Geitur

Íslenskar geitur. Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að landbúnaðarráðherra verði falið að beita sér fyrir eflingu íslenska geitfjárstofnsins. Stórum hluta af einni stærstu geitahjörð landsins var slátrað í nóvember en talið er að um 400 vetrarfóðraðar geitur séu í landinu.   Í þingsályktunartillögunni, sem Jón Björn Hákonarson, varaþingmaður Framsóknarflokksins lagði fram ásamt sjö öðrum þingmönnum, er lagt til að bændur,  sem vilja vinna geitfjárafurðir til sölu og þeir sem halda geitfé, verði sérstaklega aðstoðaðir. Einnig verði kannað hvernig fjölga megi stöðum á landinu þar sem geitfjárrækt fer fram.

Þá verði hafnar erfðarannsóknir á stofninum og nýtt til þess þekking sérfræðinga í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og á tilraunastöðinni á Keldum.

Í greinargerð með tillögunni segir, að íslenski geitfjárstofninn sé einstakur í sinni röð fyrir hreinleika sakir. Stofninn sé sá sami frá landnámsöld og þá hafi íslenska geitin sérstöðu hvað varðar tegundir ullar, en fínleiki hennar sé í ætt við kasmírull. Nú sé stofninn stofninn í útrýmingarhættu en  geitum hafi fækkað mjög á síðustu árum, einkum vegna þess að þær hafi verið skornar niður á svæðum þar sem greinst hefur riða í sauðfé, þrátt fyrir að aldrei hafi greinst riða í geitfé. 

 

Þeir eru ansi naskir framsóknarmennirnir að finna eitthvað til að styrkja, ef bændur eiga í hlut.  Ég hef annars verið að undirbúa að fá mér tvo kettlinga til að halda mér félagsskap hérna í einverunni.  Ég ætla að ala þá upp sem inniketti, því þegar ég flutti hingað frá Bíldudal kom ég með kött með mér og fyrir vestan var hann vanur því að geta farið sjálfur út og inn um glugga.  Ég leyfði honum að fara út á svalirnar hér hjá mér og þar sem ég bý á jarðhæð var auðvelt fyrir hann að fara út á lóðina.  En í eitt skiptið kom hundur og þá hljóp Hr. Fúsi, eitthvað í burtu og hefur ekki sést síðan.  Því þori ég ekki annað en að vera með innikött og til að honum leiðist ekki ætla ég að fá mér tvo kettlinga.  Ef einhver sem les þetta og þarf að losna við kettlinga, þá bið ég viðkomandi að hafa samband en símanúmer mín eru hérna á síðunni hjá mér.  Þar sem nokkuð dýrt er að fóðra tvo ketti ætla ég að sækja um styrk.  Því ríkið hlýtur alveg eins að geta styrkt mitt dýrahald eins og geitabændur.
mbl.is Vilja að ríkið aðstoði geitabændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeir hljóta að styrkja þig eins og geitabændur

annað er nú ekki sanngjarnt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2007 kl. 20:17

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

  ja ef þú færð styrk út á kettina, þá ætla ég að fá mér ketti líka hehehehe.

EN...    reyndar...

Þessi skemmtilegu dýr sem geiturnar eru, eru víst í útrýmingarhættu, er ekki verið að borga til að bjarga?

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.12.2007 kl. 23:54

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þetta með geiturnar er vegna útrýmingarhættu, en ég ætla samt að reyna með kettina.

Jakob Falur Kristinsson, 10.12.2007 kl. 06:46

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

þú leyfir mér að fylgjast með

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.12.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband