Hin hliðin á kvótakerfinu

Nú gagnrýna menn á Akranesi mjög þá ákvörðun HB-Granda um að segja upp starfsfólki á Akranesi og tala um sorgardag í sögu staðarins.  Allur aflakvóti og öll skip farin til Reykjavíkur og talað um svikin loforð af hálfu HB-Granda.  Ekki hefur komið fram opinberlega mikil gagnrýni á núverandi kvótakerfi frá Akranesi.  En þetta fáránlega kvótakerfi hefur tvær hliðar eins og flest mál.  Ekki vorkenndu þeir á Akranesi á sínum tíma íbúum hér í Sandgerði þegar aðalfyrirtækið hér Miðnes hf. var sameinað HB á sínum tíma en þá fóru öll skip Miðnes hf. til Akranes og allur aflakvótinn með.  Þá voru líka gefin loforð um að þetta sameinaða fyrirtæki myndi verða með starfsemi í Sandgerði og á Akranesi.  Það loforð var fljótlega gleymt og eftir sat Sandgerði nánast kvótalaus bær líkt og Akranes nú.  Þá kynntust þeir á Akranesi betri hliðinni á kvótakerfinu því þeir voru að fá aukin kvóta.  En nú kynnast þeir hinni hliðinni sem er öllu verri það er að missa frá sér kvóta.  Það er eitt sem þeir á Akranesi verða að skilja er það, að núverandi kvótakerfi hefur það innbyggt að safna kvótanum á sífellt færri og færri aðila og fiskvinnslufólk sem hefur átt sinn þátt í að byggja upp fiskvinnslufyrirtæki víða um land er algerlega réttlaust og þótt sjávarútvegsráðherra tali mikið um hinar svokölluðu "Mótvægisaðgerðir", þá eru þær ósköp gagnslitlar þegar á þær reynir.  Ef ráðmenn á Akranesi eru að meina það í alvöru sem þeir hafa verið að láta frá sér fara að undanförnu, þá ættu þeir að taka undir með Frjálslynda flokknum um nauðsyn þess að þetta kvótakerfi getur ekki gengi lengur.  Hvorki fyrir byggðirnar víða um land eða allt það fólk sem hefur verið að missa sína atvinnu að undanförnu.  Þótt það tækist að pína HB-Granda til að flytja alla sína starfsemi á Akranes er það engin lausn.  Vandamálið færist bara á milli byggðalaga og ekki er nóg að hugsa bara um Akranes, því mörg önnur byggðalög glíma við svipuð vandamál.  Það er gaman að kynnast jákvæðu hliðinni á þessu kerfi þegar eitt byggðalag fær kvóta frá öðru.  En að sama skapi er ekki eins skemmtilegt þegar dæmið snýst við og kvótinn er að fara í burtu.  Nú eiga Skagamenn að bretta upp ermarnar og taka fullan þátt í að berjast á móti þessu kerfi.  Í Morgunblaðinu í dag er mjög athyglisverð grein eftir Magnús Thoroddsen hrl. þar sem hann færir fyrir því mjög sterk rök að Ísland verði að fara eftir áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna varðandi íslenska kvótakerfið og nauðsyn þess að endurskoða þurfi það.  Hann endar grein sína á þeim orðum að "Mannréttindanefnd LÍÚ eigi ekki að ráða för"  En ekki bólar á neinum viðbrögðum frá ríkisstjórn Íslands og er ég viss um að þau verði nein.  Ég finn að sjálfsögðu til með öllu því fólki sem er að missa sína atvinnu jafnt á Akranesi sem annarsstaðar.  En það er eitt í þessu máli sem ég ekki skil af hverju voru þeir á Akranesi að selja frá sér fyrirtækið HB á sínum tíma, þá átti bæjarstjórn auðvitað að grípa inn í.  Þeir væru þá í góðum málum í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband