Boeing

Bandarískir ráðamenn þrýsta á flugvélaframleiðandann Boeing um að stunda ekki viðskipti við Icelandair Group vegna Kúbuferða íslenska fyrirtækisins. Stjórnvöldum vestanhafs er illa við að Boeing vélar séu notaðar til að fljúga til og frá Kúbu, þar sem að Bandaríkjamenn hafa haldið uppi viðskiptabanni við Kúbu í áratugi.

Hvern andskotann kemur Bandaríkjamönnum við hvort okkar flugvélar fljúga.  Þótt þeir séu með viðskiptabann á Kúpu er það ansi mikill yfirgangur að heimta að önnur lönd sniðgangi þetta land.  Ég reikna fastlega með því að Icelandair Group hafi greitt fyrir þessar flugvélar sínar og eigi þar með að ráða hvert þær fljúga.  Ef þeir komast upp með þetta þá þýðir það einfaldlega að flest flugfélög hætta að skipta við Booeing-verksmiðjurnar.  Hvað verður næst?  Verður kannski bannað að selja ameríska bíla til þeirra sem einhvern tíman hafa farið til Kúbu?  Við eru sjálfstæð þjóð og eigum ekki að hlusta á þetta kjaftæði.


mbl.is Finna að Kúbu-flugi íslenskra flugfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Flugvélar hafa íslensku fyrirtækin keypt á kaupleigu sem kallað er. Þannig eru þær ennþá ekki komnar í eigu félagsins. Annað hvort er þá eitthvert kaupleigufyrirtæki í bandaríkjum Ameríku, eða Boeing sjálft, sem er í raun formlegur eigandi vélanna. Þar með er Boeing óheimilt að eiga viðskipti við Kúbu í gegn um þessar vélar, að viðlögðum refsingum, þó svo að um visst eignarhald íslenska félagsins sé að ræða á vélunum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.11.2007 kl. 10:38

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Jakob Óþolandi afskiptasemi af fyrirtækjum hér á landi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2007 kl. 10:59

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þetta sýnir okkur hvað þetta samfélag vestanhafs er brenglað,þeim kemur þetta einfaldlega ekki við.

Þetta er svipað og sá sem selur okkur bíl,vil ákveða hverjum við bjóðum í bíltúr.

María Anna P Kristjánsdóttir, 19.11.2007 kl. 11:08

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

bandaríkjamenn vilja nú helst af öllu stjórna heiminum, ekki satt?

Guðrún Jóhannesdóttir, 19.11.2007 kl. 11:46

5 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Það er kominn tími til að stjórnvöld í Washington sætti sig við að þau glötuðu yfirráðum sínum á Kúbu og að þau hætta að refsa Kúbversku þjóðinni fyrir að sitja upp með sjálfskipaðan einræðisherra.

Jón Þór Ólafsson, 19.11.2007 kl. 12:58

6 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Boeing verksmiðjurnar eru gríðarlega stór hergagnaframleiðandi í Bandaríkjunum. Þar á bæ taka menn sko ekki eitthvert íslenskt grúpp framyfir sína mjólkurkú.

Legg til að Íslendingar banni alla þjónustu við þá sem flogi hafa til Guantanamo.

Soffía Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 13:01

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Predikarinn: Þú segir að flugvélar Icelanair Group vera keyptar á kaupleigu og vera þar með í eigu fyrirtækja í Bandaríkjunum og geti því ekki stundað viðskipti við Kúpu.  Nú veit ég ekki hvernig fjármögnun á þessum vélum er hátta.  En þótt þær hafi verið keyptar á kaupleigu eru þær skráðar hér á landi sem íslenskar flugvélar og ég veit ekki betur en ef þú skoðar ársreikning Icelanair Group þá er þessar vélar bókfærðar sem eign og afskrifaðar í samræmi við það.  Það er löngu liðin tíð að kaupleigur skrái þær eignir sem keyptar eru með þeim hætti sem sína eign, þetta var gert á fyrstu starfsárum hinna íslensku kaupleigufyrirtækja en með breyttum skattalögum og heimilda til afskrifta eru í dag allar eignir sem keyptar eru á kaupleigu skráðar sem eign kaupandans og kaupleigusamningurinn færð í bókhaldi sem skuld við kaupleigufyrirtækið.  Og þegar flugvél er skráð hér á landi er hún skráð sem eign viðkomandi flugfélags.  Hvernig heldur þú að ástandið væri hér á landi þar sem viðskiptahallinn er um sjö þúsund milljarðar ef allir þeir aðilar sem eiga í raun þá upphæð gerðu kröfu um að allar eignir sem þessir fjármunir hafa farið í, teldust eign þeirra.  Ég vil líka benda á að flest bílaumboðin selja nýja bíla á kaupleigu og alltaf eru þeir skráðir sem eign kaupandans.

Ykkur hinum sem hafa skrifað athugasendir er ég sammála.

Jakob Falur Kristinsson, 19.11.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband