Hamingja

Hamingjusamir Íslendingar.Bandaríski blaðamaðurinn Eric Weiner segist ekki vera sérlega glaðlyndur og hafi t.d. á æskuárum sínum þótt meira varið í Asnann svartsýna en Bangsímon, sem oftast var í góðu skapi. Hann hefur nú skrifað bók um ferðir sínar um heiminn í leit að hamingjunni og þar kemur Ísland við sögu.

Bandaríska blaðið USA Today fjallar um bókina The Geography of Bliss: One Grump's Search for the Happiest Places in the World  í dag. Weiner, sem er 44 ára og fréttamaður hjá bandaríska almenningsþjónustuútvarpinu, hefur ferðast um heiminn undanfarin 10 ár vegna starfs síns  og segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að staðsetning, veðrið og menningin hafi áhrif á skaplyndi manna.

Í bókinni fjallar Weiner um 9 lönd, þar á meðal Bretland, Katar, Indland, Taíland, Ísland og Holland, þar sem býr hamingjusamasta þjóð í heima ef marka má Hamingjugagnabankann. 

USA Today hefur eftir Weiner, að hann hafi ekki búist við að líka jafn vel við Ísland og raun bar vitni. „Ég fór þangað um miðjan janúar, þegar sólin gægist aðeins í stuttan tíma yfir sjóndeildarhringinn á daginn. En þrátt fyrir kuldann og myrkrið eru Íslendingar ótrúlega skapandi og ekki hræddir við mistök."

Þegar Weiner var búinn að fá of mikið af ánægju heimsótti hann niðurdrepandi land: Moldavíu.  „Moldóvar eru í raun og sann niðurdregnir. Þeir eru ekki fátækasta þjóð heims en landið er tiltölulega fátækt í jaðri hinnar ríku Evrópu. Einu sinni voru þeir stoltir af því að vera hluti af Sovétríkjunum, nú tilheyra þeir engu." 

Ekki vei ég hvar þessi maður fann allt þetta hamingjusama fólk á Íslandi.  Hann hefur örugglega ekki farið mikið út á landsbyggðina, þar sem fólk situr í átthagfjötrum í verðlausum eignum sínum og jafnvel atvinnulaust og sér enga framtíð.  Hann hefur líklega ekki hitt marga öryrkja eða ellilífeyrisþega sem fastir eru í fátæktargildru og ómögulegt er að komast úr.  Um þessa speki þessa manns, segi ég bara rugl og aftur rugl.  Am.k. þarf ég ekki að heimsækja Moldavíu vegna þess að ég sé búinn að fá yfir mig nóg af ánægju og hamingju, það eru einfaldlega mörg ár síðan ég man eftir þeim hugtökum.


mbl.is Hamingja á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband