Kárahnjúkavirkjun gangsett

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, á Hótel... Gangsetningarathöfn Kárahnjúkavirkjunar stendur nú yfir, bæði í Reykjavík og í Fljótsdalsstöð, en ráðherrar og forsvarsmenn Landsvirkjunar komust ekki austur vegna veðurs.

Þá er hún loksins kominn í gang þetta þjóðarstolt okkar íslendinga,

Þetta er stórkostlegur tími.


mbl.is Ræs! sagði Össur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég skal viðurkenna að hægt er að vera stoltur af verkfræðinni og tækninni sem liggur að baki Kárahnjúkavirkjun. Á sama hátt gætum við notað orðið þjóðarstolt yfir þá tækni sem notuð yrði við að virkja Gullfoss og Geysi, nú eða að stækka Steingrímsstöð með því að drekkja Þingvöllum.

Um allt annað hvað snertir Kárahnjúkavirkjun kann ég ekkert annað orð en þjóðarskömm.

"Kverkfjallavættir reiðar" var hugtak sem Jón Helgason notaði um náttúruöflin norðan Vatnajökuls.

Í dag varð til nýtt hugtak: "Veðurvættir reiðar."

Bjóðast nú fúlgur fjárins

svo fylgi við spjöllin tryggist.

Fagran dal fylla skal auri.

Fjallkonan tárast og hryggist.

En þið, sem að því standið

og umturna landi hyggist, -

verknaður ykkar mun uppi

á meðan land byggist.

Ómar Ragnarsson, 30.11.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Virkjunin er nú samt komin og því verður ekki breytt úr þessu.  Þetta er nú einu sinni stærsta framkvæmd Íslandssögunnar.  Hins vegar er alltaf spurning hvort þetta hafi verið þess virði með tilliti til náttúruspjalla, þá er ekki hægt að réttlæta þetta verk  Af tvennu illu er þó skárra að tekist hafi að gangsetja hana svo hún fari að skila einhverju til baka.  Ef aftur á móti halda áfram miklar jarðhræringar á þessu svæði er hætt við að þetta hrynji allt saman og þá hefur verið framinn stór glæpur. 

Jakob Falur Kristinsson, 1.12.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband