þátta ef þeir eiga að standa undir nafni.  Oft hefur maður orðið vitni að hann nánast bugtar síg og beygir fyrir ráðherrum og gætir þess að spyrja ekki um neitt sem gæti komið sínum viðmælendum í vandræði.  En núna fer hann heldur betur langt yfir strikið með því að leyfa Finni Ingólfssyni, sem löngum hefur verið talinn holdgerfingu um spillingu í viðskiptum, að koma fram í sjónvarpi, níða þar niður fjarstadda menn og ljúga svo upp í opið geðið á Sigmundi Ernir að hann hafi aldrei hagnast persónulega um eina einustu krónu í sínum viðskiptum og hann sé í raun saklaus bóndi á Skeiðum og Sigmundur Ernir er ekki meiri maður en það að hann kokgleypir allt kjaftæðið frá einum spiltasta manni í íslenskri viðskiptasögu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég held þú sért með ofrausn þegar þú segir þá hafa borgað 14 milljarða fyrir Vís, mig minnir að það hafi endað í einhverju miklu minna, kannski helmingi minna.....? Finnur er helvítskur drullusokkur, Sverrir er örugglega eins og kórdrengur við hliðina á honum. Sá í héraðsblaði á dögunum að sveitarstjórn á Skeiðum hafði döngun í sér til að hafna beiðni frá "bóndanum" um að borga fyrir hann malbik á 200 metra heimreið...? Það er óhætt að segja að margur verði af aurum api. Ótrúlegt að láta sér detta þessi Gyðingsháttur í hug. Annars er það móðgun við Gyðinga að bera hann saman við þá....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.11.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Hafsteinn það fór eins og ég sagði að Sverrir myndi svara fyrir sig og það gerði hann í fréttum á Stöð 2 í kvöld.  Þar koma fram að söluverð VÍS sem finnur sagði að hefði verið 14 milljarðar var ekki nema 6,5 milljarður.  Einnig kom fram hjá Sverrir að' Finnur Ingólfsson væri spilltasti stjórnmálamaður sögunnar að undanskildum Halldóri Ásgrímssyni, sem var nú lærifaðir Finns.

Jakob Falur Kristinsson, 19.11.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband