Kvótakerfið

Nú er skákmeistarinn Helgi Áss Grétarsson, sem ber titilinn sérfræðingur í sjávarútvegi við Lagadeild Háskóla Íslands, farinn að birta framhaldssögu í Fréttablaðinu um álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi íslenska kvótakerfið.  Skákmeistarinn tekur í einu og öllu undir það sem Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ, hefur sagt um þetta álit nefndarinnar.  Það er að við séum ekkert bundnir af þessu áliti og í nefndinni sitji fólk sem hafi ekki hundsvit á sjávarútvegi og ekkert að marka það sem þessi nefnd sendir frá sér.  Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skákmeistarinn ræðst fram á ritvöllinn til að verja hagsmuni LÍÚ, enda er staða hans kostuð af LÍÚ.  Hann var svo óheppin að grein sem hann skrifaði sl. föstudag í Fréttablaðinu, birtist sama dag og hans grein.  Önnur grein eftir Þorvaldar Gylfasonar, prófessors og fer Þorvaldur vel yfir málið og fullyrðir að kvótakerfið hafi í raun verið ólöglegt frá upphafi og við getum á engan hátt hunsað þetta nefndarálit.  Ólíkt tek ég nú meira mark á orðum Þorvaldar Gylfasonar en skákmeistarans.  Því Þorvaldur á engra persónulegra hagsmuna að gæta ólíkt skákmeistaranum, sem verður að túlka skoðanir LÍÚ, því annars væri hans staða í hættu.  Skákmeistarinn vill meina að það sama gildi um nýtingarrétt og eignarétt og hvort tveggja sé varið á sama hátt í stjórnarskrá Íslands og þessu hafi fulltrúar frá Íslandi ekki komi nægjanlega vel til skila í málflutningi sínum fyrir Mannréttindanefndinni.  Þótt ég sé ekki löglærður maður þá kann ég þó skil á þessu tvennu.  Ætlar skákmeistari LÍÚ virkilega að halda því fram að ef einhver hefur fengið ókeypis aðgang að eign þá sé um leið kominn stjórnarskrárvarinn réttur til að nýta eignina eins lengi og viðkomandi vill.  Það er alveg sama hvað þessar greinar skákmeistarans verða margar það mun engu breyta varðandi það að við verðum að breyta núverandi kvótakerfi eins og Þorvaldur Gylfason bendir á.  Skákmeistarinn er að verða eins og Meistari Megas sagði forðum; "Eins og hurð á berjamó", með þessum heimskulegu skrifum sínum.  Ekki veit ég til þess að þessi skákmeistari hafi á nokkurn hátt komið nálægt útgerð eða fiskvinnslu og efast jafnvel um að hann sé löglærður, það er ekki að sjá af hans skrifum.  Háskóli Íslands ætti hinsvegar að gæta þess að hagsmunasamtök eins og LÍÚ geti ekki nýtt sér Háskólann í áróðursskyni eins og nú er verið að gera með þessum greinarskrifum Helga Áss Grétarssonar í nafni Háskóla Íslands.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég tek heilshugar undir hvert orð sem þú segir hér Jakob, en ég vona að "Ass" þessi skrifi sem mest um þetta, því hann tapar trúverðugleika með hverri grein svo það skaðar bara LÍÚ og þeirra málsstað.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.2.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt þessi skrif skákmeistarans eru hvorki kvótakerfinu eða LÍÚ til framdráttar.

Jakob Falur Kristinsson, 11.2.2008 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband