Vandræði

Mynd 450795 Ungt fólk sem skuldar marga tugi milljóna króna er meðal þeirra rúmlega 600 sem leituðu aðstoðar hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna í fyrra.

Þarna bera bankarnir nú talsverða ábyrgð.   Því þeir byrja að hundelta unga fólki nánast um leið og það byrjar í framhaldsskólum og sumir jafnvel strax við fermingu.  Þessu unga fólki eru boðnir gull og grænir skógar.  Það eru boðin fartölvulán, kreditkort með verulegri heimild, yfirdráttarlán eftir þörfum.  Þegar kemur að  útskrift úr skóla er hægt að fá ferðalán svo unga fólkið geti farið eitthvað erlendis og slappað af.  Þegar kemur að bílprófsaldrinum er auðvitað boðið lán fyrir kostnaðinum við bílprófið og þá vantar líka bíl og sjálfsagt er lánað fyrir nýjum bíl.  Svo kemur að því að þetta unga fólk flytur að heiman og þá vantar auðvitað íbúð.  Að sjálfsögðu kemur ekkert annað til greina en ný íbúð en ekki eitthvað gamalt drasl.  Þegar nýja íbúðin er svo fundinn er farið í bankann og þar tekur þjónustufulltrúi á móti þeim, með bros á vör.  Aðeins er spurt hvað íbúðin eigi nú að kosta og síðan er spurt hvort ekki vanti einhver húsgögn og hvað þau reikni með að þurfa að greiða fyrir þau.  Þegar sú upphæð er kominn er ýtt á einn takka á tölvunni og lánið er klárt, bara að skrifa nafnið sitt.  Þegar þau síðan sjá að komið er 110% lán út á íbúðina spyrja þau hvort það sé allt í lagi og fá þá það svar að þetta jafni sig, því íbúðir geri ekkert nema hækka í verði. (Það hefur að vísu komið eitthvað bakslag hjá bönkunum núna).  Aldrei á öllu þessu ferli er fólkið spurt um tekjur nema að einhvert greiðslumat er gert varðandi íbúðalánin og þar hafa flestir sloppið í gegn enda ungt fólk með góða menntun og fær örugglega góða vinnu og hvergi á vanskilaskrá.  En í sambandi við öll önnur lánin er aldrei spurt um tekjur, bara að fá einhver til að vera ábyrgðamaður og virðist engu skipta hvort sá ábyrgðarmaður getur yfir höfuð borgað það sem hann er að taka ábyrgð á.  Svo flytja ungu hjónin í nýju íbúðina og þá fer fer fljótlega hið hræðilega að ske inn um bréfalúguna fara að detta glugga umslögin frægu og nú skal borgað.  Ef eitthvað óvænt hefur skeð t.d. veikindi, atvinnumissir eða barn er fætt eru fjármálin komin úr skorðum og þau sjá fram á að nú eiga þau eftir að vera í vandræðum með sitt daglega líf næstu 40 árin.  Það er farið í bankann og reynt að semja við sama þjónustufulltrúann og afgreiddi lánið.  En nú var ekkert bros eða kurteisishjal.  Heldur var þeim tilkynnt að nú væri íbúðarmarkaðurinn í lægð og íbúðin væri ekki lengur nægjanlegt veð fyrir því sem hún væri veðsett fyrir.  Ef ekki yrði komið með aukin veð þá yrði lánið gjaldfellt og íbúðin færi á uppboð.  Einnig væri óskað eftir því að þau færu að greiða niður yfirdráttinn.  Hvað var nú til ráða.  Bankinn sem hafði nánast fóstrað þau frá unga aldri og þau litu á sem góðan vin var allt í einu orðinn að einhverju innheimtuskrímsli.  Nú sáu þau fram á að eina leiðin var að bæta við sig vinnu og auka tekjur og við tók þrældómur til að geta staðið í skilum.  Það varð að spara allt sem hægt var og það sem verra var að þau sáu frama að svona yrði líf þeirra næstu 40 árin og væru þá farin að nálgast ellilauna-aldurinn.  Er þetta draumastaða hjá ungu fólki í dag?

Ég var á sjó fyrir nokkrum árum  með ungum manni, sem var nýbúinn að kaupa sér nýjan bíl fyrir um 2,5 milljónir og hann var komin með um 600 þúsund í yfirdrátt í sínum banka.  Ég var eitt sinn að spyrja hann hvers vegna hann einhleypur maðurinn sem bjó frítt hjá systur sinni, þyrfti svona mikinn yfirdrátt.  Hann sagði að þetta hefði byrjað með 150 þúsund en svo væri andskotans bílalánið svo erfitt og til að halda því í skilum þyrfti hann stöðugt að fá hærri yfirdrátt.  Það skal tekið fram að þessi maður var háseti og var á þeim tíma með kauptryggingu sem var eitthvað nálægt 125-130 þúsund á mánuði fyrir skatta en launin gátu auðvitað hækkað, ef vel gekk að fiska en það gat líka brugðist til beggja vonar. 

Það vantar algerlega alla fræðslu um fjármál í skóla landsins varðandi fjármál.  Ég hef hitt háskólamenntaða einstaklinga sem ekkert þekkja til fjármála heimilanna og jafnvel hafa aldrei fyllt út víxil eða skuldabréf og vita ekki munin á Debet eða Kredit.  En geta þulið upp gegni hinna ýmsu hlutabréfa á svipaðan hátt og börn fara með margföldunartöfluna í barnaskóla.


mbl.is Með marga tugi milljóna á bakinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband