Styður ekki Guðna

Það hefur varla farið framhjá mörgum að Guðni Ágústsson formaður Framsóknar styður ekki lengur kvótakerfið í fiskveiðum.  Hann hefur sagt að landsbyggðin sé eins og sviðin jörð vegna þessa kerfis.  Í Silfri Egils í gær var mætt ásamt fleirum Valgerður Sverrisdóttir, varaormaður flokksins og þegar Egill bar þessi ummæli Guðna undir Valgerði svaraði hún því til að hún gæti ekki tekið undir þau.  Hún hefði frá upphafi stutt þetta kerfi og sú afstað hefði ekkert breyst og hún styddi það áfram.  Hvað er að ske í Framsóknarflokknum, er Valgerður að undirbúa sig undir að bjóða sig fram sem formann á næsta flokksþingi, sem mun verða í mars 2009 ef einhverjir verða þá eftir í flokknum til að sækja slíkt þing.  Hvað er Valgerður eiginlega að meina, getur ekki verið friður og sama stefnan í þingflokki Framsóknar, þar sem aðeins eru 5 þingmenn.  Mér dettur í hug smá saga sem ég ætla að láta fljóta hér með.

Í einum Alþingiskosningunum fyrir mörgum árum var Ómar Ragnarsson á ferð og flugi um allt land til að fylgjast með kosningunum fyrir Ríkissjónvarpið og tók fólk víða tali þegar það kom út af kjörstað.  Meðal þeirra staða, sem hann heimsótti var Bíldudalur og þar var kosið í barnaskólanum.  Ómar ræddi við fólkið um hvað það hefði kosið og vildi að það spáði í úrslitin.  Meðal þeirra sem hann náði tali af var gamall bóndi sem var nýfluttur úr sveitinni til Bíldudals.  Ómar spurði gamla manninn hvað hann hefði kosið og svarað'i hann stoltur "Nú auðvitað Framsóknarflokkinn".  Þá spurði Ómar manninn hvort hann teldi að hans flokkur myndi auka við sig fylgi og þá svaraði hinn "Nei hann tapar fylgi", þá spurði Ómar af hverju hann væri svona svartsýnn og svarið kom um leið; "Jú sjáðu til það eru svo margir dánir sem hafa kosið Framsóknarflokkinn." Ekki virtist þessi gamli bóndi hafa trú á að nýir ljósendur kæmu í stað hinna látnu.  Ég held að orð þessa manns séu í fullu gildi í dag hvað varðar Framsóknarflokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband