Spaugstofan og Ólafur F. Magnússon

Mikið hefur gegnið á varðandi síðasta þátt Spaugstofunnar og þeir gagnrýndir fyrir að ráðast á Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra og gera grín af hans veikindum og farið þar langt yfir strikið.  Ég horfði á þennan fræga þátt og fannst hann mjög góður.  Að fara yfir eitthvað strik í grínþætti er eitthvað sem ég ekki skil.  Hvar liggur þetta strik?  Auðvitað hefur fólki mismunandi húmor eins og gengur, en að tala um eitthvað strik sem liggi skýrt á milli þess hvað er húmor og hvað er ekki húmor, held ég að enginn viti hvar er.  Spaugstofan hefur undanfarið skemmt okkur með gríni um atburði liðinna viku og oftast gert það mjög vel og þótt ég hafi ekki hlegið að öllu, þá hefur mér aldrei fundist að verið væri að fara yfir eitthvað strik.  Fólk verður að athuga að Spaugstofan er grínþáttur og þar af leiðandi alltaf í stjórnarandstöðu bæði hjá ríki og borg, ef þeir væru ekki í stjórnarandstöðu væri þetta ekki grínþáttur, heldur áróðursþáttur.  Ekki gat ég séð neitt í þessum þætti þar sem verið væri að gera grín af veikindum Ólafs.  Heldur var grínið um allt fárið sem varð við meirihlutaskipti í borginni.  Það voru Sjálfstæðismenn sem byrjuðu á þessu tali um veikindi Ólafs og vildu ekki mynda með honum meirihluta nema að hann færi í læknisskoðun.  Á hinum fræga blaðamannafundi sem haldin var á Kjarvalstöðum var Ólafur spurður um sín veikindi og svaraði hann því til að slík spurning væri óviðeigandi.  Ef Ólafur hefði nú haft vit á því að segja frá sínum veikindum á Kjarvalstöðum líkt og hann gerði í þættinum Mannamál hjá Sigmundi Ernir Rúnarssyni sl. sunnudagskvöld, hefði málið þar með verið úr sögunni og enginn verið að velta því meira fyrir sér.  En hann valdi að þegja og vera nánast einfari í þessu máli og tók sér stöðu sem fórnarlamb árása og ofsókna.  Bara það eitt að Ólafur vildi ekki svara spurningu um sín veikindi á blaðamannafundinum varð til þess að fólk fékk á tilfinninguna að hann vildi leyna einhverju.  Sumir hafa gengið svo langt að segja þennan þáttur Spaugstofunnar sýna fordóma gagnvart fólki sem er með einhvern geðsjúkdóm.  En ef einhver hefur látið í ljós slíka fordóma, þá er það Ólafur F. Magnússon borgarstjóri með því að vilja ekki ræða um sín veikindi á blaðamannafundinum.  Ég er t.d. þunglyndissjúklingur eftir ýmis áföll í lífinu og þarf að taka reglulega lyf við því og skammast mín ekkert fyrir.

Það er eitt sem Ólafur Magnússon verður að skilja að um leið og hann verður borgarstjóri þá er hann um leið orðinn opinber persóna sem allir telja sig hafa rétt á að gagnrýna eða gera grín að og hann á ekki lengur neitt einkalíf.  Hélt hann kannski að hann gæti bara sest inn á sína borgarstjóraskrifstofu og fengi að vera þar algerlega í friði.  Hann hafði val um hvort hann vildi verða borgarstjóri eða fá að vera í friði með sitt einkalíf.  Svo kemur Ólína Þorvaldsdóttir í sjónvarpinu og vill gera mikið úr því að Ólafur eigi börn sem hafi sennilega ekki verið skemmt yfir þessum Spaugstofuþætti en hún virtist gleyma því að það var gert grín að fleirum í þessum þætti.  T.d. var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson látinn líta út eins og bjáni sem öllu gleymdi og ekkert fann,  Björn Ingi var líka í þættinum og var að máta ný föt og með fullt af hnífum til að reka í bakið á mönnum.  Eiga þessir menn ekki líka börn.  Ég veit ekki hvað búið er að gera grín að mörgu fólki í þessum þáttum sem öll hafa átt börn.  Ólína stóð líka í miklum slag þegar hún var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði og varð fyrir mikilli gagnrýni sem verður alltaf miklu verri á minni stöðunum þar sem návígið er meira.  Hlutu hennar börn skaða af því? Ég vona ekki.  Spaugstofan hefur meira að segja gert grín að sjálfum útvarpsstjóranum, Páli Magnússyni, sem er þó þeirra vinnuveitandi og jafnvel forseta Íslands.  Ég ætla segja að lokum;  "Haldið áfram Spaugstofumenn, Það er enginn stjórnmálamaður svo heilagur að ekki megi gera grín að honum og er þá Ólafur F. Magnússon ekki undanskilin."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Heyr hey

Skinhelgi fólks á sér engin takmörk.

Lifið heil og í öllu bænum ekki taka hlutina of alvarlega, lífið er of stutt til þess.

Steinþór Ásgeirsson, 29.1.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála

Jakob Falur Kristinsson, 29.1.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband