Viðbjóðslegt

Enn fjölgar þeim sem létust í tveimur öflugum sprengingum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær en nú er talið að 99 hafi látist í sprengingunum. Íraskir embættismenn sögðu að tvær þroskaheftar konur hefðu verið notaðar í tilræðunum, sprengjur hefðu verið festar við þær og síðan sprengdar úr fjarlægð.

Er hægt að komast lægra í virðingu fyrir mannslífi, ég held ekki.  Ef þessir vitleysingar vilja vera með þessar sjálfsmorðssprengjur ættu þeir að hafa manndóm í sér að gera það sjálfir en ekki nota til þess saklaust fólk sem ekkert veit hvað er að gerast.


mbl.is Þorskaheftar konur notaðar í sprengjutilræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Það gefur augaleið að þeir sem myrða yfir höfuð hafa engan manndóm í sér.  Þessir ´"íslamistar" eru svívirðilegir morðóðir aumingjar...en, ætla ekki að láta reiði ná tökum á mér, slíkt breytir engu, en, umræða um þessa öfgamenn mun gera það.

Linda, 2.2.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef fyrirsögnin í frétt Moggans er skoðuð segir að "þorskaheftar" konur hafi verið notaðar í sprengjutilræðum.  Kannski voru þessar konur "kvótalausar" og þess vegna verið "settar"í þessar aðstæður.  En ég er algjörlega sammála Lindu ég á bara ekki orð yfir þessar árásir "Íslamista" á saklaust fólk og ég fæ ekki með nokkru móti séð hvernig hægt er að réttlæta svona verknað fyrir guði eða mönnum.

Jóhann Elíasson, 2.2.2008 kl. 22:29

3 identicon

Sæll Jakop.

Nú fóru Alkay jadar eða hvað þessir djöflar kalla sig,fram úr öllu sem verjandi er á ÞEIRRA MÆLIKVARÐA.

 ÞETTA ER VIÐBJÓÐUR VIÐBJÓÐSLEIKANS.

Þórarinn Þ Gíslason 3.2.2008 kl. 05:05

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála og það á að slátra þessum auimgjum hvar, sem til þeirra næst.

Jakob Falur Kristinsson, 3.2.2008 kl. 10:14

5 identicon

Mer fannst fyrirsøgnin athyglisverd og segir kannski mest um hve vandvirkni og vøndudum vinnubrøgdum hefur farid mikid aftur hjå hinum ymsu fjølmidlum.  Hvad vardar gjørninginn sjålfan, ad nota throskahefta til ad sprengja folk i tætlur, thå synir thad kannski ad thad er ordid erfitt ad få "venjulegt" folk til ad forna ser fyrir målstadinn, hvad veit eg.  En thad kemur ekki å ovart ad their sem eru tilbunir ad drepa og særa saklausa borgara noti allar adferdir til thess.  Sidferdisvitund og manngæsku eru thessir adilar løngu bunir ad glata.  Svo vil eg segja ad lokum, ad ord thin, Jakob, um ad thad eigi ad slåtra thessum aumingjum, hvar sem til theirra næst, gætu verid komin frå thessum sømu adilum um sina ovini.  Thad er lett ad segja "drepum thå", um thå sem vid teljum vera andstædinga okkar. Svo må ganga lengra og framkvæma mordin.  Thå er ofbeldisspirallinn kominn aftur å stad.  Thetta gerist å hverjum einasta degi, einhverstadar i verøldinni.  Fjandinn glottir yfir heimsku mannanna. 

Þórarinn Jóhann Jónsson 3.2.2008 kl. 16:01

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta á eftir að halda áfram þegar svona stórir hópar eru orðnir algerlega siðblindir og nánast allt leyfilegt fyrir ímyndaðan málstað að því er virðist.

Jakob Falur Kristinsson, 3.2.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband