Höfuðhögg

Héraðsdómur Reykjavíkur. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 10 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás en árásarmaðurinn sló hinn manninn m.a. ítrekað í höfuð og líkama með straujárni. Sá sem fyrir árásinni varð hlaut m.a. mar á heila, heilahristing og skurði og aðra áverka á höfði. Þá brotnuðu þrjár tennur og sex losnuðu.

Árásin var gerð í íbúð í Reykjavík í mars árið 2006 en árásarmaðurinn réðist þar inn ásamt tveimur öðrum mönnum og misþyrmdi manni sem þar var gestkomandi.

Í niðurtöðu dómsins segir að árásin hafi verið ofsafengin  og  telja verði að hending ein hafi ráðið að árásin hafi ekki leitt til alvarlegra líkamsmeiðsla og jafnvel varanlegra örkumla.

Árásarmaðurinn hélt því fram að  tilefni árásarinnar hafi verið það að hinn maðurinn hafi stuðlað að því að 14 ára systir hans hafi ánetjast fíkniefnum. Þegar þeir hafi hist umrætt sinn hafi brotist út hjá ákærða skyndileg og sjúkleg ofsareiði, sem honum hætti til að fá.

Dómurinn segir að ekkert  liggi þó fyrir í málinu um að þessi fullyrðing um tilefni árásarinnar hafi átt við rök að styðjast og ekki er heldur fallist á að geðhagir ákærða geti afsakað gerðir hans með einhverjum hætti.

Fram kemur í dómnum, að maðurinn hefur áður verið dæmdur í sektir fyrir fíkniefnabrot. Þá var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að sprengja  rörasprengju í inngangi verslunarhúsnæðis og sekt fyrir líkamsárás.

Dæmigert mál um afleiðingar dópneyslu og örugglega ekki það síðasta.


mbl.is Sló mann með straujárni í höfuðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þetta dómskerfi sem við búum við er skammarlegt. 10 mánuði fyrir að svona líkamsárás, maðurinn jafnvel örkumla eins og segir í fréttinni, mar á heila er ekki hugsanlega varanlegt það er varanlegur skaði. Kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 8.1.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

kvitt

Guðrún Jóhannesdóttir, 8.1.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir með Ingunni Jónu dómskerfið er til skammar,
það mætti kannski herða slíka dóma,
það yrði jafnvel til bóta.
Hér er bara lamið út og suður eins og þetta sé hobbý hjá sumum.
og allt þjóðfélagið er orðið meðvirkt í ruglinu.

Hvernig væri að skilda verðandi foreldra á námskeið,
til að læra að ala upp gott og kærleiksríkt fólk.
Margt ungt fólk er algjörlega siðlaust, enda ekki von á öðru,
því hefur ekki verið kennt neitt um  siðferði.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.1.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband