Of mikil lífsgæði

Mynd 445471„Þetta segir okkur einfaldlega að við höldum ekki nægilega vel á spöðunum og höfum of mikið fyrir lífsgæðunum," segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, um þá staðreynd að Ísland er í 18. sæti yfir lönd með mesta landsframleiðslu á klukkustund, en í 5. sæti OECD- ríkja hvað varðar mesta landsframleiðslu á mann. 

Stefán segir landsframleiðslu á klukkustund vera mun betri mælikvarða á lífskjör þjóðar og skipan efnahagsmála en landsframleiðslu á mann. „Ef við værum öll í þrælabúðum með 80 stunda vinnuviku gætum við eflaust kýlt upp framleiðsluna á mann. En lífskjörin yrðu hins vegar töluvert verri fyrir vikið. Rannsóknir hafa sýnt fram á sterkt samband á milli langs vinnutíma og lítillar framleiðslu á klukkustund, enda eykur vinnulengd þreytu starfsmanna og dregur þannig úr nýtingu á vinnustundum," segir Stefán.

Sem dæmi leiddi yfirvinnubann hér á landi á níunda áratugnum í ljós að hægt var að ná sömu afköstum á styttri vinnutíma, og stytting hámarksvinnutíma í Frakklandi virðist ekki hafa leitt til minni landsframleiðslu.

Ég er sammála Stefáni hvað þetta varðar, en þetta á ekki aðeins við um vinnustaðina, heldur fer þetta líka inn á heimili fólks.  Það er staðreynd að þetta mikla lífsgæðakapphlaup kemur líka fram í því að foreldrar eyða sífellt minni tíma með börnum sínum sem aftur leiðir til að börnum er hættara við að lenda í slæmum félagsskap, fara fyrr að neyta áfengis, reykja og síðan koma eiturlyfin.  Það er margoft sannað að besta forvörn í öllum þeim málum er að foreldrar gefi sér meiri tíma með börnum sínum.  Það getur verið flott og fínt að eiga stórt hús búið öllum flottustu húsgögnum, fína og flotta bíla og vinna og vinna til að ná því takmarki, en ansi er það nú lítils virði á móti lífi barns.  Börnin eru dýrmætustu eign sem nokkur maður getur eignast og því ber að varðveita hana sem slíka.  Þeir foreldrar sem hafa orðið fyrir þeirri skelfilegu reynslu að missa barn sitt, sjá þá allt í einu hvað hinir dauðlegu hlutir eru lítils virði.  Við eigum að gera allt til að láta okkar börnum líða vel og hugsa vel um þau.  Vinnan er nánast aukaatriði borið saman við hamingjusamt barn.


mbl.is Höfum of mikið fyrir lífsgæðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góð grein og vonandi vekur hún sem flesta til umhugsunar um, hvað það er sem gefur lífinu raunverulega gildi.  Við lestur þessara greinar rifjaðist upp fyrir mér gamalt útvarpsviðtal við Breta, hann var spurður að því hvernig honum líkaði á Íslandi og hvort honum fyndist ekki Íslendingar vinna mikið.  Hann hugsaði sig lengi um en sagði svo:  "Íslendingar eru mikið í vinnunni".  Þetta segir okkur aðallega það að "effektífur" vinnutími á Íslandi er ekkert mikill.  Þetta styður það sem þú segir í þessari grein fullkomlega.

Jóhann Elíasson, 24.11.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Denny Crane

Ef ég vil vinna meira en 40, 50 eða 60 stundir á viku þá getur Ríkið ekkert bannað mér það. Svoleiðis pólitík ber að hafna, stenst varla stjórnarskrá og hvað þá almennt siðferði. Hvaða bann kæmi næst?

Denny Crane, 24.11.2007 kl. 17:38

3 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Góð hugleiðing  hjá  þér Jakob um  raunveruleg  verðmæti.  Ég  er  alveg  sammála  þér um  að  okkar  mestu  verðmæti  liggja  í börnunum okkar og  framtíð  þeirra  og  hvernig  við  búum þau  undir lífið.   Það  er á okkar ábyrgð að  styðja  börnin af  stað  og  ráðleggja þeim um það sem er gott og vont.  Ég  er  einn af  þeim sem hef  stundum látið  lífsgæðakapphlaupið  fá meiri tíma en börnin  mín og  ég  skammast mín  oft fyrir það.   Við  þurfum að  meðhöndla  börnin okkar sem verðmæti og  gefa  þeim  tíma  í  samræmi  við  það.  Við  berum ábyrgð á því  hvað  börnin  okkar  borða  og  kannski er  holdarfar  barna á Íslandi og  í hinum vestræna heimi gott merki um  sinnuleysi  foreldranna.  Við  berum líka ábyrgð á  því  hvað  börnin okkar taka inn  af  andlegu  fóðri  í  formi  sjónvarpsefnis, lesefnis og  tölvuleikjum  osfrv.   Við  þurfum einfaldlega að taka  meiri  ábyrgð  á okkur sem foreldrum.   Þakka  þér  fyrir góða  hugvekju Jakob.. 

Bestu kveðjur  og  hafðu það eins og þú vilt..

Magnús G.

Magnús Guðjónsson, 24.11.2007 kl. 22:33

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Styrmir, ég er ekki að tala um að enginn megi vinna langan vinnutíma ef hann kýs það og sumir verða hreinlega að gera það, ég þekki það mjög vel frá því að ég starfaði sem vélstjóri á sjó.  Boð og bönn frá Ríkinu leysa aldrei neinn vanda.  Ég er einfaldlega að benda á að láta lífsgæðakapphlaupið EKKI bitna á okkar börnum ef við höfum tök á að gera það en auðvitað eru alltaf til undantekningar frá öllu.

Jakob Falur Kristinsson, 25.11.2007 kl. 00:19

5 identicon

Mér finnst að flestir sem tjá sig um þessa frétt séu að misskilja hana. Það virðist augljóst að Íslendingar eigi heimsmet í því að hanga sem lengstan tíma á vinnustaðnum og það köllum við "að vinna mikið" og þykjumst góð.

Aðalatriði fréttarinnar er að við afköstum skelfilega litlu per tíma og það ætti að vera hægt með breytingu á launafyrirkomulagi og með því að skipuleggja vinnuna einsog gerist hjá þeim þjóðum sem við miðum okkur við.

Þeir sem nenna að lesa mína skoðun á málinu geta séð hana hér:

http://jon-bragi.blog.is/blog/jon-bragi/entry/340595/

jon bragi 26.11.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband