Ætla íslendingar ekki að virða alþjóðalög?

Miðað við yfirlýsingar ýmsa ráðamanna vegna álits Mannréttingarnefndar Sameinuðu Þjóðanna um íslenska kvótakerfið virðist a.m.k. Sjálfstæðisflokkurinn vilji hunsa þetta álit og þar með skipa Íslandi á bekk með þeim þjóðum, þar sem mannréttindi eru að engu höfð.  Kvótakerfið skal varið með kjafti og klóm hvað sem það kostar.  Svo langt er gengið að sumir fullyrða að þessi nefnd SÞ hafi ekki hundsvit á því sem hún var að fjalla um.  Við erum búnir að eyða mörg hundruð milljónum í framboð okkar til Öryggisráð SÞ og á sama tíma neitum við að viðurkenna að SÞ komi neitt við hvernig staðið er að málum hér á landi.  Ef við bregðumst ekki strax við og breytum kvótakerfinu, getum við um leið gleymt því að fá sæti í Öryggisráðinu.  Það mun ekki nokkur þjóð taka mark á Íslandi á alþjóða vettvangi.  Við förum í hóp þeirra þjóða þar sem spilling og brask er talinn vera í lagi.  Hvort ætli sé okkur nú dýrmætara að nóta virðingar á alþjóða vettvangi og vera í hópi siðaðra þjóða eða vernda þá sem eru að braska hér á landi með fiskveiðikvóta?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Tókstu eftir því þegar Einar Guðfinns var spurður fyrst í fréttum um þetta mál að  var búið að æfa hann, af hagsmunaöflum er verja kvótakerfið.  Hann varð sér að athlægi, og mynnti mig á þegar Vilhjálmur kom fyrst fram í sjónvarpi og varði samruna Rei og Geysir, og sá ekkert athugavert við kaupréttarsamningana.

   Það er eins og mig mynni að ein af röksemdafærslunum fyrir því að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu hafi verið sú við gætum lagt svo mikið til mannréttamála.  Eg efast um að nokkur þjóð hafi fengið eins marga úrskurði um mannréttindabrot og óvandaða stjórnsýslu eins og Ísl. ríkið.

    Við erum ekki að fara í hóp þeirra þjóða þar sem spilling og brask er talið í lagi. Við erum í þeim hópi.  Við höfum á undanförnum áratug verið með stjórnvald sem hefur stjórnað með tilskipunum.  Hvar gæti það gerst að forsætisráðherra skipaði sig sem Seðlabankastjóra, form. stjórnar Seðlab. kall sem kominn er á eftirlaun, og góður kvæðamaður.  Skipað í stöður sendiherra vini og vandamenn, og jafnvel einungis í einn dag til að njóta betri eftirlauna.  Dómara hvort um er að ræða til hæstarétts eða héraðsdóma, eftir flokkskýrteinum eða fjölskyldutengsa.  Hér er einungis fátt eitt nefnt, en í ljósi þessa er augljóst, að reynt verur að koma í veg fyrir uppstokkun eða niðufellingu núverandi kerfis, af ríkandi öflum.

   Eina von er sú að Samfylkinginn standi í ístaðinu, og þvingi fram breytinar, og það er ekki svo ólíklega í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn, og hluti hanns í stjórnarandstöðu.

haraldurhar, 12.1.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt að við erum að verða fræg fyrir spillingu og annað því um líkt.  Sjálfstæðisflokkurinn er að hluta í bullandi stjórnarandstöðu, eins og sjá má af skrifum Morgunblaðsins.   Enda þolir hr. Davíð Oddsson ekki Samfylkinguna og allra síst Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Kannski nær Samfylkingin að breyta þessu eitthvað en ég efast um það.

Jakob Falur Kristinsson, 12.1.2008 kl. 17:55

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeir þurfa nú að bera þetta allt af sér, öðlingarnir.
Á endanum verða þeir að gefa sig nei þeir gefa sig ekki,
heldur snúast í hringi þar til þeir kannski segja.
ja það er eðlilegt þetta eða hitt.

Þetta fer allt til fjandans núna, vert þú viss um það. 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2008 kl. 17:59

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já nú geta stjórnvöld ekki falið sig á bak við einhvern Hæstaréttardóm, eins og framkvæmdastjóri LÍÚ er að gera og fullyrðir að hann gildi frekar en þetta álit frá SÞ.  Já ég er sammála því að nú fyrst fer þetta allt til fjandans.  Ef við ætluðum að hunsa niðurstöður þessarar nefndar SÞ. þá átti íslenska ríkið aldrei að grípa til varnar, því að um leið og það var gert vorum við að samþykkja að þessi nefnd hefði fullt leyfi frá íslenskum stjórnvöldum til að fjalla um þetta mál og getum ekki neitað að hlýða úrskurði hennar, nema með því að segja okkur úr Sameinuðu Þjóðunum.

Jakob Falur Kristinsson, 13.1.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband