Uppstokkun

Talsvert mun vera um það rætt þessa daganna innan raða Sjálfstæðisflokks að gera breytingar á ríkisstjórninni.  Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag er gefið í skyn að réttast væri að bjóða núna Frjálslynda flokknum aðild að stjórninni.  Ekki bara til að auka fjölda þeirra þingmanna sem styðja stjórnina, heldur lýst þeim ekkert orðið á hvað Samfylkingin er að bæta stöðugt sitt fylgi.  Vitað er að tvö ráðherraembætti munu verða laus hjá Sjálfstæðismönnum á þessu ári, því vitað er að Björn Bjarnason mun sennilega taka við ritstjórn Morgunblaðsins í haust.  En eins og kunnugt er mun Styrmir Gunnarsson hætta í haust vegna aldurs, eins mun Einar K. Guðfinnsson vilja hætta og fá embætti sendiherra og ástæðan mun vera sú að hann leggur ekki í þann slag sem verður þegar breyta þarf kvótakerfinu vegna álits Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna.  Vitað er að Arnbjörg Sveinbjörnsdóttir hefur mikinn áhuga á embætti sjávarútvegsráðherra, en vegna yfirgangs hennar sem formaður þingflokksins mun hún ekki eiga mikinn stuðning hjá þingflokknum.  Með þátttöku Frjálslynda flokksins, sem alltaf hefur verið á móti þessu kvótakerfi fengju Sjálfstæðismenn góða afsökun fyrir uppstokkun á því, ef Guðjón Arnar Kristjánsson væri orðin sjávarútvegsráðherra og vonast þá eftir að LÍÚ láti þá í friði.  Mun nú verið unnið hörðum höndum að því að púsla þessu saman.  Sturla Böðvarsson mun einnig vera að íhuga að hætta ef gott embætti væri í boði og það myndi leysa vandamálið með Arnbjörgu Sveinbjörnsdóttur og hún yrði forseti þingsins.  Hvort þetta gengur síðan upp verður spennandi að fylgjast með á næstu mánuðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband