27.11.2007 | 20:56
Hjónaskilnaðir
Það er ekkert grín að lenda í hjónaskilnaði, þótt atvikin hagi því oft þannig að ekki er annað til ráða. Við hjónin skyldum eftir nær 30 ára sambúð en þá var okkar nánast kominn í óleysanlegan hnút sem ég hafði skapað með minni framkomu, mikilli drykkju og tilheyrandi framhjáhaldi. Þess vegna gat ég ósköp vel skilið afstöðu minnar eiginkonu, ég átti mér engar málsbætur og því fór sem fór. Fyrst í stað er maður algerlega ringlaður og vill vart trúa að þetta hafi skeð og oft er maður hreinlega að telja sjálfum sér trú um að þetta sé bara draumur sem maður eigi eftir að vakna upp af, en smátt og smátt skynjar maður hina bláköldu staðreynd að hjónabandið er búið og maður stendur allt í einu einn. Sem betur fer fór þessi skilnaður fram í fullri sátt án allra deilna sem oft vill verða í slíkum málum, eins vorum við hjónin það heppinn að þrjú af okkar elstu börnum voru orðin uppkomin og búin að stofna sínar eigin fjölskyldur en við áttum eina dóttur sem var aðeins 9 ára gömul. Okkur þótti báðum sjálfsagt að hún yrði áfram hjá móður sinni því við vorum sammála að slíkt væri best fyrir barnið. Við skilnaðinn leystist heimilið auðvitað upp og ég leigði mér litla íbúð og þótt um það væri samið að dóttirin ætti að vera hjá mér aðra hvora helgi, fannst okkur ekki taka því að vera að þvæla barninu á milli húsa en við bjuggum bæði á Bíldudal. Auðvitað voru viðbrigðin mikil, maður missir ekki aðeins eiginkonuna heldur missir maður einnig sinn besta vin til 30 ára. Ég fann ekki svo mikið fyrir þessu fyrstu árin, því ég var alltaf út á sjó og þar hafði ég góðan félagsskap. Við vorum á þessum tíma mikið að gera út frá Ólafsvík og var sá háttur hafður á að safna saman helgarfrýjunum og þegar skipsfélagar mínir fóru heim til Bíldudals var ég alltaf eftir og drakk mig blindfullan og eyddi svo kvöldunum við drykkju á ákveðnum pöbb í Ólafsvík en svaf um borð í mínum klefa. Eins kom fyrir að ég fékk mér gistingu í Ólafsvík. Þegar skipsfélagarnir komu úr helgarfríinu var ég yfirleitt kominn um borð og búinn að setja bæði ljósavél og aðalvél í gang, kveikja öll ljós og hafa allt klárt fyrir brottför. Þó lenti ég einu sinni illa í því en þá stóð þannig á að það hafði bilað sjálfvirka dælan sem sá um að dæla olíunni uppá daghylkið fyrir vélarnar og ætlaði ég að gera við það í einu fríinu þegar hinir fóru allir til Bíldudals en sonur minn sem var skipstjóri á bátnum spurði mig áður en hann fór hvort ég vildi ekki þiggja að hann útvegaði mér gistingu á Gistiheimilinu í Ólafsvík svo ég þyrfti ekki að hanga aleinn um borð í bátnum og þáði ég það, þetta var á föstudegi. Þegar allir voru farnir fór ég niður í vélarúm en hægt var að dæla upp á daghylkið með því að stýra dælunni handvirkt og fyllti ég daghylkið en skildi samt eftir ljós í mastrinu svo ég gæti séð frá gistiheimilinu ef ljósavélin stoppaði. Síðan fór ég á Gistiheimilið og fékk mitt herbergi og síðan beint á barinn sem þarna var og hittist svo á að það átti að vera dansleikur þarna um kvöldið. Ég ætlaði nú bara að fá mér eitt glas og fara svo að sofa og vakna snemma um morguninn og fara og koma dælunni í lag. Þegar fyrsta glasið var búið fannst mér allt í lagi að fá mér annað, ég yrði bara fljótari að sofna, bæði glösin voru tvöfaldur vodki í kók. Þegar ég er búinn með seinna glasið og er að hugsa um að fara að sofa, þá er kallað í mig og ég boðinn að ákveðnu borði. Alltaf frestaði ég því að fara og athuga með ljósavélina og svo hófst dansleikurinn og að honum loknum fór ég að sofa. Þegar ég vakna síðan skelþunnur á laugardagsmorgun var fyrsta sem ég gerði að fara fram á barinn og tókst að væla út að fá afgreitt eitt glas. Ég settist með það við borð og var ákveðinn að fara strax niður í bátinn þegar heilsan færi að lagast. En í þann mund sem ég er að standa á fætur kemur maður inn og sest hjá mér og reyndist það vera háseti á bát sem lá við hliðina á okkar bát og var hann að bölva öllum snjónum sem væri úti og sagðist vera að koma frá höfninni, ég spurði hann hvort hann hefði tekið eftir því hvort ljósavélin hjá mér væri í gangi og hann sagði að hún hefði verið það. Taldi ég þá allt vera í lagi og sátum við þarna fram eftir degi en keyptum þá heila flösku af víni og bland og fórum inn á herbergi og sátum þar við drykkju fram á kvöld. Sunnudagurinn fór á sömu leið stanslaust fyllirí og var ég rétt ný sofnaður þegar hurðinni er allt í einu svipt upp og inn æðir sonur minn og spyr hvern andskotann ég sé að gera. Því þegar þeir komu frá Bíldudal og ætluðu um borð í bátinn hefð'i verið dautt á öllu og allt orðið ískalt. Sagðist hann vera búinn að koma ljósavélinni í gang og nú skyldi ég koma strax um borð, því hann ætlaði að fara á sjó klukkan fimm um morguninn og sér sýndist að mér veitti ekki af einhverjum svefni áður. Næsti dagur var hræðilegur að draga netin í skítakulda og hálfgerðri brælu og skelþunnur í þokkabót en mér tókst að þrauka þetta og ekki var fallegt augnaráð sem ég fékk frá skipsfélögunum eftir að þeir höfðu mætt til skips og allt ískalt. Ég hélt áfram á sjónum en síðan skeður það haustið 2003 að ég lendi í slysi, flækist í dragnót sem við vorum að kasta og slasaðist það illa að það blæddi inn á heilann og ég lamaðist algerlega á vinstri hlið. En eftir hálft ár á Reykjalundi gat ég farið að ganga á ný og fékk einnig leyfi til að aka bíl, en enga vinnu gat ég stundað. Þá fyrst fór ég að gera mér alvarlega grein fyrir hvað ég hafði misst mikið við hjónaskilnaðinn. Og sannast þar málshátturinn "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur." Þannig að ég ráðlegg öllum að hugsa sig um tvisvar og reyna allt sem hægt er áður en fólk lætur sér detta í hug hjónaskilnað. Nú sit ég bara einn og vorkenni sjálfum mér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Hvernig er núverandi ríkisstjórn að standa sig?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
31 dagur til jóla
Nýjustu færslurnar
- Skondin mótsögn
- Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?
- MÍNIR MENN KLÚÐRUÐU LEIKNUM Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUNUM........
- Viðreisnarvilla vill leiða þjóð okkar afvega
- Nýju fjölmiðlarnir
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
Af mbl.is
Innlent
- Vinna að því að verja rafmagnsmöstur við Svartsengi
- Mesta áskorun lífsins
- Stargoði ný fuglategund á Íslandi
- Sex fengu 615 milljónir
- Alþjóðastarfið mætir afgangi
- Brátt verður Brettingur á meðal vor
- Á móti stuðningi við vopnakaup
- Fundu fíkniefni ætluð til sölu
- Þarf að koma til móts við ólíkar þarfir lækna
- Vill selja hlut í Landsbankanum
- Svarar Sigurði: Nýjustu ýkjur úr Suðurkjördæmi
- Þung staða í kjaradeilu kennara
- Skýr vilji til að ganga í ESB
- Hvalur í Hafnarfjarðarhöfn
- Varaþingmaður segir sig úr Miðflokknum
Athugasemdir
Jakob, taktu þig á þín vegna... Hættu að gráta og vorkenna þér... Margt fólk víðsvegar býr við verri aðstæður en þú.. .Hefurðu hugleitt að ef til villl þjáist þú af skammdegis þunglyndi sem margur landinn er heltekinn af...?Félagskerfið ætti að geta hjálpað þér í raunum þínum.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 27.11.2007 kl. 21:13
Þetta er einlægur og hreinskilinn pistill hjá þér Jakob. Við þurfum öll á smá áminningu að halda öðru hvoru. Maður má ekki ganga að hlutunum gefnum, heldur á maður að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og læra af jafn biturri reynslu og þú hefur lent í.
J. Trausti Magnússon, 27.11.2007 kl. 21:33
Ég er alveg sammála þér Guðrún og veit að margt fólk hefur það miklu erfiðara en ég. Maður er bara svo vanur að vorkenna sjálfum sér og öðrum og mér hefur svo oft þegar ég er að reyna að bæta mitt líf fundist að ég þyrfti að gera það til að þóknast öðrum, en auðvitað á maður að gera slíkt eingöngu fyrir sjálfan sig. En hvað varðar skammdegis þunglyndið, þá get ég upplýst þig um það, að síðan ég lenti í þessu slysi og var nánast kippt út úr hinu daglega lífi þjóðfélagsins, þá hef ég þurft að vera í meðferð hjá geðlæknir vegna þunglyndis og er á ákveðnum lyfjum við því. En þrátt fyrir það og allan minn vilja kemur það oft fyrir að ég dett aftur niður í þunglyndinu og kannski er ástaðan nánast enginn.
Jakob Falur Kristinsson, 28.11.2007 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.