Aflakvótar

Á sínum tíma þegar byrjað var að leyfa veiðar úr íslenska síldarstofninum, var eingöngu leifðar veiðar með reknet.  Veiðarnar voru nær alfarið stundaðar frá Hornafirði og fljótlega var settur aflakvóti á þessar veiðar og var þá miðað við veiðireynslu síðustu þriggja ára og ekki löngu seinna var einnig settur kvóti á loðnuveiðar og búin til ansi furðuleg regla, sem var þannig að hluti af heildaraflanum var skipt eftir veiðireynslu og hinum hlutanum skipt eftir burðargetu skipa, sem þýddi auðvitað að burðamestu skipin fengu mest.  Við báðar þessar kvótasetningar voru engar heimildir í lögum, heldur gaf sjávarútvegsráðuneytið út reglugerð um þetta án þess að Alþingi hefði neitt um það að segja. 1984 er svo hið umdeildakvótakerfi sett á í eitt ár til reynslu og er síðan fest varanlega í sessi 1991 og þá fyrst var aflakvóti á loðnu og síld orðinn löglegur.  Má það furðu sæta að enginn skyldi fara í mál á sínum tíma hvað varðaði loðnu- og síldveiðar.  Nú hafa nær allir þessir aflakvótar bæði í síld og loðnu skipt um handhafa þessarar heimilda og er nú svo komið að aðeins stærstu skip okkar stunda þessar veiðar.  Eitt er líka furðulegt að eitt árið var sett á loðnuveiði bann og til að bæta þeim skipum sem þær veiðar höfðu stundað upp tekjutap var þeim úthlutað sérstökum viðbótarkvóta í bolfiski og rækju og þegar loðnuveiðar voru leyfðar aftur var ekki gerð krafa um að þær útgerðir sem fengu þessa sérstöku úthlutun, yrðu að skila því aftur.  Nei þeim var heimilt að leigja þær frá sér eða selja og enn í dag eru sum þessara skipa með þessar veiðiheimildir og þar sem þau af eðlilegum ástæðum hafa ekki tök á að nýta sér þær eru þær í flestum tilfellum leigðar á önnur skip.  Nú má spyrja að því fyrst að fyrsta úthlutun á síldar og loðnukvótum voru ekki löglegar, hvort ekki þurfi að endurskoða þær.  Því nokkuð er ljóst að það var vitlaust gefið í upphafi.  Ég er eiginlega mjög hissa á að enginn virðist ætla að mótmæla þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband