Skoðanakannanir

Skoðanakannanir eru oft umdeildar og sumir tala með þeim en aðrir á móti.  Þó held ég að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi slegið öll met í ræðu er hún flutti á fundi sjálfstæðismanna fyrir stuttu, þegar verið var að ræða stöðu Sjálfstæðisflokksins eftir öll lætin í Reykjavíkurborg en þar var bent á að núverandi meirihluti hefði ekki nema 25% fylgi hjá kjósendum.  Þorgerður sagði að ekkert mark væri takandi á skoðanakönnunum, þær sýndu aldrei rétta mynd væru bara bull og vitleysa.  Seinna í sömu ræðu fór Þorgerður að ræða stöðu Framsóknarflokksins og sagði að samkvæmt skoðanakönnun væri Framsókn að slátra sjálfri sér í borginni.  Ég hrökk við þegar ég las þetta var ekki hæstvirtur ráðherra nýbúinn að segja í sömu ræðu að ekkert mark væri takandi á skoðanakönnunum.  Er Þorgerður Katrín ekki ein manneskja með eina skoðun á hverju máli?  Ekki veit ég það en þessi ræða hefði alveg geta verið skrifuð og flutt af Ragnari Reykás.  Eru þessar skoðanakannanir einungis martækar ef þær eru Sjálfstæðisflokknum hagstæðar.  Það eina sem er raunverulega rétt hjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur varðandi skoðanakannanir að þær eru ekki marktækar að því leiti að Sjálfstæðisflokkurinn fær alltaf minna fylgi í kosningum en skoðanakannanir hafa gefið til kynna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Ég hef nú ekki mikið álit á Þorgerði. Mér finnst hún ekki vera alveg að standa sig varðandi skólamálin og menntakerfið, og hún hefur engan skilning eða þekkingu á mörgum hlutum sem eru á hennar könnu. Eigðu góðan dag, kær kvðeja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 5.2.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Já sammála er ég þér. Ég held að þetta lið sé handónýtt, það ætti að rjúfa þing og boða til nýrrar kosningar sem fyrst. Og allir sem eru á þingi núna , fengu ekki að bjóða sig fram. Ég er að vera þreyttur á þessu liði.Þau gera ekkert að viti. Það er eins og hugsun þeirra nái ekki út fyrir 101 Reykjavík.Þetta er handónýtt lið .

Vigfús Davíðsson, 5.2.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað átti að kjósa aftur í Reykjavík, það þurfti bara smá lagabreytingu til.  En annað eins hefur nú verið gert á Alþingi til að koma ákveðnum hlutum í lag.

Jakob Falur Kristinsson, 6.2.2008 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband