Íbúðakaup

Mynd 446907 Íbúðalánasjóður hækkaði vexti á íbúðalánum í gær um 0,2% í kjölfar útboðs.íbúðabréfa sjóðsins. Vextirnir eru nú 5,75% og 5,50% með uppgreiðsluþóknun.

Minni sala á fasteignum var í nóvember en mánuðinn áður og voru 20% færri kaupsamningar vegna fasteigna gerðir á höfuðborgarsvæðinu, eða 768 samningar á móti 956, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Það hafa ekki færri keypt sér fasteign á höfuðborgarsvæðinu síðan í febrúar á þessu ári.

Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá þróunarsviði Íbúðalánasjóðs, segir að aukin eftirspurn sé eftir lánum hjá sjóðnum í kjölfar vaxtahækkana bankanna og sjóðurinn finni ekki fyrir því að minni sala sé á fasteignum. Hins vegar ætti mikil vaxtahækkun að draga úr eftirspurn eftir lánum, til lengri tíma litið.

„Menn mega þó ekki gleyma því að vextir á íbúðalánum hafa oft verið hærri. Það er ekki lengra síðan en 2002 að raunvextir voru um 6 prósent," segir Hallur.

Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart eins og verð á íbúðum er orðið og síðan vextirnir.  Sá sem kaupir um 100 fermetra íbúð í blokk, þarf að greiða fyrir hana 20-25 milljónir eftir staðsetningu.  Sé tekið 80% íbúðalán er greiðslubyrði af slíku láni til 40 ára um 130 til 150 þúsund á mánuði og bara til að geta greitt af láninu þarf viðkomandi að hafa 335 til 415 þúsund í tekjur á mánuði og er þá allt annað eftir.  Ef voðkomandi tekst þetta og greiðir reglulega af þessu láni í 40 ár er hann búinn að borga í það heila 60 til 80 milljónir fyrir íbúð sem kostaði 20-25 milljónir.  Þetta er rugl og aftur rugl.


mbl.is Dregur úr fasteignakaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög einfalt hjá mér,þetta er svo langt út úr KORTINU.Hvernig á unga fólkið að koma undir sig fótunum,ég gæti skrifað heilmikið um þetta.

Ég hef fylgst með skrifum þínum sem Öryrki.Þess vegna langar mig að biðja þig að líta á síðuna hjá mér og lesa þar færslu síðan í gærmorgunn sem heitir     LOFORÐ SKULU STANDA                                         Gangi þér vel í baráttunni.

Þórarinn Þ Gíslason 14.12.2007 kl. 09:59

2 identicon

Fasteignasali sem býr við hliðina á mér sagði mér í morgun að það væri virkilega lítil íbúðasala núna og að fasteignasalar sjái fram á mikið verðhrun eftir áramót, jafnvel að sala á nýbyggingum í úthverfum muni stöðvast alveg á næsta ári.

Stefán 14.12.2007 kl. 10:37

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nú er svo komið að heilu blokkirnar standa auðar, því enginn kaupandi er til.  Ætli þetta verði ekki þannig að á næsta ári vera bankarnir orðnir stærstu íbúðaeigendur á Íslandi.

Jakob Falur Kristinsson, 14.12.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband