Friðun húsa

Mikið hefur verið rætt um friðun tveggja húsa við Laugaveg sem búið var að heimila að rífa og byggja nýtt hús á lóðunum.  Menn högðu keypt þessi hús í góðri trú um að þau mætti fjarlægja og öll leyfi lágu fyrir af hálfu Reykjavíkurborgar.  Þegar loks á að hefja framkvæmdir kemur allt í einu Húsfriðunarnefnd og vill varðveita þessi hús og rökin eru þau að þessi tilteknu hús hafi svo menningar- og sögulegt gildi að þau verði að varðveita og endurbyggja í upprunarlergri mynd og til að stoppa málið var beitt svokallaðri skyndifriðun.  Einnig var talið að þessi hús hefðu svo mikla þýðingu fyrir götumyndina á Laugarvegi.  Það furðulegar við þetta allt saman er að Húsfriðunarnefnd hefur fylgst með þessu máli í marga mánuði og ekki gert eitt né neitt fyrr en nú.  Ég verð nú bara að segja fyrir mig að bæði þessi hús eru forljót og nánast ónýtir kofar og hvað gerir Laugaveginn allt í einu glæsilegri ef þau verða endurbyggð.  Hver er munurinn á því að endurbyggja forleifar eða byggja nýtt hús sem fellur vel inn í götumyndina.  Í báðum tilfellum er um nýbyggingar að ræða og eini munurinn væri sá að með því að hanna fallegt nýtt hús væri hægt að gera notagildi þess meira en yrði við endurbyggingu á fornminjum.  Þetta mál mun sennilega fara næst til menntamálaráðherra sem mun úrskurða í málinu og nokkuð ljóst er að eigendur húsanna í dag eiga rétt á verulegum bótum sem ríkið verður að greiða.  Ég vil bara skora á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur að láta rífa þetta gamla drasl í burtu svo hægt verði að byggja fallegt hús á þessum lóðum eins og til stóð.  Hvernig heldur fólk að Reykjavík liti út í dag ef gömul hús hefðu aldrei mátt víkja fyrir nýjum.  Það væri nú ljóta húsasúpan.  Hvað er svona menningarlegt við gömul hús sem oftast voru byggð af vanefnum og nýtast þar af leiðandi illa til nokkurs hlutar.  Við getum ekki verið að bera Reykjavík saman við ýmsar borgir út í heimi þar sem víða eru glæsileg gömul hús, en þá ber að hafa í huga að þau hús voru reist af mönnum sem höfðu efni á að byggja hús af myndarskap og voru ekki að tjalda til einnar nætur.  Nei burt með allt þetta gamla ónýta húsadrasl á Laugaveginum og byggjum nýtt í staðinn.  Það er mikið talað um að ekki megi byggja há hús vegna þess að þau skyggi hugsanlega á sólina einhvertíma ársins.  En það er alveg sama hvort hús er ein hæð eða hundrað, það kemur alltaf einhvertímann skuggi frá hverju húsi og ef hvergi má falla skuggi á Laugarveg frá húsum verða þau hreinlega að vera neðanjarðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki er lýsingin fögur á þessum gömlu húsum. Auðvitað voru þau börn síns tíma. En hvað á að koma í staðinn? Braskarinn sem kaupir fasteign til að rífa fylgifé hennar, gömul hús, vildi helst af öllu byggja 50 hæða hús til að fá sem mest fyrir fjárfestinguna. Sú hugmynd nær auðvitað ekki nokkurri átt sökum grenndarsjónarmiða.

Lögfræðilega hugtakið fasteign er tiltekinn flötur af yfirborði jarðar og inn að miðju hennar. Mannvirki sem eru á fasteigninni er talið fylgifé hennar eins og við höfum orðið vitni að: unnt er að rífa, flytja og jafnvel brenna þetta fylgifé.

Vandræðin vegna þessara gömlu húsa nú er að á sínum tíma „gleymdist“ að setja dálitla kvöð af Reykjavíkurborg um það að hús mætti aðeins endurgera jafnstór og þau sem fyrir eru á fasteigunum. Fyrir vikið eigum við engan „ekta“ miðbæ þar sem húsagerð er svipuð og frá eldri tíma. Við horfum upp á gamaldags eldri virðulegar byggingar frá 18. öld við hliðina á einhverju risastóru gler og steinstepuskrímsli. Er það sem við viljum?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei auðsvita verður að vera samræmi í byggingarstíl þegar ný hús eru byggð við hlið gamalla.  En eins og ástandið er núna þá eru inn á milli glæsilegar byggingar gömul lítil hús illa viðhaldið og í engu samræmi við götumyndina.  Ég sé enga fegurð í þessum húsum nr. 4 og 6 við Laugaveg eins og þau líta út núna en hinsvegar er ég að tala um ef við ætlum að færa þessi hús i upprunalegt horf.  Þá þarf að byggja þau alveg upp á nýtt og hver er munurinn á því og að kalla hlutina sínum réttu nöfnum hvor leiðin sem er valin er í raun sú sama að byggja nýtt hús.  Kosturinn við að hanna alveg nýtt hús í stað þess að binda sig við upprunalegu myndina er sá að með því er hægt að aðlaga bygginguna betur að núverandi götumynd.

Jakob Falur Kristinsson, 17.1.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband