25.11.2007 | 10:24
Bréf Elsu
Ég sagði frá því í gær að ég ætlaði að fjalla aðeins um bréf Elsu vegna ákveðins dóms Hæstaréttar.
Eins og Elsa segir í sínu bréfi, var arfurinn sem slíkur ekki aðalatriði þeirra sem sóttu þetta mál, heldur að reyna að koma í veg fyrir fyrir misbeitingu þeirra sem minna mega sín og ekki hafa tök á að verja sig. Engin ný gögn voru lögð fram við meðferð málsins fyrir Hæstarétti varðandi andlega heilsu konunnar enda var veslings konan mjög illa á sig komin andlega eins og sjúkragögn staðfesta. En konan var þungt haldin af Alzheimer sem eins og flestum er ljós hefur þau áhrif að viðkomandi fylgist illa með og smátt og smátt fer viðkomandi nánast inn í eigin heim sem lokaður er öðrum, hann missir fljótt minnið og hættir að fylgjast með hvað er að gerast í hans nánasta umhverfi og jafnvel þekkir ekki eða skilur sína nánustu ættingja. Læknir sá er annaðist viðkomandi konu gaf læknaskýrslu 10 mánuðum áður en hin umdeilda erfðaskrá var gerð og segir þar m.a. að hún hafi verið komin með gleymsku, sem hafi byrjað 1993 og að hún hafi funkerað illa nema með systur sinni, auk þess sem niðurstaða myndatöku hafi sýnt að um Alzheimersjúkdóm var að ræða. Lét sérfræðingurinn í öldrunarlækningum þau orð falla við dómkvaðningu í Héraðsdómi sem Hæstiréttur notar síðan sem sem lykilorð við sinn úrskurð. Hvorugur þeirra lögfræðinga sem komu að gerð erfðarskrárinnar kynntu gömlu konunni innihald hennar og hvorugur sá ástæðu til að óska eftir læknisvottorði, þrátt fyrir mikil veikindi gömlu konunnar. Hæstiréttur sá þó ástæðu til að geta þess að um formgalla væri að ræða.
Ég er ekki löglærður maður og þær skoðanir sem ég set fram eru einungis byggðar á því að ég tel mig, þrátt fyrir mín veikindi, hafa heilbrigða hugsun í lagi og þar sem Hæstiréttur bendir á að formgalli hafi verið á erfðarskránni, þá hefði ég talið að um leið væri hún ógild. Út á hvað braut er Hæstiréttur að fara að kveða upp dóm sem byggir á gölluðu skjali. Taka þeir gott og gilt hvað sem er hversu gallað og vitlaust sem það er? Maður hefur nú kynnst ýmsu skrýtnu um ævina en alltaf hef ég borið virðingu fyrir Hæstarétti og talið að hann fylgdi ávallt þeirri reglu að sannleikurinn í hverju máli væri það sem þyngst ætti að vega í hverju máli. En eftir að hafa lesið bréf Elsu og kynnt mér frekari málavexti er virðing mín fyrir Hæstarétti minni en engin. Ég hef sjálfur orðið fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera dæmdur af Hæstarétti og þurfti í framhaldi af því að sitja í fangelsi í nokkra mánuði, en miðað við þennan dóm hefði ég getað sloppið ef mig hefði grunað að hægt væri að spila með Hæstarétt og jafnvel leggja þar fram gölluð skjöl. Ég held að Elsa hitti alveg naglann á höfuðið þegar hún segir í bréfi sínu; "Ég held að dómur þessi hafi í raun ekkert með málið að gera. Það var bara yfirskyn. Það vill svo til að annar lögfræðingurinn er tengdadóttir erfingjans, læknisins á Akureyri, samdi þessa erfðaskrá sem um er að ræða og sagði í vitnaleiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur ekki muna eftir því hvort hún hafi farið yfir eða lesið innihald erfðarskrárinnar fyrir systrunum. Lögbókandinn lögfræðinautinn sagði fyrir dómi að hann hefði ekki kynnt systrunum innihald erfðaskrárinnar." Það virðist því í raun hafa verið ásetningur Hæstaréttar að standa vörð um lögfræðistéttina og passa að ekki félli blettur á hana og þá kemur aftur að því sem ég hef áður sagt að samtrygging hinna ýmsu stétta hér á landi er með ólíkindum og ekki er það svo skárra þegar eiðsvarin vitni hreinlega ljúga fyrir dómsstólum til að þóknast ákveðnum aðilum til að fá fram fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Þótt það komi ekki fram í bréfi Elsu er mér kunnugt um að læknir sá sem annaðist gömlu konuna ákvað að taka hana af lyfi því sem henni var gefið við Alzheimersjúkdóminum til að kanna hvaða áhrif það kynni að hafa. Þá var konunni samt gefið lyfið áfram og við nánari athugun kom í ljós að læknirinn ungi sem fékk arfinn hafði gefið út lyfseðla fyrir lyfinu og ákveðið án samráðs við þann læknir sem annaðist konuna, að hún ætti að taka þetta lyf áfram. Þannig að ljóst er að hinn ungi læknir sem nú fagnar nýfengnum arfi, braut allar siðareglur lækna og ætti með réttu að vera sviptur sínum læknisréttindum og sama ætti að gilda um lögfræðingana tvo sem sömdu þessa umdeildu erfðaskrá. Ég hef heyrt margar ljótar sögur þegar verið er að hafa fé af gömlu fólki sem ekki veit lengur sínu fulla viti, en þetta er það allra ljótasta sem ég hef heyrt um. Því þarna er hreinlega um skipulagðan glæp að ræða með þátttöku fjölda manns og svo kórónar Hæstiréttur alla vitleysuna og um leið glæpinn með sínum fáránlega dómi. Ef Hæstiréttur ætlar að standa undir nafni ætti hann að sjá sóma sinn í því að taka þetta mál upp aftur, annars er hætt við að lítill munur verði á honum og dómstóli götunnar. Þá verður heldur betur veisla hjá glæpamönnum þessa lands. Einnig ætti Landlæknisembættið að huga að sínum þætti í þessu ljóta máli. Mál þetta er ljótur blettur á okkar íslenska dómskerfi.
Nú getur allur undirheimalýðurinn komið fram í dagsljósið og gert hvað sem þeim sýnist, því HÆSTIRÉTTUR er lamaður og óvirkur eins og ástandið er nú á þeim bæ.
Ég vil að lokum taka skýrt fram að ég hef persónulega engra hagsmuna að gæta í þessu máli, fór í byrjun að skrifa um þennan dóm vegna þess að hann vakti athygli hjá mér, ég las hann á vef Hæstaréttar og síðan fékk ég bréfið frá Elsu og fór þá að afla mér sem mestrar upplýsinga um hvað þetta snérist í raun og veru. Ég hef einnig alltaf verið mjög gagnrýninn á hið svokallaða samtryggingarkerfi í okkar þjóðfélagi og er það af þeirri ástæðu EINNI sem ég hef verið að skrifa um þetta mál. En bréfið hennar Elsu mun áfram vera til skoðunar undir liðnum Hæstiréttur vinstra megin á síðunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:31 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
53 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Óvænt útsýni, hæfileikakeppni og ... tónleikarnir
- Hrekkjavaka skemmtir Skrattanum þegar hann lætur börnin finna fyrir nærveru Helvítis
- -femínistaskólinn-
- Þetta sem þau tóku af okkur og gætu tekið aftur
- Jafnaðarmenn allra landa og skattahækkanir
- Þegar líkin koma á færibandi inn á borð ráðherra
- Ráðherrann II
- Spáð í ársmeðalhitann
- Biden bítur börn
- Mál- og skoðanafrelsi
Athugasemdir
Hafi ég lesið rétt (sem ég vona, því annars þarf ég að fara að rifja upp lestrarkunnáttuna), þá hefur virðingu minni fyrir Hæstarétti stórhrakað.
Jóhann Elíasson, 25.11.2007 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.