Kvótaruglið

Með niðurskurði þorskkvótans og einstaklega þrálátum brælum frá því í haust hefur samkeppnin um hráefnið harðnað. Það kemur bæði fram á fiskmörkuðum og í beinum viðskiptum.

Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart vegna hins mikla niðurskurðar á þorskkvóta og ástandi á eftir að versna enn meira.  Nú er komin upp sú grafalvarlega staða að okkar þorskafurðir á mörkuðum erlendis eru orðnar svo dýrar að sífellt fleiri kaupendur snúa sér að öðrum fiski og hinar mikilvægu afurðir sem sendar er út ferskar með flugi eru að víkja fyrir öðrum fiski.  Bæði er það að verið er orðið svo hátt að kauptregðu er farið að gæta og að framleiðendur hér heima eiga sífellt erfiðara með að standa við afhendingartíma.  Erlendar verslunarkeðjur sem hafa verið okkur mjög dýrmætir viðskiptavinir snúa sér nú að öðru, ekki bara að öðrum fiski heldur líka að ódýrari matvælum t.d. kjúklingum og öðru kjöti.  Nú liggur það fyrir að ekki verða leyfðar meiri þorskveiðar a.m.k. næstu þrjú ár og gæti þá orðið erfitt fyrir okkur að ná til okkar aftur þeim viðskiptum sem við erum að glata í dag.  Svokallað hillupláss í stórverslunum er mjög dýrmætt og í þessum verslunum þekkist ekki að segja við viðskiptavininn;  "Því miður þá eru þorskafurðir ekki til í dag en koma vonandi fljótlega"  þetta getur kannski gengið í verslunum hér á Íslandi en í hinni hörðu samkeppni erlendis þekkist þetta ekki.  Þegar við aukum okkar þorskveiðar aftur gæti blasað við okkur sú staða, að allt það mikla markaðsstarf sem unnið hefur verið væri glatað og við yrðum að byrja nánast upp á nýtt.  Það virðist líka vera svo að þetta ástand á okkar þorskstofni sé komið til að vera.  Við þykjumst vera að byggja upp þorskstofn með alls konar tilraunastarfsemi, við minnkum veiðar á þorski og aukum veiðar á loðnu sem er ein mikilvægasta fæða þorsksins.  Við þorum ekki að hefja hvalveiðar þótt vitað sé að hvalir éti miklu meira af þorski en við veiðum.  Því hefur verið haldið fram af sjávarútvegsráðherra að ekki sé hægt að stunda hvalveiðar fyrr en við finnum markað fyrir hvalafurðir.  Hvílíkt andskotans kjaftæði, sjávarútvegsráðherra kemur það ekkert við hvað verður gert við afurðirnar og þótt við getu ekkert selt væru hvalirnir betur geymdir dauðir á hafsbotni en syndandi um allan sjó að éta þorsk og fæðu frá þorskinum.  Dauður hvalur yrði mikið æti fyrir margar lífverur sem lifa í hafinu sem aftur myndu skapa æti fyrir þorskinn.  Nú að undanförnu hafa streymt til landsins skip sem eru ekki lengri en tæpir 29 metrar og geta því stundað veiðar nánast upp í fjöru við Suðurströndina og víðar.  Þótt þessi skip séu flokkuð sem bátar eru þetta í raun mjög öflugir togarar.  Maður bíður bara eftir fréttum að þessi skip fari að toga upp í árnar og veiða lax, þessi skip stunda algera rányrkju víða við landið og allt haustið eru þessi skip að veiða steinbít vestur af Látrabjargi einmitt á þeim tíma þegar sá fiskur er að ganga upp á grunnslóð til hrygningar.  Ekki er ástandið skárra hjá hinum svokölluðu beitningarvélabátum sem nú verða að leggja sig eftir því að veiða ýsu, þeir eru farnir að leggja línuna inná fjörðum og flóum og nánast upp í fjöru eða eins grunnt og þorandi er að fara á þessum skipum sem flest eru 300-400 tonn af stærð.  Þar sem þessi skip eru að eltast við ýsuna er mikið af smáfiski bæði ýsu og þorski og þar sem ekki má koma með þorskinn í land, því útgerðarmenn tíma auðvita ekki að eyða rándýrum veiðiheimildum sínum í smáfisk er öllum þessum smáfiski hent fyrir borð aftur og sama er einnig með smáýsuna.  Með núverandi fiskiveiðistjórnun hefur brottkast aukist gríðarlega og sennilega klárum við líka að eyðileggja ýsustofninn.  Nú er ekki lengur hægt að kenna kvótalausum skipum um brottkastið, því enginn slík skip eru gerð út lengur og ef svo er þá eru þau mjög fá, því enginn óbrjálaður maður fer að gera út skip sem þarf að leigja til sín þorskkílóið á kr. 250-260 krónur og fá síðan 200 kr. fyrir hvert kíló þegar það er selt, auk þess sem framboð á leigukvóta er nánast ekkert.  Að líkja síðan þessari rányrkju eins og við göngum um fiskimiðin og þykjast vera að byggja upp öfluga fiskistofna er slít öfugmæli að jafnvel lygnustu menn létu slíkt aldrei út úr sér.


mbl.is Baráttan um fiskinn harðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband