Minning

Nú hafa borist þau sorglegu tíðindi að ein af mínum bloggvinkonum Þórdís Tinna Aðalsteinsdóttir hafi látist þann 21, janúar sl. aðeins tæplega 40 ára gömul.  Þrátt fyrir alla hennar baráttu við krabbameinið tapaði hún því stríði.  Þótt ég hafi aldrei hitt hana eða séð, þá var mjög skemmtilegt að lesa hennar skrif og fá að fylgjast menn hennar baráttu við krabbameinið.  Þótt hún væri orðin alvarlega veik voru skrif hennar mjög skemmtileg og alltaf sá hún skoplegu hliðarnar á hverju máli og gerði óspart grín að þessum krabba sem hafði tekið sér bólfestu í hennar líkama og ekki virtist hún hrædd við það sem framundan var a.m.k. kom það ekki fram í hennar skrifum.  Þótt ég þykist vita að oft hafi henni liðið illa.  En nú fáum við ekki lengur skemmtilegar sögur frá þessari hugrökku ungu konu og verður hennar örugglega sárt saknað héðan úr bloggheiminum.  Alltaf þegar maður fær svona fréttir vakna spurningar.  Af hverju hún?  Ég vona að litla dóttir hennar eigi góða að sem nú þurfa að styðja hana og styrkja.

Í mínum huga var Þórdís Tinna hetja og þannig mun ég minnast hennar um ókomna tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég naut þeirra forréttinda að hafa þekkt Þórdísi, alveg frá því að hún var 14 ára gömul.  Það lýsir henni kannski vel að þegar hún sagði mér fréttirnar af því að hún hafði verið greind með þennan sjúkdóm, þá var hún brosandi og sagði að þetta væri bara eins og slæmt kvef það væri ekki nein þekkt lækning við þessu en þetta myndi hverfa með tímanum.  Hún brosti að þessu og oft fannst mér eins og hún væri að sannfæra þá sem í kringum hana voru um að þetta væri nú ekki alvarlegt.  Kolbrún Ragnheiður verður hjá systur Þórdísar henni Sigrúnu og ég veit að það mun fara vel um hana þar þótt svo að þessi reynsla hafi verið henni erfið þá veit ég að hún mun eiga stórkostlegar minningar um móður sína.  Ég gleymi því seint, þegar Þórdís kynnti mig í fyrsta skipti fyrir dóttur sinni,  Hún var svo stolt og ég veit að sambandið milli þeirra mæðgna var mjög sterkt og það gerir það að verkum að Kolbrún Ragnheiður (eða KR eins og Þórdís kallaði hana) er meiri og sárari en við gert okkur grein fyrir. Ég sendi öllum ættingjum og vinum Þórdísar mínar dýpstu samúðarkveðjur og vona að góður guð styrki þau í sorg þeirra.

Jóhann Elíasson, 29.1.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband