Eldur

Mynd 447007 Eldur kom upp í skuttogaranum Hegranesi, sem verið er að rífa í brotajárn við Krossanes á Akureyri, laust fyrir klukkan níu í morgun. Mun hafa kviknað í klæðningu. Engan sakaði og greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Ekki finnst mér þetta vera neinn skaði, þar sem rífa átti skipið í brotajárn.  Varla hefur járnið brunnið.


mbl.is Eldur í gömlum skuttogara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þessi niðurrifstarfsemi hefur vakið svolitla athygli mina.
1. Verkamennirnir búa í skipi við bryggjuna hvenær hefur skip orðið lögheimili sem er skilyrði fyrir atvinnu og dvalarleyfum.
2. Hvernig er staðið að förgun spilli efna og annars úrgangs ef skip strandar er allt kapp lagt á að draga það burt til að það valdi ekki skaða en þarna er það dregið að bryggju og rifið.
3. Hvernig stendur á þvi að það getur verið hagkvæmt að nota mannafla til að rífa niður skip með gasi og súrefni ???? það er verið að draga skip til Indlands og rífa þau vegna þess að það er ekki hægt í Evrópu vegna kostnaðar Og af hverju er þetta ekki klipt niður.
Ég furða mig á miklu fleiru í sambandi við þessa starfsemi en læt þetta nægja

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.12.2007 kl. 13:28

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er alveg rétt hjá þér, ég hafði ekki áttað mig á að menn verða auðvitað að hafa lögheimili og það er ekki hægt í skipi. 
Þarna eru örugglega á ferðinni einhverjir ævintýramenn, sem ætla að græða peninga á þessu og nota til þess ódýrt vinnuafl frá Austur Evrópu.  Þeir hugsa sennilega lítið um öll spilliefnin heldur henda því bara þar sem það er þægilegast.  Þegar það verður síðan kært og stjórnvöld fara að skipta sér af, verður viðkomandi fyrirtæki farið á hausinn og skattgreiðendur sitja eftir með skellinn og þurfa að greiða fyrir alla hreinsun.

Jakob Falur Kristinsson, 16.12.2007 kl. 07:33

3 identicon

Eftir því sem að ég best veit þá eru þetta að hluta til svíar og þetta er sænskt fyrirtæki sem er að  rífa niður skipin. Það fæst meiri peningur fyrir járnið ef búið er að hluta niður skipið og taka einangrunina af.  Mennirnir eru í úthöldum hér og því getur skip ekki verið lögheimili þegar það er við bryggju og fer ekki neitt?

Gísli G 16.12.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband