VG

Mynd 442003 Vinstri grænir gagnrýndu í dag þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpi um þingsköp. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, lagði fram frumvarpið í gær.

Samkvæmt núgildandi lögum er ræðutími ótakmarkaður í annarri og þriðju umræðu um þingmál en í nýja frumvarpinu er gert ráð fyrir að takmarka hann. Þingmenn munu hins vegar fá að taka eins oft til máls og þeir kjósa, fyrst í 15 mínútur en síðan í fimm mínútur í senn. Flutningsmenn og ráðherrar munu þó geta flutt lengri ræður og forseti Alþingis fær heimildir til að lengja ræðutíma í sérstökum málum

Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, sagði í umræðum á Alþingi í dag að þörf sé á að breyta þingskaparlögum en nú eru gerðar breytingar án aðkomu Vinstri grænna, stærsta stjórnarandstöðu flokksins. Að sögn Ögmundar er í flestum tilvikum um vönduð vinnubrögð að ræða á Alþingi og það sé einungis þegar rætt er um stór mál sem umræður dragast á langinn. Stór mál eins og EES samninginn og Vatnalögin. Segir Ögmundur að ekki sé um mörg mál að ræða en það séu ávalt mikil hitamál og að ekki eigi að versla með málfrelsi.

Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingu, segir að stefnt sé að því með breytingunum að bæta þingstörf og auka aðhald með ríkisstjórninni . Segir að ekki sé verið að skerða málfrelsi heldur munurinn sá að nú megi tala oft í skemmri tíma í stað lengi í tvígang. Með þessu verið að bæta þingstörf.

Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, sagði að með breytingunni sé ekki verið að skerða málfrelsi og sagði að ekki væri hægt að bjóða fólki upp á þau vinnubrögð sem hafi viðgengist á Alþingi. Segir hún það ósk framsóknarmanna að gera þingið fjölskylduvænna.

Steingrímur J. Sigfússon , Vinstri grænum, segir að breytingarnar veki furðu og undrun. Nú sé verið að reyna að koma í veg fyrir samræður og það veki furðu að Samfylkingin standi með þessum breytingum. Segir Steingrímur að Vinstri grænir séu ekki tilbúnir til þess að stjórnarandstaðan selji frá sér það eina vopn sem bítur. Málfrelsið sé ekki verslunarvara. Gagnrýndi Steingrímur aðkomu forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar, að málinu og að það hafi verið sett á dagskrá þingsins í gærkvöldi.

Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, segir að menn hafi haft nógan tíma til þess að skoða málið og gera breytingar. Segir hann að breytingarnar séu Alþingi til framdráttar og ekki sé vanþörf þar á. Kristinn segist vera ósammála ummælum um óvönduð vinnubrögð og gagnrýni á forseta Alþingis. Það sem komi honum á óvart séu óvönduð vinnubrögð VG í þessu máli.

Katrín Jakobsdóttir, Vinstri grænum, segist hafa viljað að það væri skipaður starfshópur um breytingar á þingskaparlögum. Segist hún ekki sjá að það að stytta ræðutíma skili betri árangri.

Helgi Hjörvar, Samfylkingu, segir langar og leiðinlegar ræður sem þingmenn flytji stundum sé ekki lýðræðinu til framdráttar. Þingmenn sem flytji slíkar ræður ættu að taka endurmenntunarnámskeið í ræðuhöldum. Segir hann að það nægi ekki Steingrími J. að standa í ræðustól heldur sé hann gjammandi utan úr sal.

Forseti Alþingis vakti athygli Helga Hjörvar á því að það fari betur á því að segja að það fari betur á því að tala um að þingmenn kalli úr þingsal í stað þess að tala um að þeir gjammi. Meðflutningsmenn eru þingflokksformenn allra flokka, nema Vinstri grænna.

Auðvitað eru Vinstri grænir á móti þessu frumvarpi, ég hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum ef þeir hefðu ekki verið á móti.  VG er á móti öllu jafnvel sínum eigin stefnumálum enda er það sem heldur lífinu í þessum furðulega flokki.  Ég veit ekki hvað þær myndu gera ef svo ólíklega vildi til að þeir kæmust í ríkisstjórn, þá fyrst vandaðist málið.  Þeir vita alveg sína stöðu og ef þeir hætta að vera á móti öllu lognast þessi flokkur útaf.  Í VG er samansafn af fyrrverandi kommúnistum og til að fegra ásýnd sína hefur þeim tekist að plata saklaus ungmenni til fylgis við flokkinn.  Slíkir flokkar eiga ekki heima í nútíma þjóðfélagi.  Því fyrr sem hann hverfur, þeim mun betra verður ástandið á Alþingi.


mbl.is VG gagnrýnir frumvarp um þingsköp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er bara eitt orð yfir þennan flokk sem er rugl og aftur rugl.

Jakob Falur Kristinsson, 29.11.2007 kl. 18:31

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Algerlega vonlausir ruglustapar oftast nær í öllum málflutningi. Þó er þarna ágætlega innréttað fólk eins og Steingrímur???

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband