Rányrkja á Íslandsmiðum

Nú á sér stað ein mesta rányrkja á Íslandsmiðum allt frá því fiskveiðar hófust hér við land og allt er blessað í bak og fyrir af sjávarútvegsráðherra og Fiskistofu.  Vegna hins mikla niðurskurðar á aflaheimildum í þorski eru allir að eltast við ýsu.  Til landsins streyma nýsmíðuð svokölluð 3ja mílna skip það eru skip undir 29 metrum að lengd og koma þau til viðbóta þeim skipum sem áður voru í þessum flokki, sem eru í raun öflugir togarar.  Allir eru að veiða nánast upp í fjöru en þar heldur smáfiskurinn sig bæði þorskur og ýsa. 300-400 tonna beitningarvélabátar eru að leggja línuna eins grunnt og þorandi er að fara á þessum stóru skipum og veiða ýsu.  Þegar þessi skip landa síðan sínum afla er það yfirleitt þokkaleg ýsa.  Trúa menn því að smáfiskur bæði þorskur og ýsa bíti ekki líka á krókanna, auðvitað gerir hann það en honum er bara kastað í hafið aftur þar sem hann drepst og flýtur síðan um allan sjó, engum að gagni nema sem æti fyrir aðra fiska eða sjófugla.  Við eru ekki bara að setja ný met í brottkasti, heldur erum við líka að setja met í skyndilokun á svæðum vegna smáfisks.  Hafró hefur fullyrt að lítil sem engin nýliðun hafi orðið á undanförnum árum í þorski.  En hvaðan kemur þá allur þessi smáfiskur.  Staðreyndin virðist vera sú að nýliðun hjá þorski hafi bara verið mjög góð undanfarin ár en hún kemur bara ekki fram í gögnum Hafró, því þessum fiski er öllum hent aftur í hafið og kemur því aldrei fram á aflaskýrslum sem Hafró fær.  Ef eitthvað vit væri í hlutunum þá ætti Sjávarútvegsráðherra að beita sömu aðferðum og stjórnandi fyrirtækis gerir ef eitthvað er að fara úr skorðum.  Það er að segja að bregðast rétt við og laga það sem laga þarf og það strax.  Ef ég væri sjávarútvegsráðherra í dag myndi ég gera þrennt.  Það fyrsta að auka þorskkvótann í 250 þúsund tonn, sem hefðu þau áhrif að draga úr að afla væri landað framhjá vigt.  Hætta öllum skyndilokunum vegna smáfisks og hækka það hlutfall sem undirmálsfiskur má vera í afla hvers skips, úr 10% í 25% og hækka svokallaðan Hafró-afla úr 5% í 25% til að tryggja að allur afli sem veiddur væri skilaði sér í land og Hafró hefði undir höndum réttar upplýsingar um veiddan afla en í dag er mikill munur á veiddum og lönduðum afla vegna þess hvað brottkastið hefur aukist á núverandi fiskveiðiári.  Ef þetta væri gert hefði Hafró rétta yfirsýn um samsetningu þess afla, sem veiddur er á Íslandsmiðum og kæmi mér þá örugglega allt önnur veiði ráðgjöf en nú er.  Síðan myndi ég fara og kaupa mér 10 milljón krónu jeppa af flottustu gerð.  Á Vestfjörðum er einn kvótalaus dragnótabátur sem veiðir yfir 90% af sínum afla sem ýsu en aðrir dragnótabátar á svipaðri veiðislóð eru með um 60-70% af sínum afla sem þorsk.  Það mætti ætla að skipstjóri þessa báts væri galdramaður.  Nú er tækin orðin það mikil að lítill vandi er að plotta inn hjá sér hvernig viðkomandi bátur kastar og gera nákvæmlega eins.  Sumir hafa reynt það en fá aldrei eingöngu ýsu, er ekki nokkuð ljóst hvað þarna er á ferðinni.  Þessi ýsubátur landar aðeins örlitlum hlut af öðrum tegundum.  Þetta er svo augljóst brottkast að undrun sætir að Fiskistofa skuli ekki láta skoða þetta betur.  Eins var ég að heyra um ákveðinn beitningarvélabát á Vestfjörðum, sem þarf alltaf að taka fleiri tóm fiskikör um borð en þann fjölda sem fór á hafnarvogina við löndun.  Til dæmis að báturinn landar 100 körum af fiski á hafnarvog en þarf að taka 150 tóm kör um borð.  Það fæst ekki staðist að túr eftir túr sé verið að fjölga körum í skipinu, einhvern tíma hlýtur lestin að fyllast.  Þarna er auðvitað verið að landa í stórum stíl framhjá vigt.  Á öðrum stað á Vestfjörðum er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem gerir út einn beitingarvélabát.  Þar er staðið þannig að málum að áður en löndun hefst er sett 500 kílóa sérsmíðað járnstykki undir lyftarann og hann taraður þannig á hafnarvoginni.  Við löndun tekur lyftarinn alltaf þrjú kör í hverri ferð eða um 1.200 kg. Eftir fyrstu ferðina er járnstykkið tekið undan og haldið áfram löndun.  Nú er lyftarinn orðin 500 kg. léttari og alltaf er sama þyngd á lyftaranum dregin frá á hafnarvoginni.  Það eru því aðeins fyrstu 3 körin sem eru rétt vigtuð, eftir það er í raun svindlað á öllum körunum eftir það sem nemur um 40% af heildarafla.

Ég var líka að frétta að þau skip sem hafa verið að veiða loðnu undanfarið, lönduðu allri loðnu til bræðslu vegna þess að þetta er allt ungloðna og á stærð við hornsíli og því ekki hæf til frystingar.

Ef við ætlum að haga okkur eins og villimenn í umgengni okkar um fiskistofnana og villa um fyrir Hafró með löndun framhjá vigt og brottkasti, byggjum við aldrei upp þorskstofninn.  Honum verður einfaldlega slátrað og síðan fylgja aðrir stofnar á eftir.  Fiskistofa á auðvelt með að fylgjast með brottkasti með því að fara á sjó með bátum t.d. ýsubátnum fræga og sjá þá hvort að þessi ýsuafli stenst.  Eins er hægt að fylgjast með löndun framhjá vigt.  Með því að bera saman útfluttar afurðir og landaðan afla hjá fyrirtækjum.  Með þeirri tölvutækni sem til er í dag væri hægt að gera þetta nánast sjálfvirkt.  Þannig að engin afsökun er fyrir hendi hjá Fiskistofu.  Hvað varðar loðnuveiðarnar þá ætti að banna þær nema á tímabilinu 15. febrúar til 15. apríl.  Við eigum ekki að vera nú, að moka upp í bræðslu ungloðnu sem mun bera uppi veiðina á næstu árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband