Bolungarvík

Kristina Logos er enn í Bolungarvíkurhöfn.  Togurunum Geysi RE-82 og Páli á Bakka ÍS-505 var siglt út úr Bolungarvíkurhöfn í gær áleiðis til Reykjavíkur þar sem þeir fara í niðurrif. Mikil ánægja ríkir í Bolungarvík vegna þessa, enda losnar um pláss við höfnina og ekki þarf lengur að óttast þau áhrif sem tæring skipanna getur haft í för með sér.

Já það er alltaf ánægjulegt þegar hreinsað er til í höfnum landsins, þar sem skip hafa legið árum saman og grotnað niður.  Þótt viss söknuður sé hjá mér að sjá þarna á eftir mínu gamla góða skipi Geysir RE-82 en hann átti ég ásamt fleirum í mörg ár og gerði út með góðum árangri en þá hét skipið Geysir BA-140 og réri með línu frá Bíldudal en var á úthafsrækju á sumrin.  Fyrsti skipstjórinn á þessu skipi hjá minni útgerð var hinn mikli aflamaður Ársæll Egilsson frá Tálknafirði en seinna tók við bróðir minn Guðmundur Kristinsson og var skipstjóri allt þar til skipið var selt.  Þetta skip skilaði ófáum krónum í peningakassa míns fyrirtækis.


mbl.is Fækkar á langlegudeild skipanna í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Það stendur í fréttinni að þeir hafi farið til Reykjavíkur í gær, rétta er að það er sirka vika síðan þeir voru dregnir af Sigga Þorsteins IS 123 til Akureyrar og á að rífa þá í Krossanesi að ég held.

Hallgrímur Óli Helgason, 28.11.2007 kl. 20:56

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ég man ekki betur en forstjóri hins nýja fyrirtækis á Krossanesi hafi einmitt nefnt að þeir væru búnir að kaupa þessi tvö skip.  En kannski eru menn farnir að slást um þessa ryðkláfa.

Jakob Falur Kristinsson, 28.11.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband