20.12.2007 | 11:34
Hvað með Bíldudal?
Þetta er fyrirsögn á grein sem Geir Gestsson varabæjafulltrúi skrifar nýlega og birtist á fréttavefnum Tíðis á Patreksfirði. Hann er að velta fyrir sér atvinnumálum á Bíldudal.
Hann gerir meðal annars að umtalsefni nauðsyn þess að fiskvinnsla komist aftur af stað á Bíldudal og greinir frá því að útgerðarmaður og fiskverkandi á Patreksfirði hafi áhuga á að hefja þar vinnslu ef tryggt yrði að hann fengi að vinna úr þeim byggðakvóta sem Stapar ehf. ætluðu að gera. Hann segir einnig í grein sinni að sér hafi verið létt við þessar fréttir þar sem þessi aðili gæti vonandi verið komin af stað með fiskvinnslu á Bíldudal mjög fljótlega og því óvissu íbúa varðandi atvinnu eytt. Hann spyr einnig að því, af hverju, stjórnendur sveitarfélagsins velkist í vafa um að taka þessu boði, þar sem sýnt sé að þessi aðili hafi sýnt að fullur hugur fylgi máli.
Geir ætti því að vera létt núna þegar stjórnendur sveitarfélagsins hafa tekið ákvörðum og úthlutað fyrirtæki þessa manns öllum byggðakvóta sem fara á til Bíldudals. Þ.e. fyrirtækinu Perlufiskur ehf. Hann ræðir einnig um óttann við að tjaldað sé til einnar nætur með nýrri fiskverkun á Bíldudal. Um aðrar atvinnugreinar, sem hann ræðir um ætla ég ekki að fjalla hér þ.e. olíuhreinsistöð og aukna starfsemi Kalkþörungaverksmiðjunnar. Það eru framtíðarsýnir sem ekkert eiga skylt við raunveruleikann í dag. En ég ætla að fjalla aðeins meira um uppbyggingu atvinnulífs á Bíldudal og þá til framtíðar, því ég óttast að ef Perlufiskur ehf. hefur starfsemi á Bíldudal verði þar um að ræða mjög litla vinnslu og óvíst með framtíð hennar og yfir höfuð hvort hún fer nokkurn tíman af stað. Því að uppfylla skilyrði um byggðakvóta þarf eftirfarandi að eiga sér stað:
1. Landa og vinna á Bíldudal tvöföldu því magni sem byggðakvótinn er eða 2x 237.000 þorsígildistonnum sem gera 540 þorskígildistonn þá fyrst fæst byggðkvótinn færður á skip útgerðar og þar sem mér skilst að bátur Perlufisks sé kvótalaus, verður að leigja 540 tonn sem kosta um 40 milljónir króna.
2. Stapar ehf. eiga frystihúsið og munu víst hafa lagt um 10-11 milljónir í endurbætur á því, sem þeir sjálfsagt vilja fá til baka. Hinsvegar á ég ekki von á því að stjórnendur eða eigendur Stapa ehf. muni gera hinum væntanlegum fiskverkanda á Bíldudal, erfitt fyrir, frekar á hinn veginn.
3. Í frystihúsið á Bíldudal vantar talsvert af ýmsum hlutum, sem er áætlað að kosti 15-20 milljónir. Auk þess er frystiklefi hússins ónýtur og ekki hægt að frysta þar fisk. Þessi upphæð sem ég nefndi er eingöngu miðað við að í húsinu verði saltfiskverkun og unnin ferskur fiskur í flug. Þessir hlutir sem vantar eru m.a. fiskikör, lyftarar,flökunarvél+hausari,flatningsvél+hausari ofl.
4. Er því ljóst að Perlufiskur þarf að hafa tilbúna fjármuni fyrir um 60-70 milljónir til að hefja rekstur. Nú hafa bankar ákveðið að hætta lánveitingum til kvótakaupa og kvótaleigu, verður þetta því að vera eigið fé. Ekki þekki ég fjárhagsstöðu Perlufisks ehf. og vel má vera að þeir eigi til þessa peninga.
5. Bátur Perlufisks ehf er um 15 tonn að stærð og þótt ævintýralega hafi gengið að fiska á þennan bát á síðustu vertíð er mikill munur á að gera svona lítinn bát út frá Patreksfirði en Bíldudal það þekki ég af eigin reynslu.
6. Þegar þau fyrirtæki sem ég hafði staðið að uppbyggingu á, þ.e. Fiskvinnslan á Bíldudal hf, Útgerðarfélag Bílddælinga hf, og Sæfrost hf. urðu gjaldþrota árin 1992.1993 og 1994, voru íbúar á Bíldudal um 420 talsins og um 80-90 börn í skólanum + leikskóla, sem segir allt um hvernig aldursskipting íbúanna var. En í dag eru íbúar um 180-200 manns og börn í skóla + leikskóla 25-30. Síðan þá hafa nokkuð margir aðilar reynt við þennan rekstur en allt hefur farið á sama veg, gjaldþrot og aftur gjaldþrot, þar sem tapast hafa nokkur hundruð milljónir í hvert sinn. Nema Stapar ehf. þeir hættu áður en þeir lentu í erfiðleikum.
Ég og sonur minn vorum með útgerð frá Bíldudal frá 1997 til 2003, en þá lenti ég í slysi á sjónum og hef verið öryrki síðan. En sem betur fer að þótt blætt hefði inná heilann, missti ég hvorki mál eða hlaut varanlegan heilaskaða og er því öll hugsun í lagi.
7. Það er því nokkuð ljóst að ein lítil fiskverkun með 15 tonna kvótalausum bát fjölgar ekki íbúum á Bíldudal eða byggir upp til framtíðar. Nú munu vera á milli 30-40 íbúðir og hús sem stendur autt á staðnum eða eru nýtt sem sumarhús. Einnig er gistiheimilið lokað og var það selt á nauðungaruppboði 10.12 sl. Einnig eru mörg herbergi laus hjá gistiheimili Jóns Þórðarsonar. Enginn verslun er á staðnum aðeins rekinn lítil sjoppa sem einnig selur mat. Ekki held ég að þessi fyrirhugaða fiskvinnsla breyti þar neinu. Ég ætla ekki að gera lítið úr áætlunum þessa stórhuga manns og óska honum til hamingju með að hafa fengið þennan margumtalaða byggðakvóta og ætla að ráðast í þetta mikla verkefni og vonandi gengur þetta allt upp hjá honum og verði Bíldudal til heilla.
Gestur bendir réttilega á í sinni grein að þetta hafi ekki gengið vegna núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis, því allt snýst þetta jú allt um aflakvóta sem ekki hefur verið til staðar og ætla nú að byggja upp með 15 tonna kvótalausum bát og byggðakvóta sem er 237 þorskígildistonn, er ekki sú framtíð sem Bíldudal vantar heldur er það verulegur aflakvóti sem vantar sé horft til framtíðar og þá er ekki verið að ræða um nokkra tugi milljóna, heldur milljarða. Hann bendir einnig á sem er alveg rétt, að hið háa íbúðarverð á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið til þess að fólk leitar stöðugt frá því svæði og fram að þessu hefur straumurinn einkum legið á Suðurnesin og austur fyrir fjall og líka austur á firði, þar sem atvinna hefur verið næg. Ég er viss um að fólk færi líka að horfa til Vestfjarða ef atvinna væri þar næg og traust.
Þegar ljóst varð að Stapar ehf. ætluðu ekki að halda áfram starfsemi á Bíldudal og afsala sér byggðakvótanum, fór ég að vinna í þessum málum og hef eytt í það miklum tíma. Það sem knýr mig áfram er það að ég er fæddur og uppalinn á Bíldudal og bjó þar í 55 ár og hef sterkar taugar til staðarins. Hér á Suðurnesjum er fullt af mönnum sem eiga ættir að rekja til Bíldudals og Arnarfjarðar eða tengjast þangað á annan hátt og hafa verið hér áberandi í atvinnumálum og eiga mikla peninga. Ég fékk nokkra af þessum mönnum til liðs við mig og saman stilltum við upp hugmynd um endurreisn atvinnulífs Bíldudals til framtíðar og fengum sérstakt ráðgjafafyrirtæki til að safna fyrir okkur upplýsingum og vinna úr þeim. Við byrjuðum á því að tryggja okkur fjármagn og viðskiptabanka. Hugmyndin var eftirfarandi:
1. Sameina þrjú útgerðarfélög í eitt og sækja um byggðakvótann. Þótt byggðakvótinn sem slíkur skipti ekki máli var hann samt aðgöngumiði að fiskvinnslufyrirtæki staðarins.
2. Þetta nýja félag ætlaði að byrja með 500 milljóna króna í hlutafé, sem komin voru loforð fyrir. Því auk þessa hóps ætluðu olíufélag, tryggingarfélag ofl. að gerast hluthafar.
3. Þetta fyrirtæki hefði haft yfir að ráða 4 bátum í krókaaflamarki, þar af þrír nýlegir yfirbyggðir bátar með beitningarvélar. Einn yfirbyggðan stálbát um 200 tonn útbúinn á net, línu og troll, einn 40-50 tonna stálbát sérhæfðan til dragnótaveiða.
4. Aflakvóti í krókaaflamarki um 1.700 tonn, þar af þorskur 600 tonn, ýsa 600 tonn, steinbítur 260 tonn, auk annarra tegunda.
5. Kvóti í aflamarki um 1.800 tonn þar af þorskur 900 tonn ýsa 600 tonn. steinbítur 250 tonn ofl tegundir.
Við ætluðum að vinna í frystihúsinu um 4 til 5 þúsund tonn á ári og starfrækja einnig fiskimjölsverksmiðjuna, auk útgerðar allra bátanna. Það var talið að þetta gæti skapað um 130 ný störf. Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því að ekki er í dag til fólk á Bíldudal í öll þessi störf. En aukin atvinna laðar alltaf að fleira fólk. Nægt er til af lausu húsnæði og til að byrja með var ætlunin að vera með hluta af útgerðinni hér í Sandgerði og flytja síðan bátana vestur eftir því sem fólki fjölgar. Teljum við að svona öflugt fyrirtæki næði að fjölga íbúum aftur í fyrri stærð og vonandi meira. Einnig myndi þetta styrkja Vesturbyggð í heild og mörg þjónusta kæmi aftur t.d. verslun, véla- og bílaverkstæði ofl. Með þessu er verið að hugsa til framtíðar en ekki bara um morgundaginn. Það er búið að eyða í þetta miklum tíma og peningum, því þegar gera á stóra hluti verður að vanda vel allan undirbúning og þetta er gert í fullri alvöru. Með þessu væri Bíldudalur búinn að endurheimta að stórum hluta þann aflakvóta sem tapaðist í gjaldþrotunum 1992, 1993 og 1994, en þá fóru frá staðnum um 3.000 tonn af kvóta og líklegt að aflakvóti Bíldudals yrði orðin meiri innan fárra ára.
Verðmæti alls þessa kvóta og báta er um 5,5 milljarður og eiginfjárstaða er sterk. Við erum að funda þessa dagana um hvað skuli gera því nokkuð ljóst er að Perlufiskur fær frystihúsið á staðnum og kemur þar til greina;
1. Byggja nýtt fiskvinnsluhús á Bíldudal.
2. Semja við Perlufisk ehf. um að fá að nýta frystihúsið en hann fengi byggðakvótann.
3. Byggja fiskverkunarhús í Sandgerði.
4. Nýta húseign sem félagið á í Hafnarfirði.
5. Hætta við allt saman.
Hver endanleg niðurstaða verður verður ekki ljóst fyrr en eftir áramót.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
31 dagur til jóla
Nýjustu færslurnar
- Skondin mótsögn
- Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?
- MÍNIR MENN KLÚÐRUÐU LEIKNUM Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUNUM........
- Viðreisnarvilla vill leiða þjóð okkar afvega
- Nýju fjölmiðlarnir
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.