Bréf Elsu

Ég sagði frá því í gær að ég ætlaði að fjalla aðeins um bréf Elsu vegna ákveðins dóms Hæstaréttar.

Eins og Elsa segir í sínu bréfi, var arfurinn sem slíkur ekki aðalatriði þeirra sem sóttu þetta mál, heldur að reyna að koma í veg fyrir fyrir misbeitingu þeirra sem minna mega sín og ekki hafa tök á að verja sig.  Engin ný gögn voru lögð fram við meðferð málsins fyrir Hæstarétti varðandi andlega heilsu konunnar enda var veslings konan mjög illa á sig komin andlega eins og sjúkragögn staðfesta.  En konan var þungt haldin af Alzheimer sem eins og flestum er ljós hefur þau áhrif að viðkomandi fylgist illa með og smátt og smátt fer viðkomandi nánast inn í eigin heim sem lokaður er öðrum, hann missir fljótt minnið og hættir að fylgjast með hvað er að gerast í hans nánasta umhverfi og jafnvel þekkir ekki eða skilur sína nánustu ættingja.  Læknir sá er annaðist viðkomandi konu gaf læknaskýrslu 10 mánuðum áður en hin umdeilda erfðaskrá var gerð og segir þar m.a. að hún hafi verið komin með gleymsku, sem hafi byrjað 1993 og að hún hafi funkerað illa nema með systur sinni, auk þess sem niðurstaða myndatöku hafi sýnt að um Alzheimersjúkdóm var að ræða.  Lét sérfræðingurinn í öldrunarlækningum þau orð falla við dómkvaðningu í Héraðsdómi sem Hæstiréttur notar síðan sem sem lykilorð við sinn úrskurð.  Hvorugur þeirra lögfræðinga sem komu að gerð erfðarskrárinnar kynntu gömlu konunni innihald hennar og hvorugur sá ástæðu til að óska eftir læknisvottorði, þrátt fyrir mikil veikindi gömlu konunnar.  Hæstiréttur sá þó ástæðu til að geta þess að um formgalla væri að ræða.

Ég er ekki löglærður maður og þær skoðanir sem ég set fram eru einungis byggðar á því að ég tel mig, þrátt fyrir mín veikindi, hafa heilbrigða hugsun í lagi og þar sem Hæstiréttur bendir á að formgalli hafi verið á erfðarskránni, þá hefði ég talið að um leið væri hún ógild.  Út á hvað braut er Hæstiréttur að fara að kveða upp dóm sem byggir á gölluðu skjali.  Taka þeir gott og gilt hvað sem er hversu gallað og vitlaust sem það er?  Maður hefur nú kynnst ýmsu skrýtnu um ævina en alltaf hef ég borið virðingu fyrir Hæstarétti og talið að hann fylgdi ávallt þeirri reglu að sannleikurinn í hverju máli væri það sem þyngst ætti að vega í hverju máli.  En eftir að hafa lesið bréf Elsu og kynnt mér frekari málavexti er virðing mín fyrir Hæstarétti minni en engin.  Ég hef sjálfur orðið fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera dæmdur af Hæstarétti og þurfti í framhaldi af því að sitja í fangelsi í nokkra mánuði, en miðað við þennan dóm hefði ég getað sloppið ef mig hefði grunað að hægt væri að spila með Hæstarétt og jafnvel leggja þar fram gölluð skjöl.  Ég held að Elsa hitti alveg naglann á höfuðið þegar hún segir í bréfi sínu; "Ég held að dómur þessi hafi í raun ekkert með málið að gera.  Það var bara yfirskyn.  Það vill svo til að annar lögfræðingurinn er tengdadóttir erfingjans, læknisins á Akureyri, samdi þessa erfðaskrá sem um er að ræða og sagði í vitnaleiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur ekki muna eftir því hvort hún hafi farið yfir eða lesið innihald erfðarskrárinnar fyrir systrunum.  Lögbókandinn lögfræðinautinn sagði fyrir dómi að hann hefði ekki kynnt systrunum innihald erfðaskrárinnar."  Það virðist því í raun hafa verið ásetningur Hæstaréttar að standa vörð um lögfræðistéttina og passa að ekki félli blettur á hana og þá kemur aftur að því sem ég hef áður sagt að samtrygging hinna ýmsu stétta hér á landi er með ólíkindum og ekki er það svo skárra þegar eiðsvarin vitni hreinlega ljúga fyrir dómsstólum til að þóknast ákveðnum aðilum til að fá fram fyrirfram ákveðna niðurstöðu.  Þótt það komi ekki fram í bréfi Elsu er mér kunnugt um að læknir sá sem annaðist gömlu konuna ákvað að taka hana af lyfi því sem henni var gefið við Alzheimersjúkdóminum til að kanna hvaða áhrif það kynni að hafa.  Þá var konunni samt gefið lyfið áfram og við nánari athugun kom í ljós að læknirinn ungi sem fékk arfinn hafði gefið út lyfseðla fyrir lyfinu og ákveðið án samráðs við þann læknir sem annaðist konuna, að hún ætti að taka þetta lyf áfram.  Þannig að ljóst er að hinn ungi læknir sem nú fagnar nýfengnum arfi, braut allar siðareglur lækna og ætti með réttu að vera sviptur sínum læknisréttindum og sama ætti að gilda um lögfræðingana tvo sem sömdu þessa umdeildu erfðaskrá.  Ég hef heyrt margar ljótar sögur þegar verið er að hafa fé af gömlu fólki sem ekki veit lengur sínu fulla viti, en þetta er það allra ljótasta sem ég hef heyrt um.  Því þarna er hreinlega um skipulagðan glæp að ræða með þátttöku fjölda manns og svo kórónar Hæstiréttur alla vitleysuna og um leið glæpinn með sínum fáránlega dómi.  Ef Hæstiréttur ætlar að standa undir nafni ætti hann að sjá sóma sinn í því að taka þetta mál upp aftur, annars er hætt við að lítill munur verði á honum og dómstóli götunnar.  Þá verður heldur betur veisla hjá glæpamönnum þessa lands.  Einnig ætti Landlæknisembættið að huga að sínum þætti í þessu ljóta máli.  Mál þetta er ljótur blettur á okkar íslenska dómskerfi.

Nú getur allur undirheimalýðurinn komið fram í dagsljósið og gert hvað sem þeim sýnist, því HÆSTIRÉTTUR er lamaður og óvirkur eins og ástandið er nú á þeim bæ.

Ég vil að lokum taka skýrt fram að ég hef persónulega engra hagsmuna að gæta í þessu máli, fór í byrjun að skrifa um þennan dóm vegna þess að hann vakti athygli hjá mér, ég las hann á vef Hæstaréttar og síðan fékk ég bréfið frá Elsu og fór þá að afla mér sem mestrar upplýsinga um hvað þetta snérist í raun og veru.  Ég hef einnig alltaf verið mjög gagnrýninn á hið svokallaða samtryggingarkerfi í okkar þjóðfélagi og er það af þeirri ástæðu EINNI sem ég hef verið að skrifa um þetta mál.  En bréfið hennar Elsu mun áfram vera til skoðunar undir liðnum Hæstiréttur vinstra megin á síðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hafi ég lesið rétt (sem ég vona, því annars þarf ég að fara að rifja upp lestrarkunnáttuna), þá hefur virðingu minni fyrir Hæstarétti stórhrakað.

Jóhann Elíasson, 25.11.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband