Kjarasamningar

Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins Stíf fundalota er framundan í Karphúsinu í dag, Starfsgreinasambandið fundaði í morgun með Samtökum atvinnulífsins, en um 42.000 launþegar heyra undir það. Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að málinu verði í dag vísað til ríkissáttasemjara, sem tekur þá ákvörðun um vinnulag við samningagerð í kjölfarið. Ríkissáttasemjari segist eiga von á að fleiri geri slíkt hið sama í dag og á næstunni.

Að sögn Kristjáns er nokkur samhljómur milli sambandsins og atvinnurekenda um að hækka beri laun þeirra sem minnst hafa, en að ágreiningur sé um upphæðir.

Landssamböndin sem heyra undir ASÍ ákváðu að fara hvert sína leið við gerð kjarasamninga eftir að ríkisstjórnin hafnaði tillögum um sérstakan persónuafslátt fyrir þá lægst launuðu. Forsvarsmenn ASÍ hafa síðan sagt stjórnvöld ábyrg fyrir því hvernig nú er komið.
Þá munu fleiri félög sem heyra undir ASÍ funda með SA síðar í dag.

Alveg er þetta dæmigerð vitleysa, ríkisstjórnin ætlar að sitja hjá og horfa þegjandi á að gerðir verði verðbólgusamningar í stað þess að liðka aðeins til svo hægt væri að bæta kjör þeirra sem verst eru settir.  Það er eins og það sé orðið lögmál hér á landi að hinir lægustlaunuðu skuli alltaf sitja eftir þegar gera á nýja kjarasamninga.  Ég hefði haldið að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á efnahagsstjórn í þessu landi og ætti því að gera allt sem hún gæti til að liðka til fyrir hóflegum kjarasamningum.  En hún ætlar en sé ekki að gera eitt né neitt og horfa á að allt fari hér úr böndunum.  Ráðherrarnir eru auðvitað ánægðir því þeir fengu ásamt öllum æðstu mönnum þjóðarinnar launahækkun um síðustu áramót og fá örugglega aftur ef verulegar hækkanir verða í komandi kjarasamningum.  Hvar eru nú öll markmiðin um litla verðbólgu?  Gleyma ráðherrarnir öllu slíku bara ef þeir fá eitthvað fleiri krónur í eigin vasa?  Hvað er þessi ríkisstjórn eiginlega að hugsa varðandi verðbólguna eða hugsar hún kannski bara alls ekki neitt?


mbl.is Stíf fundalota framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þetta er fáránlegt, ríkistjórnin hefur engan áhuga á að hjálpa til við að minnka fátækt. Mér finnst vera kominn tími á að Árni Matt  láti sig hverfa, hann er verstur af þeim öllum.  Hann skrifaði undir sem stjórnarmaður hjá Lífeyrissjóðunum um að lækka greiðslurnar til öryrkja og er algerlega á móti skattaþrepi fyrir þá lægstlaunuðu. Eigðu góðan dag, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 10.1.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það kemur manni ekkert á óvart, þetta verður eins og allt er búið að vera allar götur síðan ég fór fyrst að hugsa um pólitík.
Áfram  felum við verkalýðsforustunni að semja um okkar kjör,
það er aldrei samið eins og vera skyldi, og við nennum ekki orðið að mæta á fundum til að andmæla. Við segjum: ,,það tekur því ekki þessu verður ekki breitt"
Ríkisstjórnin gerir ekki neitt og ef hún gerir eitthvað þá tekur hún það strax af okkur aftur.
Og svo er alltaf sagt Æ. þeir gerðu nú þetta og hitt.
Ég hef aldrei orðið vör við þetta eða hitt.
þeir eiga bara að skammast sín þessir árans menn.
                    Kveðja. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2008 kl. 13:06

3 Smámynd: Marta smarta

Sammála.

Úðabrúsann á Árna Matt og þá sem hann dregur dám af  ( aðalgaurinn situr í makindum í Seðlabankanum og stýrir sínum strengjabrúðum sem aldrei fyrr og hlær að okkur hinum  )

Verkalýðsforystan er ekki að vinna fyrir okkur, heldur að skara eld að eigin köku eins og fyrr.

Semsagt skammist þeir sín bara og hana nú.

Kv Marta

Marta smarta, 10.1.2008 kl. 15:24

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er nú alltaf passað uppá suma t.d. fékk Davíð Oddsson hækkun á sínum grunnlaunum um kr. 100 þúsund um síðustu áramót og auk þess heldur hann sínum eftirlaunum óskertum sem ráðherra, þótt hann sé kominn í vel launað starf hjá ríkinu sem Seðlabankastjóri.  Ég er hræddur um að Samfylkingin fari illa út úr þessari afstöðu ríkisstjórnarinnar núna, því margir af forustumönnum verkalýðshreyfingarinnar eru einmitt í þeim flokki.  En auðvitað er Sjálfstæðismönnum sama þótt fylgið fari niður hjá Samfylkingunni, það styrkir bara þeirra stöðu.

Jakob Falur Kristinsson, 11.1.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband