Ferðamálastjóri

Ólöf Ýrr, nýr ferðamálastjóri ásamt iðnaðarráðherra.Félag háskólamenntaðra ferðamálafræðinga (FHF) telur ráðningu nýs ferðamálastjóra algjörlega á skjön við þróun íslenskra ferðaþjónustu undanfarin ár og ekki í takt við þarfir greinarinnar.

 „Auglýst var eftir einstaklingum með menntun sem nýttist í starfi og þekkingu á Íslandi og íslenskri ferðaþjónustu. Meðal umsækjenda voru a.m.k. 7 umsækjendur með sérhæfða háskólamenntun af sviði ferðamála auk víðtækrar reynslu í atvinnugreininni. Meðal þessara umsækjanda var t.a.m. Ársæll Harðarson, markaðsstjóri Ferðamálastofu.

Undanfarin ár hefur ferðaþjónustu á Íslandi vaxið fiskur um hrygg og aukningin í fjölda ferðamanna og gjaldeyristekna hefur verið mikil.

Þetta þarf engum að koma á óvart, því þessi ráðning er alveg í takt við ráðningu í embætti Héraðsdómara á Austurlandi og ráðningu í embætti Orkumálastjóra og ég skrifaði um í gær.  Það er orðin föst hefð hér á landi að menntun og hæfni í starfið skiptir engu máli, heldur er það flokksskírteinið sem gildir og ekkert þýðir að röfla neitt yfir því.  En eitt vekur þó athygli að Össur var m.a. gagnrýndur þegar hann skipaði nýjan Orkumálastjóra fyrir það að hafa valið karl umfram konu, en núna velur hann þó konu í starfið og ætti það a.m.k. að gleðja þá sem gagnrýndu hann varðandi þá skipun vegna kynjamismunar.  En eins og ég segi þýðir ekkert að vera að röfla neitt yfir svona ráðningum.  Svona hefur þetta alltaf verið og svona verður það áfram, sama hvaða flokkar eru í ríkisstjórn.  Það er farið að pirra mig mikið að aldrei sé hægt að skipa í neina opinbera stöðu án þess að einhverjir hópar séu kvartandi og kveinandi út um allan bæ.


mbl.is Gagnrýna ráðningu nýs ferðamálastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Auðvitað kvörtum við sem teljum að það nám sem við erum að leggja á okkur sé svo ekkert metið þegar er verið að ráða í stöður sem þessa. 

Þórður Ingi Bjarnason, 8.1.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband