Allt er falt ef vel er boðið

Nú hefur meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur fallið og nýr er að taka við.  Ansi er ég nú hræddur um að þessi nýji meirihluti verði ekki lengi við völd.  Þetta er mjög einkennileg staða sem komin er upp í borgarstjórn og leikfléttan kringum þetta nær óskiljanleg.  Verst er að Bobby Fisher er fallinn frá, því hann hefði örugglega geta lesið í þessa stöðu og spáð fyrir hvernig úr muni spilast.  Þessi meirihluti hangir á einum manni Ólafi F. Magnússyni frá F-lista sem nýstaðin er upp úr erfiðum veikindum.  F-listinn var borinn fram í Reykjavík í nafni Frjálslyndaflokksins en nú er sú furðulega staða uppi að efstu menn F-lista hafa sagt sig úr þeim flokki og teljast vera óháðir.  Það liggur fyrir að Margrét Sverrisdóttir sem er varamaður Ólafs ætlar ekki að styðja þennan nýja meirihluta og hún ætlar ekki heldur að gefa eftir sæti sitt sem varamaður Ólafs.  Þannig að ef Ólafur af einhverjum ástæðum getur ekki mætt á borgarstjórnarfund og Margrét kemur inn í hans stað þá er þessi nýi meirihluti fallinn.  Þótt Ólafur hamri á því að hann trúi ekki öðru en að Margrét Sverrisdóttir muni fylgja sér í þessu nýja meirihlutasamstarfi, þá er það Margrét ein sem ræður því og hún er búinn að lýsa því yfir að hún muni ekki styðja þennan meirihluta og því breytir Ólafur ekki.  En hvað skyldi nú hafa valdið þessum vistaskiptum hjá Ólafi Magnússyni.  Í Kastljósi í sjónvarpinu í gær tuðaði hann um að stefnumál F-listans hefðu ekki fengið hljómgrunn hjá fyrri meirihluta en nú væri kominn skriflegur málefnasamningur sem tryggði jafnræði á stefnum beggja flokka og áhrif F-listans á nýja stefnu væru mikil. En það er ekki nóg að hafa skriflega stefnuskrá, það verður þá að fara eftir þeirri stefnuskrá.  Og eitt fannst mér skrýtið að eitt af þeim atriðum sem lesin voru upp á blaðamanna fundinum, en það var að bæta kjör eldri borgara og öryrkja.  Ég veit ekki betur en sá málaflokkur sé alfarið hjá ríkinu og Reykjavíkurborg ráði þar engu og ef öll stefnuskráin er í líkingu við þetta, þá er hún bara bull frá upphafi til enda.  Mér er alveg sama hvernig Ólafur reynir að réttlæta sínar gjörðir nú, ástæðan er svo augljós.  Það er borgarstjórastólinn og ekkert annað þegar sjálfstæðismenn buðu Ólafi að vera borgarstjóri var freistingin svo mikil að hann stóðst það ekki.  Eftir síðustu kosningar voru sjálfstæðismenn í viðræðum við þennan sama Ólaf, en líkaði ekki hans stefna og slitu þeim viðræðum og fór í samvinnu við Björn Inga Hrafnsson þegar sá meirihluti tók við völdum sagði Ólafur að sjálfstæðismenn hefðu rekið hníf í bakið á sér.  Það mætti ætla að flestir borgarfulltrúar gengju um með hnífasett á sér því Ólafur sagði á sínum tíma að sjálfstæðismenn hefðu rekið hníf í bakið á sér eftir kosningar.  Rætt var um að þegar REI-málið kom upp að borgarfulltrúar sjálfstæðismanna hefðu rekið hníf í bakið á sínum foringja Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og þegar Björn Ingi sleit meirihlutanum og þá var sagt að hann hefði rekið hnífa í bakið á sjálfstæðismönnum.  Ekki skil ég hvaða blessun er að ekki skuli einhverjir liggja í valnum eftir allar þessar hnífsstungur.  Kannski hefur það bjargað málunum að tveir læknar eru í borgarstjórn, þeir Dagur B. Eggertsson og Ólafur F. Magnússon.  Það hefur verið sagt að þessi vistaskipti Ólafs F. Magnússonar séu alveg hliðstæð og þegar Björn Ingi sleit samstarfi við sjálfstæðismenn, en á því er mikill munur.  Björn Ingi tók sína ákvörðun í samráði við sína stuðningsmenn og þá sem voru með honum á B-listanum og fékk þar umboð til að mynda nýjan meirihluta.  En Ólafur tók sína ákvörðun einn og óstuddur og ræddi ekki einu sinni við sinn nánast samstarfsmann, Margréti Sverrisdóttur, sem gagnrýnir Ólaf nú mikið.  Þetta er að verða ein hringavitleysa hjá borginni.  Ef  Margrét kemur inn sem varamaður þá er þessi meirihluti fallin og hinn fyrri tekur við og þegar Ólafur kemur aftur fellur vinstri meirihlutinn við tekur sá sem nú er að taka við.  Svona getur þetta gengið hring eftir hring það sem eftir er af þessu kjörtímabili.  Nú þegar hafa verið þrír borgarstjórar það sem af er þessu kjördæmi og nokkuð öruggt að þeir verða a.n.k. fjórir þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tekur síðan  við af Ólafi eftir tvö ár, en ef hitt skeður að meirihlutar fara að falla til skiptist þá mun fjöldi borgarstjóra á núverandi kjörtímabili slá öll met.  Mikill kostnaður hlýst af þessu fyrir borgina því hver borgarstjóri fær greidd laun borgarstjóra í einhver tíma eftir að hann lætur af embætti. Hinsvegar tel ég að Vilhjálmur verði aldrei borgarstjóri aftur, því þegar kemur að þeim tíma að sjálfstæðismenn fái borgarstjórastólinn þá munu hinir frægu sexmenningar draga upp hnífana og reka Vilhjálm í bakið því það var á sínum tíma ætlun þeirra að koma Vilhjálmi úr borgarstjórastólnum og kæmi það ekki á óvart að þau Hanna Birna og Gísli Marteinn ætluðu sér þetta sæti og munu örugglega berjast fyrir því með kjafti og klóm.

Annars finnst mér að fulltrúar þeirra flokka sem kosnir eru í borgarstjórn eigi ekki að geta farið í meirihlutasamstarf nema að miðstjórn viðkomandi flokks samþykkti það.  Eins er athugandi hvort ekki væri rétt að breyta sveitarstjórnarlögunum þannig að þegar meirihluti fellur hvort sem er í borg eða bæjum, þá ætti að kjósa aftur, líkt og þekkist á Alþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband