Kjörmenn

Þótt Hillary Clinton hafi fengið fleiri atkvæði en Barack Obama í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada í gær kann Obama að hafa fengið fleiri kjörmenn í ríkinu og hver kjörmaður getur skipt máli þegar flokkurinn velur forsetaefni sitt á flokksþingi síðar á árinu.

Alltaf verður maður meira og meira undrandi á þessu kosningakerfi í USA, nú dugar víst ekki að fá fleiri atkvæði heldu fleiri kjörmenn sem munu seinna á flokksþingi mæta og velja þar forsetaframbjóðenda.  Ég hélt að Bandaríkin væru lýðræðisríki en eins og flestir vita þá er ein af undirstöðum undir lýðræðinu sá að meirihlutinn ræður þ.e. meirihluti atkvæða, en í USA getur einhver orðið forseti kjörinn á löglegan hátt þótt hann hafi ekki meirihluta atkvæða á bak við sig.  Þannig komst t.d. George W. Bush til valda.  Svo er þetta ríki að taka að sér að fylgjast með kosningum út um allan heim til að tryggja að kosið sé eftir lýðræðislegum reglum.  En þeir geta ekki einu sinni tryggt lýðræði í eigin landi.  Ég held að þeir verði að fara að breyta þessu hjá sér ef telja á, að USA sé lýðræðisríki.


mbl.is Obama með fleiri kjörmenn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Meginástæðan fyrir þessu er sú að kosningarnar eru óbeinar. Heildarmagn atkvæða ræður ekki úrslitum eins og við eigum að venjast, heldur kjósa ríkin hvert um sig kjörmenn sem koma síðan saman og velja forsetann. Þar við bætist að kjörmönnum hvers ríkis er ekki úthlutað í hlutfalli við atkvæðatölur í ríkinu heldur fær sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði í ríkinu alla kjörmenn þess.

Markús frá Djúpalæk, 20.1.2008 kl. 12:07

2 identicon

Benntu mér á eitt ríki þar sem þetta er fullkomið.

Ég man nu ekki betur en að á Íslandi voru miklu færri atkvæði á bakvið þingmenn úti á landi en í Reykjavík. Þeir hafa eitthvað verið að reyna að klóra í bakkann þar en er jafnvægi atkvæða algjört á Íslandi?

Hvernig er það í Bretlandi þar sem einmenningkjördæmin eru helduðu að það se ekki álika eins og þetta sem er í USA

Nevada er nokkur kjördæmi svo það kemur ut eins og á Íslandi semsagt vðgi atkvæða er ekki það sama og í forsetakosningum þá ma kerfið svoleiðis að sá sem vinnur í hverju fylki fær alla kjörmenn þess fylkis alveg eins og í einmenniskjördæmunum í Bretlandi.

Loki 20.1.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það má vel vera að hægt sé að tengja þetta kosningakerfi við lýðræði en mér finnst þetta samt ver óskaplegt rugl og illskiljanlegt.  Hvað varðar Ísland þá er nú búið að stækka kjördæmin mjög mikið og fjöldi þingmanna í hverju kjördæmi breytist við hverjar kosningar eftir breytingum á íbúafjölda.  En auðvitað verður jafnvægi aldrei náð nema með því að gera landið að einu kjördæmi eins og er t.d. í Færeyjum og ég tel að við ættum að gera slíkt hið sama.  En af því að Reykjavík var nefnt sem dæmi um mismun á atkvæðamagni, þá vil ég nú benda á að í USA hafa íbúar höfuðborgarinnar Washington ekki kosningarétt og engan þingmann og er það nú eitt ruglið við allt hitt.

Jakob Falur Kristinsson, 20.1.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband