Kaupæði

Sala á sementi til húsbygginga hefur verið talinn góður... Seðlabankinn segir, að vísbendingar um einkaneyslu í október bendi til svipaðs vaxtar og var á þriðja fjórðungi ársins. Fram kemur m.a. í hagvísum bankans, að heildarsala sements var u.þ.b. jafnmikil fyrstu tíu mánuði ársins og á sama tímabili í fyrra, þrátt fyrir samdrátt í sölu til stóriðju. Í október var sementssala án stóriðju 11½% meiri en á sama tíma í fyrra, sem er ívið meiri vöxtur en á þriðja fjórðungi ársins.

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós, það sem Steingrímur Hermannsson sagði eitt sinn; "Að hér á landi giltu ekki sömu lögmál´í efnahagsmálum en í öðrum löndum"og margir hlógu að.  En hvað segja þeir nú sem hlógu hæst þegar í ljós kemur að þetta var allt hárrétt hjá Steingrími eins og svo margt annað sem hann sagði sá ágæti stjórnmálamaður.  Hrun Framsóknar byrjaði um leið og Steingrímur lét af formennsku í flokknum og Halldór tók við.


mbl.is Ekkert lát virðist á einkaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér eins og venjulega.  Steingrímur var maður fólksins, hjarta hans sló á landsbyggðinni.  Og það var margt sem hann sagði sem var satt og rétt.  Þó fólk sæi það ekki fyrir þá.  Ég man að einu sinni hvatti hann fólk til að borða grjónagraut, og herða sultarólina, eyða minna. 

Ég er líka sammála þér í því að niðurleið flokksins byrjaði með H.Á.  Þar sem hann reyndi að gera flokkinn að borgarflokki, sem hann er ekki.  Síðan hefur spillinginn tröllriðið flokknum.  Hefur sennilega alla tíð gert, eins og SÍS og slík fornaldarskrímsl, sem vonandi verða að nátttröllum fyrr en seinna í íslensku þjóðfélagsgerðinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2007 kl. 13:13

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Íslendingar eru FÍKLAR í öllum atriðum... SjÁ: Nikotínfíkn, áfengisfíkn, matarfíkn. kynlífsfíkn, athyglisfíkn... Hvernig væri að horfa á fíknina Sjálfstætt...?

.Atvinnu stjórnmálamenn sem vilja halda sér á lofti og koma sér á frammfæri...Valdafíkn?

Kaupæði landans núna fyrir næstkomandi Jól verður ekki stoppað... Kretitkortin sjá til þess að einstaklingar geta skuldfært sig án allra takmarkana...

Í febrúar 2008 verður jólainnkaup Landans skuldfærð og þá kemur umframeyðslan í ljós...Þá vorkennum við eyðsufíklunum sem eiga á hættu að missa húsnæði sitt vegna ofneyslu fyrri mánaða.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 23.11.2007 kl. 15:31

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammál ykkur báðum

Jakob Falur Kristinsson, 23.11.2007 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband