Umdeildar ráðningar

Tvær ráðninga hjá hinu opinbera nýlega hafa verið mjög umdeildar, annarsvegar ráðning Þorsteins Davíðssonar í stöðu héraðsdómara á Austurland, sem skipaður var í stöðuna af Árna Matthíesen sem settur var dómsmálaráðherra til að skipa í stöðuna.  Hin ráðningin er skipun Guðna A Jóhannessonar í embætti orkumálastjóra sem Össur Skarphéðinsson skipaði fyrir stuttu.  Mbl. sá ástæðu til að fjalla um skipun orkumálastjóra en ekki um skipun héraðsdómarans og skrifaði um það í Staksteinum sl. laugardag að Guðni A. Jóhannesson væri vinur Össurar og þeir hefðu m.a. starfað saman í gamla Alþýðubandalaginu.  Ekki treysti ég mér til að dæma um hvort eitthvað óeðlilegt sé við þessar ráðningar, ég bara trúi því og treysti að ráðherrarnir tveir viti hvað þeir eru að gera.  Þeir eru einfaldlega að fylgja þeirri reglu sem er algeng hér á landi, að ráðning í opinberar stöður byggist mjög oft á einhverjum tengslum eða vináttu viðkomandi umsækjanda og þess ráðherra sem í stöðuna skipar.  Hversvegna Mbl. finnst skipun Össurar eitthvað ólík skipun Árna skil ég ekki.  Ég bar spyr, Þorsteinn Davíðsson er að vísu sonur Davíðs Oddsonar, seðlabankastjóra, en á það eitt að gera hann óhæfan til að vera héraðsdómari?   Og er Guðni A. Jóhannesson eitthvað óhæfari til að vera Orkumálastjóri þótt hann sé kunningi og vinur Össurar?   Ekki veit ég það,  því hvoruga þessara manna þekki ég á nokkur hátt.  Við verðum að átta okkur á einu að í báðar þessar stöður er skipað af ráðherrum og þótt einhverjar nefndir séu látnar meta hæfi umsækjanda þá er það ráðherrann sem á endanum ræður.  Ég held að það ætti að leggja þessar nefndir niður til að forðast að umsækjendum sé raðað í einhverja röð eftir hæfni.  Hæfni umsækjanda hefur ekkert með það að gera hver verður ráðinn, heldur hitt að maður þekki mann.  Ég held að Mbl. hefði átt að sleppa því að vera að hnýta í Össur út af því að hann skipaði Guðna A. Jóhannesson í stöðu Orkumálastjóra, því sú skipan er alveg hliðstæð skipan Árna Matthiesen á Þorsteini Davíðssyni í stöðu héraðsdómara þetta er alveg í stíl og svona hefur þetta verið með flestar stöðuveitingar hjá hinu opinbera og svona verður það.  Það er flokksskírteinið sem gildir en ekki einhver hæfni til að gegna starfinu, það er aukaatriði.  Kona sú sem mest hefur gagnrýnt skipun Orkumálastjóra hefði einfaldlega átt að ganga í Samfylkinguna til að koma til greina og án þess að ég viti í hvaða flokki sú ágæta kona er, getur hún nú sjálfri sér um kennt fyrir sinn klaufaskap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband