Félagslegar íbúðir

DagurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að það séu ekki til neinar skyndilausnir á því hvernig hægt að leysa þann vanda sem ríkir á fasteignamarkaði. Að sögn Dags bíða 1.600 eftir félagslegu húsnæði hjá sveitarfélögunum í landinu en samt sem áður eru fá sveitarfélög önnur en Reykjavíkurborg sem ætlar að byggja slíkt húsnæði á næstunni. Dagur sagði á fasteignaráðstefnu Kaupþings að nýr meirihluti ætli að takast á við vandann og setja hann í forgang.

 

Það er ekkert skrýtið þótt lítið sé byggt af félagslegu húsnæði á landsbyggðinni.  Þar er allt ein rjúkandi rúst og fjöldi íbúða á hinum ýmsu stöðum standa auðar og fólk er að flýja þessa staði í stórum stíl.  Því þar sem ekki er góðir tekjumöguleikar er ekki hægt að búa.  Ætli séu ekki eitthvað á milli 5-10 þúsund íbúðir og einbýlishús auð á landsbyggðinni og ekkert sem bendir til að það ástand breytist á næstu árum.


mbl.is Fá sveitarfélög sem hyggjast byggja félagslegt húsnæði á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn veltir fyrir sér hvort einhver sveitarfélög líti svo á að íbúar félagslegs húsnæðis séu ekki líklegir til að greiða nokkuð útsvar af viti, þannig að sveitarfélagið hafi á endanum meiri kostnað af þeim en tekjur ... og vilji fólkið ekki í bænum.

Púkinn, 21.11.2007 kl. 14:42

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Fólk sem ekki hefur vinnu og þar af leiðandi engar tekjur, greiðir ekki eitt né neitt, hvort það heitir útsvar eða eitthvað annað.

Jakob Falur Kristinsson, 21.11.2007 kl. 17:21

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sveitarfélög á landsbyggðinni geta ekki lengur reynt að fæla frá sér fólk sem þarf meiri þjónustu. Síðan er kvartað undan að enginn vilji búa úti á landi.

Ég segi;  það á að vera sjálfsagt mál að fólk geti búið áfram í sínu byggðarlagi, þó eittvað bjáti á.  Það þarf að gera átak í því að efla ýmsa félagslega þjónustu á landsbyggðinni og sérhæfða þjónustu í vissum byggðakjörnum á landsbyggðinni.

Það er byggðastefna, en ekki reka alla sem eiga við vanheilsu að stríða í öryrkjablokkir í Reykjavík. 

Jón Halldór Guðmundsson, 22.11.2007 kl. 01:00

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þetta er rétt hjá þér Jón Halldór, en málið er bara það að ekkert er gert og engin byggðastefna virðist vera til.

Jakob Falur Kristinsson, 22.11.2007 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband