Á að láta gamla fólkið þræla sér út

Ég fagnaði mikið við þær fréttir, að nú loksins ætti að bæta kjör aldraðra og öryrkja.  En þegar betur er skoðað finnst mér ósköp lítið bæta kjör hjá flestum.  Að vísu geta nú þeir sem eru á aldrinum 67-70 ára haft tekjur kr. 1.200.000,- á ári án þess að bætur þeirra skerðist en áður var búið að samþykkja lög um að þeir sem væru orðnir 70 ára mættu hafa eins miklar tekjur og þeir gætu án skerðingu bóta.  Líka er fellt úr gildi að tekjur maka skerða ekki bætur, en ekki það gagnast neitt þeim sem ekki eiga maka eins og t.d. ég.  Hefði nú ekki verið nær að lagfæra bæturnar svo gamla fólkið þyrfti ekki að fara út á vinnumarkaðinn á svipuðum aldri og fólk er yfirleitt að draga sig í hlé frá störfum.  Hefði ekki verið nær að við sem yngri erum fengjum að fara líka út á vinnumarkaðinn og gamla fólkinu væri gert kleyft að vera heima og lifa af sínum bótum.  Það má ekki gleyma að þetta eru ekki eingöngu útgjöld hjá ríkissjóði, því af allri vinnu hvort sem fólk er öryrkjar eða ekki er greidd staðgreiðsla skatta 35,72% sem að stórum hluta fer aftur í ríkissjóð.  Einnig er rétt að benda á að eftir því sem öryrkinn er yngri á hann meiri möguleika á að fá vinnu en fólk sem orðið er um 70 ára.  En þetta er kynnt sem byrjunin á bættum kjörum og vonandi kemur eitthvað skárra í ljós seinna, er því ekkert annað að gera en að bíða og vona og reyna að bjarga sér.  Ég t.d. er menntaður á sviði bókhalds, fjármála og tölvuvinnslu og get því auðveldlega unnið flest skrifstofustörf.  Ég hef sótt um mjög mörg störf en alltaf þegar ég segist vera fatlaður öryrki, er mér hafnað.  Það vantar einhverja stofnun sem sérhæfði sig í atvinnumiðlun fyrir öryrkja, en á meðan ég bíð eftir einhverjum meiri breytingum, verð ég bara að halda áfram að færa bókhald fyrir hina ýmsu aðila og vinna það SVART.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband