Olíuhreinsistöð

Tvískinnungur:

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur tekið af skarið og vill leyfa byggingu olíuhreinsistöðvar í landi Hvestu í Arnarfirði. Viljayfirlýsing um landakaup þar undir hreinsistöð liggur fyrir. Að auki mun Fjórðungssamband Vestfirðinga vera að skoða hugsanlega staðsetningu í landi Sanda og Hóla í Dýrafirði. Vestfirðingar lýstu því yfir á sínum tíma að þeir tækju ekki þátt í kapphlaupinu um álver. Markmiðið væri að Vestfirðir yrðu grænt svæði, hugsanlega eini hluti landsins. Allt var þetta ályktað með góðum hug og af mikilli bjartsýni á að hér væri hægt að byggja upp öflugt samfélag, grundvallað á vistvænum iðnaði, menntun og þjónustu.

,,Við höfum tapað 20% íbúa á síðustu 10 árum og getum búist við enn frekari skerðingu í kjölfar niðurskurðar þorskkvóta,“ segir Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og bætir við að ,,Vestfirðingar lifi ekki á því einu saman að horfa á falleg fjöll.“

Sinnaskipti Vestfirðinga hafa víða fallið í grýttan jarðveg. Þannig fullyrðir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands að olíuhreinsistöðin standist engin lög; umhverfisráðherra segir stöðina ekki rúmast innan heimilda Kyoto-bókunar og iðnaðarráðherra er lítt hrifinn, a.m.k. ekki jafn upprifinn og hann er af olíuleit í íslenskri lögsögu, vongóður um árangur. Hver á að hreinsa þá olíu, ef hún finnst, hefur hann ekki látið uppi. Kannski einhver þjóð, sem betur er treystandi til að tryggja lágmarks mengun frá stöðinni en Íslendingum, eða hvað? Óneitanlega gætir tvískinnungs í því að vilja vinna olíu úr iðrum jarðar en vilja svo hvergi koma nálægt vinnslu hennar í afurðir, sem við þurfum á að halda og notum trúlega í meira lagi en margar aðrar þjóðir, miðað við mannfjölda.

Greinilegt er á umræðunni um stóriðju á Íslandi að það er ekki sama hvar henni er ætlaður staður. Fátt virðist því til fyrirstöðu að álver spretti upp hist og her í (væntanlegum) úthverfum höfuðborgarinnar, til hvorrar handar sem litið er. Þegar að Vestfirðingum kemur hafa menn allt á hornum sér. Vestfirðingar eiga áfram að vera grænir (og friðlýstir!) tilbúnir að taka á móti hluta þeirra milljón ferðalanga sem menn vænta að leggi einhvern tíma leið sína til landsins og sem jafn mikil mengun hlýst af, við að koma þeim hingað, eins og olíuhreinsistöðinni.

Vestfirðir og Norðvesturland eru einu landshlutarnir sem eru í mínus í hagvexti. Halda menn að Austfirðir væru í þeirri stöðu sem þeir eru í dag ef álverið á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun hefðu ekki komið til sögunnar? Með öfgakenndri, tilfinningaríkri fyrir fram mótaðri afstöðu fæst aldrei vitræn niðurstaða í olíustöðvarmálið. Meðan Vestfirðingum býðst ekkert annað er erfitt að leggjast gegn þeim fjölda starfa sem olíuhreinsistöðin hefur í för með sér.

Þetta mál verður að gaumgæfa áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

Ekki skil ég þetta bull í bæjarstjóranum.  Olíuhreinsistöð í Arnarfirði má aldrei rísa því hún mun eyðileggja þennan fallega fjörð.  Hvernig eiga 200-300 þúsund lesta olíuflutningaskip að komast inn í Arnarfjörð þar sem þröskuldur er aðeins um 20 faðmar og þessi skip rista mikið meira en það og þótt hægt væri að sprengja þennan þröskuld er flatarmál botns svona skip svo mikið að það getur borið með sér allskonar kvikindi sem myndu eyðileggja lífríki fjarðarins.  Ég er hræddur um að ef rækju- og hörpudiskstofninn í Arnarfirði nær sér á strik mun enginn vilja kaupa afurðir frá svæði þar sem olíuhreinsistöð er rekinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband