Sjóslysin fyrir 40 árum

Harry Eddon frá Grimsby komst einn af þegar breski...Talsvert er fjallað í breskum fjölmiðlum í dag um sjóslysin, sem urðu við Ísland og Noreg fyrir fjörutíu árum. Þá fórust þrír togarar frá Hull og 58 sjómenn frá borginni drukknuðu auk eins manns frá Grimsby. Aðeins einn komst lífs af, Harry Eddon, sem var á togaranum Ross Cleveland sem fórst í Ísafjarðardjúpi.

Ég fylgdist með, sem unglingur, þessum hræðilegu atburðum sem þá skeðu í Ísafjarðardjúpi og það situr í manni ennþá, hve átakanlegt þetta var sérstaklega leitin að Heiðrúnu II frá Bolungarvík en þar um borð var bara vélstjórinn ásamt tveimur sonum sínum.  Þeir höfðu ætlað að bjarga bátnum úr Bolungarvík í höfn á Ísafirði.  Þá var hægt að fylgjast með á svokallaðri bátabylgju í útvarpinu  öllum samskiptum skipanna, og það var grátlegt að þegar varðskip var loksins búið að finna Heiðrúnu II og ætlaði að fylgja henni til hafnar á Ísafirði, en þá strandaði breskur togari í Ísafjarðardjúpi svo varðskipið varð að fara frá Heiðrúnu II, sem fannst aldrei aftur.  Togarinn sem Harry Eddon var á hreinlega hvolfdi vegna ísingar langt inn á Ísafjarðardjúpi og nánast kraftaverk að hann skildi komast lífs af.  Annars voru þessi ár mikil slysaár á Vestfjarðarmiðum og fólk vissi alltaf í byrjun hverrar vertíðar að einhver báturinn kæmi ekki aftur til hafnar.  Það var bara spurningin frá hvaða sjávarþorpi sá bátur væri.  Það þurfti mikinn kjark til að stunda sjó á Vestfjörðum á þessum árum.


mbl.is Minningarathöfn í Hull um sjóslys fyrir 40 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég man þetta nú eins og hafi gerst í gær. Ég var 9 ára gutti vestur á Ísafirði. Fjöldinn allur af útlenskum blaðamönnum kom í bæinn og Úlfur Gunnarsson læknir (Gunnars Gunnarsonar rithöfundar) neitaði að hleypa þeim inn á spítalann til að taka viðtöl.

Seinna var þessi sami Eddom einna frekastur og kjaftforastur togaraskipstjóra í 200 mílna stríðinu. Þá var ég á Tý og man hve menn voru hissa á þessu vanþakklæti hans.  Það voru bræðurnir á bænum Kleyfum við djúp, sem bjöguðu honum. Guðmann Guðmundsson var annar þeirra, lengi lögreglumaður á Ísafirði.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.2.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Flottar myndir hjá þér.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2008 kl. 12:25

3 identicon

Ég setti tengil á góða frétt um þennan atburð frá bb.is ef að þú smellir á nafnið mitt. Þess má einnig geta að ég er skýrður í eftir þessu tveimur sonum sem fórust á Heiðrúnu.

Sigurjón Ragnar 6.2.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband