Er Ólafur F. Magnússon ekki borgarstjóri?

Það hefur vakið furðu mína að ef leitað er eftir upplýsingum hjá Reykjavíkurborg um hin ýmsu málum, þá er Ólafur F. Magnússon sjaldan sá sem svarar fyrir hönd borgarinnar.  Heldur eru það borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og þá einkum Gísli Marteinn, Hanna Birna eða Vilhjálmur Þ.  Var kannski sett það skilyrði þegar Ólafi var boðinn borgarstjórastóllinn, að hann mætti ekki tjá sig f.h. Reykjavíkurborgar.  Það þætti alla veganna talsvert skrýtið ef leitað væri um upplýsinga hjá ríkisstjórninni ef Geir H. Haarde svaraði aldrei heldur ráðherrar Samfylkingarinnar.   Er Ólafur F. kannski bara til skrauts í Ráðhúsinu og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hinn raunverulegi borgarstjóri?  Ef svo er þá má alveg spara að gera styttu af Ólafi F. Magnússyni eins og af öðrum borgarstjórum.  Hann gæti einfaldlega setið á stól við hliðina á öllum styttunum og auðvitað á fullum launum.  Eins vakti það athygli að Ólafur fór ekki á sameiginlegan fund allra borgarstjóra í höfuðborgum Norðurlanda sem nú er haldinn.  Heldur fóru þau Vilhjálmur Þ., Gísli Marteinn og Hanna Birna sem fulltrúar Reykjavíkurborgar en Ólafur sat heima vegna anna að því sagt var.  Ég er farinn að halda að í raun og veru treysti Sjálfstæðismenn ekki Ólafi F. Magnússyni og honum sé haldið í einskonar stofufangelsi í Ráðhúsinu og litið á hann sem hækju til að halda þessum meirihluta saman.  Það hefur mikið verið rætt um að Spaugstofan hafi gert grín að Ólafi F. Magnússyni sem ekkert er við að athuga því það er hlutverk Spaugstofunnar að gera grín að fólki.  En nú eru það borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna sem gera mest grín að Ólafi með sinni framkomu í hans garð.  Og er það miklu alvarlegra en grín Spaugstofunnar, því þetta eiga víst að kallast ábyrgir stjórnmálamenn, þótt þau séu í sjálfstæðisflokknum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það skyldi þó aldrei vera.  Ég persónulega vona að Ólafur komist heill út úr þessu.  Það verður stjórnarkreppa ef þessi meirihluti fellur.  Þó hef ég enga samúð með sjöllum, síður en svo.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hann getur ekki komið heill út úr þessu þar sem hann er ekki heill fyrir.  Ég tek undir með þér að sjálfstæðismenn eiga enga vorkunn skilið.  Þeir ættu frekar að skammast sín að fara svona með Ólaf, sem er að reyn að gera hið ógerlega, sem er að gera öllum til hæfis.

Jakob Falur Kristinsson, 2.2.2008 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband