Nýr héraðsdómari

Það hefur gengið mikið á varðandi skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara og matsnefnd með Pétur K. Hafstein í fararbroddi gagnrýna val ráðherra mjög og segja að hann hafi farið út fyrir sitt valdssvið.  Um það verður ekki deilt að þessi matsnefnd er álitsgjafi og algerlega valdalaus.  Það er ráðherra sem hefur skipunarvaldið og ef hann misnotar það þá er það hann sem verður að svara fyrir það.  Ég bara spyr á Þorsteinn Davíðsson að gjalda fyrir það að vera sonur Davíðs Oddssonar og á það að draga úr hans hæfileikum?  Ég held að Pétur Kr. Hafstein ætti að rifja upp þegar hann var skipaður sýslumaður á Ísafirði á sínum tíma og var tekinn fram fyrir marga sem voru taldir honum hæfari, er Pétur Kr. Hafstein með síðustu yfirlýsingum að segja okkur það, að stöðuna á Ísafirði hafi hann fengið vegna þess að hann er sonur Jóhanns Hafstein fyrrverandi forsætisráðherra.  Nú er Davíð Oddsson hættur í pólitík, en þeir sem ennþá eru þar á fullu geta vel barið hver á öðrum.  En við verðum að forðast að láta ekki börn stjórnmálamanna gjalda fyrir það eitt, að faðir eða móðir viðkomandi hafi verið stjórnmálamaður, eins og virðist vera að ske með Þorstein Davíðsson og var á sínum tíma reynt að gera gagnvart Pétri Kr. Hafstein.  Það getur vel verið að til séu heppilegri leiðir við val á dómurum, en þá þurfum við líka að breyta lögum í þá veru.  Það hefur ekki verið gert enn þá og því verðum við að nota þær leikreglur sem eru í gildi í dag og samkvæmt þeim er Þorsteinn Davíðsson rétt skipaður héraðsdómari á Akureyri af ráðherra sem hafði til þess fullt vald og umboð.  Um hvor breyta eig þessu reglum við val á dómurum er svo allt annað mál og umræða um það verður að fara fram í sölum Alþingis.  En leyfum Þorsteini Davíðssyni að starfa í friði í því starfi sem hann hefur nú fengið.  Það er nóg til annað til að rífast um ef menn kjósa svo.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Jakob.

Ég gæti ekki verið meira sammála þér eftir að hafa lesið þessi skrif þín. Þetta mál hefur snúist allt of mikið um hverra manna Þorsteinn er en ekki hans hæfileika til að sinna starfinu. Ég hef heyrt marga tala um það hér fyrir vestan, sem þú nefnir með Pétur Kr Hafstein og það þegar hann var skipaður sýslumaður á Ísafirði. þá voru einmitt nokkrir hæfari en fengu ekki stöðuna. Þetta er ekkert nýtt undir sólinni.

Ingólfur H Þorleifsson, 17.1.2008 kl. 17:27

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það hefur nú samt komið skýrt fram í umræðunni hverra mann Þorsteinn Davíðsson er.  Ég hef aldrei heyrt ætterni annarra umsækjanda vera rakið og Pétur Kr. Hafstein ætti nú ekki að vera með þessi læti því hann hefur fengið hverja stöðuna eftir aðra vegna ætternis sem sonur Jóhanns Hafsteins fyrrverandi forsætisráðherra og finnst mér hann nú vera að kasta grjóti úr glerhúsi og ætti að hafa vit á að segja sem minnst.  Það er ekki sanngjarnt að klína þessu á Sjálfstæðisflokkinn, því allir flokkar sem hafa setið í ríkisstjórm hafa skipað SITT fólki í hinar og þessar stöður og verið gagnrýndir fyrir.  Ég vil að lokum taka það skýrt fram að ég er ekki og hef alfrei verið sjálfstæðismaður þótt ég haf hér áður fyrr stundum kosið flokkinn en það var á meðan hin gamla kjörsæmisskipan var og ég var að kjósa frekar um persónur en flokk.  Ég studdi mjög oft minn gamla vin Einar Odd Kristjánsson.  Hinsvegar hefur mér ofboðið allur málflutningur gagnvart þessum unga manni Þorsteini Davíðssyni sem ekkert hefur til saka unnið.  Við getum seinna gagnrýnt hann fyrir hans störf ef okkur líkar þau ekki, en að gagnrýna þennan unga mann sem mér virðist eingöngu vera vegna þess að hann er sonur Davíðs Oddsonar finnst mér vera lákúra af verst gerð.  Við getum gagnrýnt Davíð fyrir hans störf en eigum að lát son hans í friði.

Jakob Falur Kristinsson, 18.1.2008 kl. 09:59

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þó segir jakob að það hafi komið skýrt fram í umræðunni "hverra manna Þorsteinn er"??? Auðvitað, það er nú ekki undarlegt eða finnst þér það, að það sé nefnt til sögunnar hvað valdi því að menn ganga um dómskerfi landsins eins og múkkar í mannaskít? Dómaraskipan er bara engin venjuleg ráðning og þar í liggur tilgangur nefndarinnar. Hún er til að forða því meðal annars að ráðherra, sem gæti verið ómenntaður bóndi eða bara dýralæknir þurfi að fara að kynna sér eitthvað sem hann ekki hefur hundsvit á og gera einhverja dellu eins og þessa, til þess er nefndin og niðurröðun hennar eftir öllum kúnstarinnar reglum sem við skulum ekki fara að hætta okkur útí.

Álit mannréttindanefndar á dögunum er að mínu viti hugsanlega afsprengi þess hvernig m.a. er búið að rústa Hæstarétti með svona vinnubrögðum, raða þar inn einhverjum gæðingum sem eru sáttir við kvótakerfið og honum treystir enginn lengur.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.1.2008 kl. 16:01

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei Hafsteinn. það er ekkert skrýtið þótt nefnt sé hverra manna Þorsteinn Davíðsson er.  En það á ekki að vera aðalatriðið í þessu máli eins og reynt er að gera.  Ég er alveg sammála þér í því að núverandi skipan dómara er kolvitlaus og rýrir traust á dómskerfinu og því þarf að breyta og það verður ekki gert nema á Alþingi, en að skammast út í ráðningu Þorsteins Davíðssonar, breytir þar engu um.  Ég er á þeirri skoðun að Alþingi eigi að skipa dómara eftir umsögn hæfnisnefndar sem á að vera bindandi.

Jakob Falur Kristinsson, 19.1.2008 kl. 12:01

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það á nú kannski að vera hægt að treysta ráðherrafígúrunni til að skipa dómarann eftir umsögn nefndarinnar, finnst þér það ekki, svona eins og Norar treysta kónginum til dæmis? En að hafa hjá honum einhvert sjálfdæmi eins og hann virðist taka það er alveg galið.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.1.2008 kl. 16:05

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Kannski væri best að forseti Íslands veldi dómara og skipaði þá að undangengnu mati matsnefndar, sem hann myndi einnig skipa.  Á meðan framkvæmdavaldið skipar dómara má segja að vonlaust sé að fara í mál gegn íslenska ríkinu.

Jakob Falur Kristinsson, 20.1.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband