Hagkaup

Mynd 445707 Í nýrri verslun Hagkaupa í Holtagörðum er sérstakt pláss ætlað körlum meðan konurnar kaupa inn fyrir heimilið. Í plássinu eru fjögur sæti og stórt sjónvarpstæki, Þetta er bara alger snilld," sagði Finnur Freyr Harðarson, örþreyttur viðskiptavinur Hagkaupa, í gær aðspurður um ágæti athvarfsins. „Það eina sem vantar er að hér sé bjór í boði yfir enska boltanum. Að vísu veit ég ekki hvort ég nenni að koma hingað til að versla með konunni, því ég tók þátt í að byggja þetta húsnæði."

Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar og róttækur femínisti, segist hissa á þessari þjónustu Hagkaupa. „Mér finnst þetta gamaldags viðhorf til kynjanna. Það er ótrúlegt að jafn framsækiðfyrirtæki og Hagkaup er skuli ekki átta sig á því að það eru bæði kyn sem bera ábyrgð á innkaupum fjölskyldunnar."þar sem boðið verður upp á sýningar frá ensku knattspyrnunni.

Nú þykir mér illa komið fyrir íslenskum karlmönnum ef þeir hafa ekki lengur peningavit og geta þar af leiðandi ekki verslað.  Enn einu sinni sanna íslenskar konur hvað þær standa karlmönnum framar á flestum sviðum.  Nú er það peningavitið, þetta er ekki spurning um hvort karlmenn nenni að versla eins og einn segir heldur er ástæðan sú að þeir hafa ekki vit á því og svo verður líka að passa þá eins og lítil börn svo þeir geri nú ekki neina vitleysu, það verður sennilega líka að gefa þeim bjór svo allt karlaliðið fari ekki að grenja.


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband