Af hverju er Ólafur F, Magnússon í stjórnmálum

Ég horfði á viðtal við Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra í Kastljósi í gær og eftir það viðtal fór ég að velta fyrir mér hvaða erindi þessi sakleysingi á í stjórnmál.  Þegar hann var spurður um hvort hann hefði ekki neinar áhyggjur af því sem gengi á í samstarfsflokkum, þá svaraði hann eins og lítið barn sem er nýbúinn að opna jólapakka.  Hann sagði "Ég hef aldrei verið hamingjusamari en í dag og mín persóna, frami og völd í stjórnmálum skiptir ekki máli.  Það eru verkin sem við ætlum að hrinda í framkvæmd sem skipta öllu máli og með svona góða málefnaskrá í höndunum er framtíðin bara björt og fögur." Þessi svokallaða málefnaskrá í 17 liðum er nú ekki merkilegri en það að blekið var varla þornað á skjalinu þegar Gísli Marteinn fór að lýsa því yfir að eitt mesta hjartansmál Ólafs F.  Það er að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni yrði þar áfram, væri ekkert að marka, þar ætti að rísa íbúðarbyggð og finna yrði nýjan stað fyrir flugvöllinn og svona verður hvert atriðið í þessu dýrmæta skjali Ólafs F. Magnússonar svikið, hvert á fætur öðru.  Mér finnst að einhver góðhjartaður maður ætti að benda Ólafi á að hann er að láta nota sig og í raun traðka á sinni persónu.  Ég segi bara að lokum um Ólaf F. Magnússon;

"Þar fór góður biti í hundskjaft"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta viðtal í Kastljósi var ekkert minna en skelfilegt. Spyrillinn gersamlega ófær um það sem hún var að gera og þarna sat sakleysinginn Láfi litli og þruglaði fram einhverri ræðu sem hann er búinn að koma með áður um málefnaskrána og hvað hann hlakkar til að vinna sig í gegnum hana. Spyrillinn sat bara og gapti og tafsaði og lét honum bara orðið eftir og Láfi malaði eins og vél.

Þarna hefði vantað Sigmar eða Helga. Eða bara að spila gamlan spaugstofuþátt með Láfa litla....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.2.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þeir eru oft ekki nærri nógu ákveðnir,sem eru að spyrja, oft er eins og þeir séu hræddir við þann sem situr fyrir svörum.

Jakob Falur Kristinsson, 12.2.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband