5.2.2008 | 07:21
Rányrkja á Íslandsmiðum
Nú á sér stað ein mesta rányrkja á Íslandsmiðum allt frá því fiskveiðar hófust hér við land og allt er blessað í bak og fyrir af sjávarútvegsráðherra og Fiskistofu. Vegna hins mikla niðurskurðar á aflaheimildum í þorski eru allir að eltast við ýsu. Til landsins streyma nýsmíðuð svokölluð 3ja mílna skip það eru skip undir 29 metrum að lengd og koma þau til viðbóta þeim skipum sem áður voru í þessum flokki, sem eru í raun öflugir togarar. Allir eru að veiða nánast upp í fjöru en þar heldur smáfiskurinn sig bæði þorskur og ýsa. 300-400 tonna beitningarvélabátar eru að leggja línuna eins grunnt og þorandi er að fara á þessum stóru skipum og veiða ýsu. Þegar þessi skip landa síðan sínum afla er það yfirleitt þokkaleg ýsa. Trúa menn því að smáfiskur bæði þorskur og ýsa bíti ekki líka á krókanna, auðvitað gerir hann það en honum er bara kastað í hafið aftur þar sem hann drepst og flýtur síðan um allan sjó, engum að gagni nema sem æti fyrir aðra fiska eða sjófugla. Við eru ekki bara að setja ný met í brottkasti, heldur erum við líka að setja met í skyndilokun á svæðum vegna smáfisks. Hafró hefur fullyrt að lítil sem engin nýliðun hafi orðið á undanförnum árum í þorski. En hvaðan kemur þá allur þessi smáfiskur. Staðreyndin virðist vera sú að nýliðun hjá þorski hafi bara verið mjög góð undanfarin ár en hún kemur bara ekki fram í gögnum Hafró, því þessum fiski er öllum hent aftur í hafið og kemur því aldrei fram á aflaskýrslum sem Hafró fær. Ef eitthvað vit væri í hlutunum þá ætti Sjávarútvegsráðherra að beita sömu aðferðum og stjórnandi fyrirtækis gerir ef eitthvað er að fara úr skorðum. Það er að segja að bregðast rétt við og laga það sem laga þarf og það strax. Ef ég væri sjávarútvegsráðherra í dag myndi ég gera þrennt. Það fyrsta að auka þorskkvótann í 250 þúsund tonn, sem hefðu þau áhrif að draga úr að afla væri landað framhjá vigt. Hætta öllum skyndilokunum vegna smáfisks og hækka það hlutfall sem undirmálsfiskur má vera í afla hvers skips, úr 10% í 25% og hækka svokallaðan Hafró-afla úr 5% í 25% til að tryggja að allur afli sem veiddur væri skilaði sér í land og Hafró hefði undir höndum réttar upplýsingar um veiddan afla en í dag er mikill munur á veiddum og lönduðum afla vegna þess hvað brottkastið hefur aukist á núverandi fiskveiðiári. Ef þetta væri gert hefði Hafró rétta yfirsýn um samsetningu þess afla, sem veiddur er á Íslandsmiðum og kæmi mér þá örugglega allt önnur veiði ráðgjöf en nú er. Síðan myndi ég fara og kaupa mér 10 milljón krónu jeppa af flottustu gerð. Á Vestfjörðum er einn kvótalaus dragnótabátur sem veiðir yfir 90% af sínum afla sem ýsu en aðrir dragnótabátar á svipaðri veiðislóð eru með um 60-70% af sínum afla sem þorsk. Það mætti ætla að skipstjóri þessa báts væri galdramaður. Nú er tækin orðin það mikil að lítill vandi er að plotta inn hjá sér hvernig viðkomandi bátur kastar og gera nákvæmlega eins. Sumir hafa reynt það en fá aldrei eingöngu ýsu, er ekki nokkuð ljóst hvað þarna er á ferðinni. Þessi ýsubátur landar aðeins örlitlum hlut af öðrum tegundum. Þetta er svo augljóst brottkast að undrun sætir að Fiskistofa skuli ekki láta skoða þetta betur. Eins var ég að heyra um ákveðinn beitningarvélabát á Vestfjörðum, sem þarf alltaf að taka fleiri tóm fiskikör um borð en þann fjölda sem fór á hafnarvogina við löndun. Til dæmis að báturinn landar 100 körum af fiski á hafnarvog en þarf að taka 150 tóm kör um borð. Það fæst ekki staðist að túr eftir túr sé verið að fjölga körum í skipinu, einhvern tíma hlýtur lestin að fyllast. Þarna er auðvitað verið að landa í stórum stíl framhjá vigt. Á öðrum stað á Vestfjörðum er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem gerir út einn beitingarvélabát. Þar er staðið þannig að málum að áður en löndun hefst er sett 500 kílóa sérsmíðað járnstykki undir lyftarann og hann taraður þannig á hafnarvoginni. Við löndun tekur lyftarinn alltaf þrjú kör í hverri ferð eða um 1.200 kg. Eftir fyrstu ferðina er járnstykkið tekið undan og haldið áfram löndun. Nú er lyftarinn orðin 500 kg. léttari og alltaf er sama þyngd á lyftaranum dregin frá á hafnarvoginni. Það eru því aðeins fyrstu 3 körin sem eru rétt vigtuð, eftir það er í raun svindlað á öllum körunum eftir það sem nemur um 40% af heildarafla.
Ég var líka að frétta að þau skip sem hafa verið að veiða loðnu undanfarið, lönduðu allri loðnu til bræðslu vegna þess að þetta er allt ungloðna og á stærð við hornsíli og því ekki hæf til frystingar.
Ef við ætlum að haga okkur eins og villimenn í umgengni okkar um fiskistofnana og villa um fyrir Hafró með löndun framhjá vigt og brottkasti, byggjum við aldrei upp þorskstofninn. Honum verður einfaldlega slátrað og síðan fylgja aðrir stofnar á eftir. Fiskistofa á auðvelt með að fylgjast með brottkasti með því að fara á sjó með bátum t.d. ýsubátnum fræga og sjá þá hvort að þessi ýsuafli stenst. Eins er hægt að fylgjast með löndun framhjá vigt. Með því að bera saman útfluttar afurðir og landaðan afla hjá fyrirtækjum. Með þeirri tölvutækni sem til er í dag væri hægt að gera þetta nánast sjálfvirkt. Þannig að engin afsökun er fyrir hendi hjá Fiskistofu. Hvað varðar loðnuveiðarnar þá ætti að banna þær nema á tímabilinu 15. febrúar til 15. apríl. Við eigum ekki að vera nú, að moka upp í bræðslu ungloðnu sem mun bera uppi veiðina á næstu árum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 801066
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
30 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- ,,Rödd samviskunnar er lágvær en skelfilega skýr"
- OG ÉG SEM HÉLT AÐ AÐ "SLÁTURTÍÐINNI" VÆRI LOKIÐ..........
- Boða metnað í menntamálum
- Lögregluvald, óæskilegar skoðanir og frjáls umræða
- Bæn dagsins...
- Glitsýndin, ljóð frá 5. maí 2018.
- Reykjavíkurmódelið
- Gerum lífið betra xL
- I Want to Break Free - Óvæntir tónleikar í N-Kóreu.
- Vika í kosningaveðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.