Síld

síldÞað var óvenjuleg sjón sem blasti við Hólmurum þegar birta tók í morgun. Síldarbáturinn Áskell EA 48 var kominn inn á Breiðasund fyrir innan Hvítabjarnarey og var farinn að kasta á síld. Það hefur aldrei gerst áður, fullyrða gamlar Hólmarar, að hringnót hafa verið kastað svona innarlega í Breiðafirði. Skipstjórinn á Áskeli þurfti lóðs til að komast á nýju miðin.

Já síldin er farin að veiðast á fleiri stöðum en í Grundarfirði hún er greinilega út um allt í Breiðafirði. Það var einhver að fullyrða í útvarpinu fyrir stuttu að þessar miklu veiðar í Grundarfirði yrðu til þess að þessi stofn yrði veiddur upp.  En allt slík er nú bara kjaftæði því það magn sem mældist fyrir stuttu í Grundarfirði var talið vera um 600 þúsund tonn og nú kemur í ljós að hún er víðar og magnið því mun meira.  Leyfilegur aflakvóti er hinsvegar aðeins 150 þúsund tonn, þannig að ekkert er verið að ganga nærri stofninum með þessum veiðum.  Hinsvegar í ljósi niðurskurðar á þorskkvótanum teldi ég rétt að auka síldarkvótann núna um a.m.k. 50-100 þúsund tonn og yrði að landa þeim afla í höfnum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum til að skapa þar aukna vinnu til að bæta fyrir niðurskurð í þorskveiðum.  Það hlýtur að vera sárt hjá íbúum margra staða t.d. Grundarfjarðar að þurfa að horfa upp á það dag eftir dag að síld sé mokað upp rétt fyrir framan höfnina og síðan siglt með aflann til Eyja eða austur á firði til vinnslu. 


mbl.is Þurfti lóðs til að komast á síldarmiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Er ekki Breiðafjörðurinn umhringdur af fjörðum og víkum, ég veit ekki betur.

Jakob Falur Kristinsson, 21.11.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Haukur Randversson

fyrir 3 eða 4 árum síðan sigldi ég upp alla ólsavíkina þar sem að er um 23 faðma botndýpi en þá sýndi mælirinn hjá mér 3 faðma og svona siglidi ég um 3 mílur á annan kantinn það hefði verið gaman að mæla hana þá á hinn kantinn til að fá ca mælingu á þá torfu sem var þar þá þessi torfa fór síðan inneftir í átt að búlandshöfða og sennilega svo inná grundarfjörð

Haukur Randversson, 21.11.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband