Útflutningur

flökÁ fyrstu níu mánuðum ársins hefur útflutningur ferskra þorskflaka dregizt saman um 30% eða um tæp 2.600 tonn miðað við sama tíma í fyrra. Þótt 18% verðhækkun hafi orðið á milli ára er útflutningsverðmæti nú nálægt 1,1 milljarði lægra en í fyrra, en í lok september síðastliðins hafði árið skilað um 5,3 milljörðum.

Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart, þegar búið er að skerða þorskveiðar um rúm 30% hlýtur það auðvitað að koma fram í útflutningi.  Þessi kvótaskerðing veldur líka því að minna magn af þorski er til sölu á fiskmörkuðum, en þau fyrirtæki sem hafa verið stærstir í þessum útflutningi og brautryðjendur eru ekki með eigin útgerð og verða því alfarið að stóla á fisk frá fiskmörkuðum og þetta hefur þeim tekist vegna þess að þau selja alla sína framleiðslu á hæðstu verðum. 

Þetta er ein staðfestingin í viðbót um nauðsyn þess að skilja að vinnslu og veiðar og allur fiskur verði seldur á fiskmörkuðum.  Með því væru allir að keppa á jafnréttis grundvelli, en í dag eru fiskvinnslur án útgerðar að kaupa sinn fisk á miklu hærra verði en þau fyrirtæki sem kaupa fisk af eigin skipum á lámarksverði.  Þetta hefði átt að vera einn liðurinn í hinum svokölluðum "mótvægisaðgerðum" ríkisins.  Því þá hefðu sjómenn fengið mikla kjarabót í stað rúmlega 30% skerðingu á sínum tekjum.

Eins og staðan er í dag að fyrirtæki sem eru með eigin útgerð, geta ekki keppt við hin fyrirtækin í að greiða þokkalegt verð fyrir fiskinn.  Heldur verða þau að fá fisk til vinnslu af eigin skipum sem í raun er niðurgreiddur af sjómönnum.  Enda er staðan víða að verða þannig að erfitt er að manna skip sem eru í föstum viðskiptum og fá aðeins lámarksverð fyrir fiskinn, en eins og kunnugt er byggja laun sjómanna að mestu leyti á því hvaða verð fæst fyrir fiskinn.


mbl.is Minna utan af þorskflökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem við vitum bæði er að það er þjóðinni lífsnauðsynlegt að rippa upp þetta fjandans fiskveiðistjórnunarkerfi, því miður verður það ekki gert meðan varðhundur kerfisins, sá sem er fæddur og alinn upp í fiskveiðibænum Bolungarvík situr að þeim kjötkatli.  Það nægir sum sé ekki að þekkja á eigin skinni mikilvægi veiða.  Það hljóta að gilda önnur viðmið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2007 kl. 11:04

2 identicon

Auðvitað væri best fyrir sjómenn að allur fiskur fari á markað.  Ég er á línubát þar sem allur fiskur fer á markað fyrir utan þorsk. Þorskverðið hefur verið markaðstengt en núna höfum við verið að landa beint á markaðinn s.l. vikur og er verðið orðið alveg svakalegt, þannig að við höfum væntanlega töluvert uppí 30% kvótaskerðinguna í hærra þorskverði.

En þá verður mér stundum hugsað til gömlu vinnufélaga minna sem eru á línubát sem landar öllum þorski í vinnslu á verðlagsstofuverði (fá að setja annað á markað), en þeir eru að fá í dag fyrir slægðan þorsk u.þ.b. 100kr lægra verð pr.kg en við fáum fyrir óslægðan þorsk á fiskmarkað.

Þess ber einnig að geta að t.d. línuþorskur er að lang mestu leiti seldur í beinum viðskiptum eða um 80-95%

Þorsteinn Bjarki Ólafsson 19.11.2007 kl. 12:02

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þú segir nokkuð Þorsteinn ekki nema 100 króna verðmunur á fiskinum eftir því hvort hann fer á fiskmarkað eða er í beinum viðskiptum og samt fer fiskurinn óslæg'ður á markaðinn en slægður í beinum viðskiptum og er þá verð munurinn í raun mun meiri.  En hvers vegna geta ekki fiskvinnslur með eigin útgerð keppt við þá sem þurfa að kaupa allan sinn fisk á mörkuðum.  Þeir aðilar sem eru að borga yfir100 krónum hærra verð fyrir þorskkílóið eru ekki að gera það af tómri góðmennsku.  Nei þeir geta gert þetta með góðum rekstri og geta haft hagnað út úr því samt.  Þótt verðið sé markaðstengt er það yfirleitt ekki nema að litlum hluta og skipti því ekki miklu máli.  Það sem þú ert að segja frá er staðfesting á því sem ég skrifaði um, að ef allur fiskur færi á fiskmarkað yrði það mikil kjarabót fyrir sjómenn.

Jakob Falur Kristinsson, 19.11.2007 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband